Glöggt er gests augað

3.2.04

Vitlausir krimmar...
Núna fyrir skemmstu þá var brotist inn í fyrirtæki hér í bæ... svo sem ekki frásögu færandi ef að þeir hefðu ekki verið svona fjandi heimskir.

Jú þeir voru búnir að útbúa sig vel og allt það.
Með tösku undir góssið og allt
brutu glugga til að komast inn og fylltu heldur sínar af fartölvum og ruku svo út í nóttina til að komast undan með góssið.

Lögregla og öryggisverðir voru snöggir á staðin og byrjuðu að kanna vetfang.

Fyrir utan það að sjá að búið var að brjóta gluggann þá sáu þeir að á staðnum var stór og mikil taska. ( ekki kom hún að góðum notum)
Og skammt þar frá þá fundu þeir fyrstu fartölvuna og var þá kallaður til sporhundur til að leita betur....
Við þá leit fannst önnur fartalva... húfa... vetlingur... já og veski með skilríkjum annars brotamannsins...

En ekki fundust við þessa leit bófarnir... var öllu að ljúka á vetfangi og er tæknideildin að fara þegar hún verður var við bíl sem er að sníglast í kringum innbrotsstaðinn. Og kallar til meiri lagnaverði sem stoppa för þessa bíls og viti menn eigandi veskisins var í bílnum ásamt hluta af þýfinu..

Fengu þeir far niður á stöð og gistingu þá nóttina.

Og til að toppa þetta allt saman þá voru þessar fartölvur sem þeir gripu með sér... annað hvort bilaðar eða ónýtar... í tölvunum var ekkert til að hirða... ekki örgjörfi... vinnsluminni... harðurdiskur og ekki einu sinni batterí.

Ekki var þetta nú góð ferð hjá þeim... kostar þá eflaust 750þ til miljón kall til að bæta skaðann og slatta í sekt og eftir vill líka tíma í fangelsi...

Ég helt að þetta gæti bara gerst í Bandaríkjunum.
Nei þetta var hérna í borg óttans smókíbey

hann Mummi klukkan 18:44

<< Home