Glöggt er gests augað

17.4.07

.sígó

rakst á grein í dag í jp þar sem verið var að tala um verð á tóbaki í evrópu og voru 15 lönd í úrtakinu og meðal annars ísland og var ísland í 4 sæti með verð á sígó en mig langar að taka fram að að því mig minnir þá er lágmarks kaup á íslandi 700 kall eða svo en noregur var með dýrustu sígó en þar er tíma kaupið að mig minnir 1400 kall og svo kom danmörk líka þarna inn en hér er tíma kaupið 1100 kall að lágmarki þannig að miðað við hvað tíma kaupið er þá ætti nú ísland að vera á toppinum á þessum lista hvað verð varðar. ég læt nú listan fylgja með og ég setti hann í ísl kr miðað við gengið í dag sem er 11.87 fyrir eina dkkr.
ekki var talað um hvaða sígó er verið að tala um en ég er nokkuð viss um að prins hafi verið tekin fyrir en þetta passar við það verð í dk alla vega

1. Noregur 722,20 kr.
2. Stórabretland 698,42 kr.
3. Írland 624,12 kr.
4. Ísland 555,76 kr.
5. Svíþjóð 448,77 kr.
6. Frakland 442,83 kr.
7. Þýskaland 416,08 kr.
8. Belgía 401,22 kr.
9. Danmörk 374,47 kr.
10. Finland 371,50 kr.
11. Holland 353,67 kr.
12. Ítalía 353,67 kr.
13. Austurríki 335,85 kr.
14. Úngverjaland 208,04 kr.
15. Póland 160,49 kr.

og minni á að ég er en á móti reykingum
hann Mummi klukkan 21:10

<< Home