Glöggt er gests augað

20.2.05

.ja há..

Núna á föstudaginn þá var nú heldur betur fjör í vinnuni en þá fengum við duft bréf og stoppaði allt hjá okkur meðan verið var að ransaka málið.. mætti nú segja frekar duft poki en það kom svona glær poki með fullt af dufti til okkar og setti allt á annan endan... kom lögreggla og skökkvilið á staðin ásamt hættusveit til að skoða þetta nánar. En þetta reyndist svo bara vera um 100g af heróíni sem við fengum þarna og enginn hætta á ferðum... og virðist þessi poki hafa komið í póstkassa og teljum við að það hafi verið einhver eltingaleikur í gangi og að dópsalin hafi losað sig við efnið í kassan til að vera ekki tekin með það. og mikið held ég að hann sé nú ekki mikið andandi í dag... hvernig á hann svo sem að útskýra það að hann hefur ekki lengur þetta dóp í fórum sínum..

að öðru þá var ég að lesa frétt um það hvað lögregglan tók marka fyrir of hraðan akstur með hraðamyndavélum á síðasta ári í dk. en það var nú bara 360.000 manns og leiddu af þessum 280.000 til sektar sem er nú bara nokkuð gott myndi ég segja...
lengi lifi fartbullur...eða ekki...

hér er nú snjórinn á undanhaldi og er að hverfa (loksins) og segja veðurmenn að þetta ætti að vera eini veturinn sem kemur hjá okkur þetta árið. eins gott fyrir þá að hafa rétt fyrir sér... enda er ég víðsfrægur snjó hatari....
hann Mummi klukkan 11:39

<< Home