Glöggt er gests augað

3.3.05

.stuff

Já smá síðan ég blöggaði.. en það hefur verið svakalegamikið að gera í vinnuni að maður gefur sér ekki tíma til að segja umheiminum hvað er í gangi.

Málið er að eftir að það snjóaði í síðustu viku þá fór allt úr skorðum hjá póstinum og höfum við verið að vinna upp allt það núna, sem dæmi þá höfum við verið að velta í gegnum mína deild yfir 200.000 bréfum á dag sem er tvöfallt meira en venjulega og t.d. á þriðjudaginn fórum við yfir 300.000 múrinn enda voru líka allir úrvinda eftir þann dag. Deildin er öll full af vikar fólki (afleysingar fólk sem hægt er að panta frá afleysingar stofum) til að komast yfir þetta fjall, og fyrst núna í gær þá tókst okkur að klára allt þannig að ekkert væri yfirliggjandi hjá okkur, höfum haft um 30-50 þúsund eftir liggjandi sem er ROOOSA slæmt. En þetta er allt að komast á rétt ról en þá hvað geris, snjóar meira svona heldur meira.. komnir skaflar og yfir 40cm snjór víðast hvar þannig að þetta er nú meira en bara föl í þetta skiptið.

Og er núna allt hvít hérna fyrir utan kolegiið okkar og þá er ég ekki að tala um snjó.. hendur eru stéttarnar hvítar af salti.. ég hef bara aldrey séð svona mikla salt notkun og hef ég nú unnið í salfiski.

Svo vorum við hjóna kornin að detta á þetta líka svaka tilboð á símum.. sími sem átti að kosta 5299 danskar var á 99 danskar og hvað gerir maður þegar mar sér svona, mar skellir sér á einn.. og skiptum um síma fyrirtæki líka en með þessum nýju símum er hægt að hafa vídeó samtal þetta eru svo kallaðir 3 kynslóðar símar og til að toppa það þá kostar ekkert að hringja innan síma fyrirtækisins hvorki venjulegt símtal eða Videósamtal... alveg geggjað en símin já hann heitir LG 8138.

jæja þetta er nú sæmilegt að sinni nú eru bara nokkrir dagar þanngað til að mamma og hersinginn koma út til dk... spennan magnast...
hann Mummi klukkan 12:48

<< Home