Glöggt er gests augað

30.9.06

.veður skýrlsa og ávarp

jæja vona að fólk sé búið að jafna sig eftir heljar lesturinn sem var í síðustu færslu og að flestir fái sjónina aftur sem fyrst... en ykkur að segja þá var ég að hemja mig.. þetta hefði getað orðið mikið lengra en svo fékk ég krampa...

jæja mig langar bara að segja frá því að það er geggjað veður hérna og búið að vera allan sept og þeir segja að búið sé að slá hita met fyrir mánuðinn og er ég nú ekki neitt svektur með það, við hjúinn vorum að koma heim úr bíó og bara á bol og ég á sandölum og það berfættur að auki.. æðilsegur hiti.. búið að vera þetta 20-25 gráður allan mánuðinn, að vísu er hann að hugsa um að fara rigna smá en það er svo sem í lagi ég ættla ekki að hvarta..

annað var það nú ekki.. jú ég hata Danske Bank og 27.000 aðrir póst menn þar sem að það klikkaði eitthvað hjá þeim í dag og við fáum ekki útborgað fyrr en á mánudag í fyrstalagi... kúkur og drulla....
hann Mummi klukkan 02:47

<< Home