Glöggt er gests augað

10.12.06

.smá pælingar og myndir

mikið er talað um það hér í borg að ekki sé allt með feldu hvað varðar veðurfar já eins og ég sagði við einn félag minn í vikuni... þessi vetur er búinn að vera eins og leiðinlegt danskt sumar og hann var sammála, en til að tala um það þá eru sum kaffihúsin búinn að setja aftur út borð á stéttina og farin að servera þar meina þegar það er 12 hiti að kvöldi til þá er nú ekki allt í lagi og desember ekki allt með öllum mjalla, það hefur að vísu ringt smá jæja slatta og svo sem ekki slæmt, frekar vil ég hafa rigningu en snjó.. danir kunna ekki að aka í snjó sama hvað bjátar á.

núna eru bara 5 dagar í að maður lendir á klakanum fyrir jólin verður svaka gaman að koma heim aftur.. þó svo maður sé nú orðin ógurlega danskur í sér þá er gaman að koma heim við og við.

já og svo í gær var inn árlegi julefrokost í póstinum, var hann haldin að þessu sinni á nýjum stað en í skemmu sem liggur bak við íslenskasendiráðið á Christjanshavn eða eins og það er sagt á móðurmálinu kristjánshöfn en það er ein af eyjunum sem eru í köben og var svaka stuð og góður matur og félagsskapur, var komin heim fyrir miðnótt enda stefnan að nota sunnudagin vel sem og var nú gert

við fórum í góðan labbi túr eða eins og 7 tíma og var nýja græjan með auðvitað og smellt helling og má finna það besta á canon mynda albúminu og læt ég eina koma með hér til að monta mig. veit ekki hvort að ég segi meir fyrr en á klakan er komið latter ppl..

hann Mummi klukkan 22:18

<< Home