Glöggt er gests augað

27.7.08

.costa del köben

já góðir hálsar.. hér er nú ekki hægt að kvarta yfir veðri jú kanski smá.. vantar smá vætu til að halda grasinu í góðum gír.. farið að brenna smá vegna þurka...

já hér hefur verið fínnt veður þetta yfir 26 núna í all nokkra daga og ekki alveg útséð hvenar því líkur...

já er nú örnin lentur eins og sjá mátti í fyrri færslu að þá var brósi á leið í sumarsæluna og næstum því ódýra bjórinn (gengið skemmir það allt) og erum við búnir að hjóla vítt og breitt um dali og hæðir og skoða okkur um eins og okkur er einum lagið...

já og var þá við hæfi að henda inn eins og einni mynd af mér á góðum stað er tekin var í gær...


hann Mummi klukkan 11:15

<< Home