Glöggt er gests augað

28.5.09

.sigga littla systir mín sat úti í götu og var að ......

jæja myndu sumir segja... hvað er þetta.. ekkert verið að skrifa og segja frá hvað menn eru að gera... jújú... þú bara ert ekki á rétta hliðstæða heimi til að lesa það sem ég er alltaf að skrifa... en ég ætti máski bara að skrifa smá þá í þessum heimi líka svo að það fólk sem hér býr fái nú að vera smá með....

humm... hvað er nú búið að gerast síðan ég hripaði niður síðast...
ég er búinn að fara á jú viti menn 2 námskeið... sum sé faaglit forhandler kursus 1 og 2... og verð ég að segja að þau voru bara góð.. og fékk maður að vera mikið í farar broddi á þeim námskeiðum... og gott veganesti sem maður fékk þar...

ég er búinn að fara til íslands.. um páskana... hitta familíuna.. og sýna verðandi konu minni hvaðan ég kem og allt.. og ... til að toppa það þá stoppaði ég á kambabrún og skellti mér á skeljarnar og bað hennar... og viti men hún sagði sko já... og kall er bara mesti lukkunar pamfíll eftir það... en ekki hvað...

Baldur bró er búinn að útskrifast aftur... og komin með kvíta kollin og fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi íslensku ég er sko afar stoltur af kallinum... til lukku Baldur minn...

já.. og já.. og já... hér er svo sumar og læti... og hef ég nú hent mikið af myndum inn á fésið.. fyrir þá sem vilja sjá... og er akkúrat á þessari stundu að plana mega hjóla ferð... 250 km plús... ferð um norður sjáland... og ættlum við að taka okkur 3 daga í það..fara af stað snemma laugardagsmorgun.. og koma heim á mánudaginn... veður bara stuð.. og myndir verða sko af þessu en ekki hvað...

já love you all... lifið heil og elskið hvort annað
hann Mummi klukkan 00:49

<< Home