Glöggt er gests augað

25.10.04

.haustið

já það mætti segja að haustið sé komið hérna hjá okkur... laufið fjúkandi út um allt og manni bregður stundum vegna þess að maður heldur að það sé að snjóa en þá er það bara lauf sem fýkur fyrir utan gluggan hjá okkur. En er þó langtí land með að trén verði ber og myndi ég nú gefa þessu alveg 3 vikur en. En núna næsta sunnudag þá er munum við skrúa klukkuna aftur um einn tíma og verðum við þá bara eins tíma munur á danmörku og íslandi en sami tími á íslandi og bretlandi.

Mig langar líka að segja frá einu sem kom fyrir okkur hérna þegar mamma var í heimsókn og við vorum að keyra til baka frá þýskalandi að þá skynndilega á hraðbrautinni snarhægðist á umferðini.. og bíllin sem var fyrir framan mig skellti á harsardljósunum til að vara mig við því enda var ég að koma þarna á 130km og ekki veitti af viðvörun en þetta er víst það sem fólk gerir hérna tekur tillit til annara í umferðinni og auðvitað gerði ég sklíkt hið sama og varaði þá við sem voru fyrir aftan mig en það hafði bíll ekið útaf svolítið framar.

annað er það nú ekki heillin mín..
hann Mummi klukkan 13:09

<< Home