Glöggt er gests augað

20.10.04

.dagur tvö

jæja... eins og sjá má neðar þá skráði ég dag eitt í póstinum í danmörku hérna... og ættla ég að skrá dag 2 líka... en þetta byrjar allt á námskeiðum fyrstu 2 dagana...

jæja þá.. Dagur 2
Dagurinn byrjaði eins við mættum kl 14 í fundarsalin okkar og þá var farið yfir frítökurétt og hlut sem heitir 16-4 en við það að vinna á þessum tíma safnar maður inn 3 klukku tímum á viku í launað auka frí fyrir utan þessa venjulegu 2,5 á mán sem safnast..og það var talað um yfirvinnu og svo meiri papírs dót.

1545 kom gæðaeftirlitið og var með góða tölu um gæðin í póstinum og hann var að tala um hvernig þeir mæla gæðin.. og hann talaði um hvað það er mikið mál að við förum vel að vélbúnaðinum í póstmiðstöðinni.. málið er að það er allt keyrt á max í miðstöðinni.. eitt skipti bilaði ein vél og þá varð sólahrings seinkun á 100.000 bréfum.

1630 þá kom maður að tala um réttar vinnu aðferðir og vinnu öryggi (vinnueftirlitið) og verið að segja okkur hvað er bannað t.d. er alveg stranglega bannað að taka 2 búr í einni ferð alltaf að setja bremsuna á þegar við skiljum við búrið, og taka þau búr sem eru biluð og láta þau í viðgerð þannigað þau séu ekki í umferð. og hann fór yfir allt varðandi okkar vinnu umhverfi og hvernig við eigum að haga okkur í því

1800 fengum við matarhlé

1830 þá kom maður og talaði um póst öryggi.. þá á ég við þjófnað og brunavarnir og hriðjuverka árásir. Og hann sagði okkur að það er alveg rosa bannað að stela bréfum og öðru úr póstinum... ef maður gerir það þá næst maður alltaf og það er engin miskun.. allir sem nást yfir að stela þar fara í jailið.. og fá minnst 3 mánuði í fangelsi og allt að 3 ár takk fyrir... og það hafa yfir 30 manns farið í fangelsi undan farinn 10 ár...

2000 þá kom til okkar framleiðslustjórinn og hann var að fara yfir hluti sem koma beint að framleiðsluni og hvað það er mikil vægt að við vinnum vinnuna okkar vel og pössum að gera ekki mistök
og var hann bara að í klukkutíma og fórum við þá heim...

jæja svona var alla vega fyrstu 2 dagar mínir í póstinum... og fer ég núna á eftir að vinna aftur og fæ þá að koma við póst loksins... ég segi ykkur kannsi eitthvað af honum líka...

bless að sinni.
hann Mummi klukkan 14:41

<< Home