Glöggt er gests augað

15.5.05

.legoland

já núna er búið að vera búið að taka forskot á sumarið, við erum búinn að vera með bíl ásamt vinafólki okkar og höfum verið að fara vítt og breitt um landið fórum meðal annars á sjálandsodda sem er alveg nyrst á sjálandi og það er nú ekki annað hægt að segja en að það sé flott þar og svo fórum við í Fredriksborg kastala í Hillerröd og fórum við vitt og breitt um norður hluta sjálands. og >hérna< má sjá myndir af þvi ferðalagi.
Síðan var farið í LegóLand sem eins og flestir vita þá liggur það í Billund, ekki fórum við nú mikið um billund en skelltum okkur beinnt í Legoland og var nú tekið mikið af myndum af þvi og má sjá okkar albúm >hérna< og svo var nú vinafólkið okkar líka að taka myndir og má sjá þær >hérna< og var nú svakalega gaman að komast loks þarna og sjá þetta með egin augum og var nú mikið að sjá eins og þessar myndir bera með sér.

Og svo í dag var farið á smá meiri rúnnt og enduðum við í Fjellesparken en hann er við hliðina á Parken og er þessi garður gerður handa Verkalíðnum en í dag var mikið karneval þar í gangi og fullt af fólki að skemmta sér sem og við gerðum líka og sólin lék við okkur, því miður þá vorum við ekki með myndavél með okkur í dag og eru engar myndir af þessu..

en núna er verið að elda hamborgarhrygg og stefnan á að hafa bara rólegt sunnudags kvöld já eins og flestir vita þá er hvítasunnudagur (pinsesöndag) og á ég líkaf frí í vinnuni á morgun og svo er það bara einn dagur í við bót í deildinni minni þar til ég fer að byrja á nýja starfinu...
hann Mummi klukkan 18:55

<< Home