Glöggt er gests augað

26.6.06

.undirskrift

mig langar að fá ykkur sem lesið þetta blögg mitt að fara á þessa síðu og rita nafn ykkar, á síðuni er verið að krefjast þess að það komi betri og öruggari samgöngur til vestmannaeyja. læt hérna fylgja með smá klysju frá þeim sem eru með síðuna og látið mig svo vita með að kommenta hjá mér að þið hafið stutt málefnið.. danke schön

Undirskriftalistinn

Vegna neyðarástands í samgöngumálum!
Opin ályktun ferðaþjónustuaðila og áhugamanna

um samgöngur í Vestmannaeyjum til forsætisráðherra og ríkisstjórnar Íslands.
Undirritaðir aðilar koma því hér með á framfæri að ástand í samgöngumálum milli lands og Vestmannaeyja er óásættanlegt með öllu. Ef heldur áfram sem horfir sjá ferðaþjónustuaðilar fram á hrun í starfsemi ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.
1. Herjólfur sem er aðal samgönguæð okkar og þjóðvegur, er svo til fullnýttur allar helgar og flesta daga sumars. Flestar ferðir eru fullbókaðar með bíla og ekki fyrirséð nein aukning á plássi með skipinu í náinni framtíð.

2. Flugsamgöngur við Reykjavík sem á árum áður fluttu hingað 80-90.000,- manns á ári eru í ólestri. Notast er við litlar flugvélar, sem eru með háa bilanatíðni og því óöruggar til flutninga á fólki yfir haf sem tekur um og yfir 20 mínútur.

3. Útilokað er fyrir hópa að fá flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja nema þeir leigi sér sjálfir flugvélar.

4. Þrátt fyrir loforð ráðamanna og þingmanna um úrbætur í samgöngumálum við Vestmannaeyjar hefur ekkert gerst nema eitthvað miðjumoð og svikin loforð.

5. Vinnuhópur sem stofnað var til fyrir nokkrum árum er nú loksins að senda frá sér ályktun um ,,að athuga með ferjulægi” í Bakkafjöru.

Við svo búið segjum við hingað og ekki lengra og óskum eftir skjótum viðbrögðum ríkisstjórnar Íslands og ráðamanna svo ekki hljótist af enn meiri skaði en nú þegar er orðinn.

Vestmannaeyingar eru ekki annars eða þriðja flokks borgarar í þessu landi. Héðan kemur einn mesti auður á íbúa þessa lands og hefur gert síðustu áratugi. Við óskum eftir að litið verði á okkur sem meðborgara með sömu réttindi og aðrir landsmenn í samgöngumálum.

Við óskum eftir nýju gangmiklu skipi svo fjótt sem auðið er og ekki seinna en árs 2007.

Við óskum eftir að flug með 30-50 sæta flugvélum verði komið á þegar í stað frá Reykjavík.

Undirskriftalaistinn
hann Mummi klukkan 13:21

<< Home