Glöggt er gests augað

19.12.07

.hólí kúkur

já það eru sko orða sönnu, ég hef bara aldrei séð svona mikin póst, en málið er að ég byrja dagin í vinnuni á að fara til viðskiptavina og sækja póst, loka pósthúsinu á christjánsborg og svo sækja meiri póst og enda svo daginn á að tæma fáeina póst kassa. í dag þá náði ég að fylla bílin min 4 sinnum sem svarar til þetta 150 þúsund bréfa eða svo... og bíst við að ég náði í ekki minna en 500 pakka og svo til að toppa daginn þá var ég með 35 tæmingar töskur stút fullar og vigtaði það inn yfir tonn og svona er þetta búið að vera alla vikuna, þannig að heldur er farið að halla á mann enda er maður farinn að sofa fyrir miðnótt gersamlega búinn og vaknar samt ekki fyrr en 11.

en til að segja meira frá brjálæðinu, þá erum við með 2 pakka center í dk annað hér í köben og svo eitt á jótlandi og hef ég tölurnar um centerið á jótlandi. þeir renna 15.000 pökkum á tíma í gegn, einn treiler er með þetta þúsund pakka og tekur það um 4 mín að vinna það, og núna yfir jólin þá dugar centerið ekki þar sem þeir fá meira af pökkum heldur en þeir ná að vinna og í dag veit ég að það fóru í geng á báðum centerunum 260.000 pakkar já.. smá bara... já og svo vorum við að fá nýja flokkunarvél fyrir póst en hún er á tveimur hæðum og rúllar í gegn að jafnaði 36.000 bréfum á tíman og eru að koma 8 þannig vélar, já nóg að gera nóg að gera..

og ég er alveg að komast í jólafrí.. æsland á laugardaginn... næs
já fínnt, já sæll............
hann Mummi klukkan 22:30

<< Home