Glöggt er gests augað

6.8.03

Sæl á ný eftir þessa líka fínu helgi... helgin var tekin með trompi og farið á útihátíðina EY2003.tk sem haldin var á hagatogi.. við góðar undirtektir og margt um mannin... var nú drepið á smá veigum og haft gaman.. saman... svo eins og góðum borgara sæmir þá var farið að vinna á laugardas morgun á ó kristilegum tíma... og unnið alltof lengi.. enda bara sofið í 2,5 tíma... var síðan gífurlegt plan fyrir laugardaginn... verslað og skoðað og farið í bústað í húsafelli... með smá við komu í borgarnesi... nánar tiltekið í "Hyrnuni" sem er sennilega ein sóðalegasta sjoppa sem ég hef komið í, er viss um að ef að einhver frá heilbrigðisyfirvöldum hefið komið þarna inn þá hefið verið lokað.. fyrir það fyrsta þá selja þau bara vondar Goða pylsur... þær eru bara ógeð... og svo átti að fá sér seik... með smá banana og jarðaberja bragði.. nei ekki var nú hægt að skila það og úr þessu fékkst einn sá væmnasti seik sem undirritaður hefur smakkað... ekki nóg með það.. heldur var borðið svo subbulegt að dansgólfið fyrir framan stóra sviðið í eyjum er hreinlegra en það sem þarna var í boði...
smá var skálað í bústað og haldi í borg á ný... og búsað smá meira...
og unnið á sunnudegi sem og alla hina dagana... á sunnudag eftir blund og morgunmat...þá voru Þingvellir vorrir skoðaðir og grillað á leiðini... svaka gaman...og svo búsað smá meira um kvöldið og slappað af...og unnið á mánudagsmorgun nama hvað... og svo alger leti á mánudeginum... og svo smá búsað um hveldið... svona rétt til að binda endi á góða helgi...

Mig langar enn og aftur að biðja þig lesandi góður að fara aldrey aldrey á Hyrnuna í borganesi... alger subbu búlla... og ekkert annað...

núna held ég að best sé að fara að koma sér í smá meiri sól til að slappa af... og finna meira til að skrifa um..

jú til hamingju ísland... núna fáum við innan tíðar hrefnu til að borða... enda nóg til af þeim...gó Árni Matt

og árni jail er bara fílupúki.....
hann Mummi klukkan 19:11

<< Home