Glöggt er gests augað
7.9.03
og svo er það eitt sem ég sá á húmor.is en þar sá ég þennan djóka...
konur sem keyra.
Þegar ég var á leiðinni upp Ártúnsbrekkuna í morgun leit ég til hliðar og
þar var kona á splunkunýjum BMW. Hún var á svona 120 km hraða með andlitið
upp í baksýnisspeglinum og var á fullu að sminka sig með meikup-græjurnar í
sitt hvorri hendi og annan olbogann á stýrinu.
Ég leit fram á veginn eitt augnablik og næst þegar ég leit á hana var
bíllinn hennar á
leiðinni yfir á mína akrein og samt hélt hún áfram að mála sig eins og
ekkert sjálfsagðara.
Mér brá svo mikið að ég missti ferðarakvélina mína á roastbeefsamlokuna
sem ég hélt á í vinstri hendinni.
Í panikkinu við að afstýra árekstri við konuhelvítið og ná stjórn á
bílnum sem ég stýrði með hnjánum, datt
gemsinn minn úr hálsgrófinni og ofan í kaffibollann sem ég var með á
milli fótanna. Það varð til þess að brennheitt kaffið sullaðist á Orminn
Langa og tvíburana tvo. Ég rak upp öskur og missti við það sígarettuna úr
munninum og brenndi hún stórt gat á sparijakkan og ég missti af mikilvægu símtali!
Hvað er að þessum #%&!$# kellingum?
já erum við ekki öll alltaf að lenda í svona konum...
Adídas grasa rassa holur
<< Home