Glöggt er gests augað

7.3.07

.sussss

já heldur er farið að róast í borgini núna og er maður alveg hættur að heyra í sprengjum og vélbyssum en sírenur eru sko heldur betur en til staðar, erfitt er að komast um borgnina þar sem margar götur eru lokaðar og þess hátar ástandi.

ég er að vinna við hlið aðallöggustöðvar köben og þar eru svo margir löggubílar að ég kemst ekki yfir að telja þá alla þegar þeir eru að fara í útkall þá fara ekki bara einn heldur þetta 4-5 bílar af stað.

svo núna er maður að horfa á ungdómshúsið rúlla eftir götum borgarinnar á vörubílum sem er svo sem ekki frétt næmt en þeir eru í lögregglu fylgd til að ekki sé ráðiðst á þá, það er bara skondið.. fyrst koma þetta 4-6 móterhjól til að blokera götuna og svo kemur einsog 2 óeirða löggubílar og svo einn vörubíll og svo annar óeirðar löggu bíll og svo annar vörubíll og svo endar þetta á þetta 3 löggubílum eða svo.. nærri meira af löggu en þegar Bush er að flækjast. svona er þetta nú orðið allt saman.

Ekki vilja menn segja að þetta sé allt búið enn og verður en mikill lögregglu viðvera í borgini

húsið er núna búið að jafna við jörðu þannig að það er búið
og fyrir þá sem þekkja mig þá tek ég mér alltaf gott skláldaleyfi þegar ég er að skrifa til að gera þetta nú skemmtilega.

hann Mummi klukkan 16:44

<< Home