Glöggt er gests augað

1.7.04

Jæja þá er ég hættur að vinna hjá Öryggismiðstöðinni... og er maður búinn að kveðja flesta þar.. en hver veit þegar ég kem aftur að ég fari ekki að vinna þar... með þessa menntun þá ætti það að vera leikur einn.. og núna eru víst bara 2 dagar eftir á landi voru... og farið að verða mjög tómlengt hjá okkur í kofanum.. og er maður að rífa niður það allra síðasta sem fer í kassa... og svo verður farið austur í kvöld með kassa og fólkið þar kvatt...

Já góðir hálsar... það kann að vera að ég nái ekki að blogga meira fyrr en ég er komin til danmerkur þannig að ef ég geri það ekki þá vill ég kveðja ykkur með kurt og bí.. vona að þið hafið það öll svaka gott á meðan ég verð fjarverandi og látið nú í ykkur heyra... og svo verð ég nú duglegur að rita hér... (stórt er lofað) og meila á ykkur myndir og svoleiðis..

jæja þá ættla ég að segja þetta gott að sinni...

við sjáumst kát og hress síðar... Vertu bless Gamla ísland... þú lengi lifir..

Med venlig hilsen
Mummi Didda Danadjöfull...xoxooxx
hann Mummi klukkan 12:41

<< Home