Glöggt er gests augað

8.1.05

.veðurfréttir

Það er víst eitthvað smá rok hérna í danmörku. 3 eru láttnir nú þegar og eru þeir allir á jótlandi best er ég veit.. mikið er um rafmagsleisi, búið er að stoppa allar lestir og líka S-lestirnar í kaupmannahöfn, búið er að loka öllum stóru brúnnum s.s. Eyrarsundsbrúnni og stórabeltisbrúnni, vatns borð hefur hækkað við hafnir landsins um allt að 4 metra og mikklir vatna vextir eru í gangi núna, mikið er farið að fjúka af þakplötum en þá á ég við svona þak flísar sem flest þök hérna eru þakin með og er slatti af skemdum á hinum ýmsu mannvirkjum.

Það sem við upplifðum af þessu veðri var að við fórum í fields í dag og þegar við komum út þá var stormurinn skollinn á með fullu blasti. áttum við í mersta bastli við að komast út í strædó sem og aðrir úti.. sem dæmi þá lenti móðir í mikklum vandræðum en hún var með börnin sín 3 og var að reyna að komast líka út í strædó og var hún með eitt í fanginu þetta 3 ára og svo var hún með dóttur um 8 ára og son sennilega 11 ára en hann fauk um koll og systir hanns 8 ára líka en náði taki á tré og blakti þar um eins og fáni, strákurinn var með inkaupa poka og mátti sjá þegar hann misti hann að hann innihélt nýja úlpu og íþróttaskó, úlpan lenti í kviðu og kom aftur til jarðar en skórnir fuku nokkur hundruð metra út í buskan og hafa ekki sést aftur, en þegar ég sá stelpuna blakta þarna og hágáta þá hljóp ég til og náði í hana og færði til móður sinnar en stelpan var björgunnini fegin en hún greip í mig grettis taki þar til ég var búinn að koma henni til móður sinnar. öll komumst við svo í strædóinn og heim og er núna verið að banna fólki að vera utandyra þar til veður lægir.

hóm svítt hóm
hann Mummi klukkan 19:03

<< Home