Glöggt er gests augað

4.9.05

.inskot

jæja smá tímin síðan ég skrifaði eitthvað þannig að það er komin tími til að ég hendi einhverju á skjáinn...

Þá er AnnaBogga farinn heim í faðm sonarinns en það var svaka gaman að fá hana svona í heimsókn og til að búsa hana smá upp enda veitti henni ekki af því að fá sér í tánna eftir að hafa verið hérna á viku löngu námskeiði að læra á eitthvað forrit sem símin er að nota... við vorum bara heppin að hún fór ekki til SádíArabíu..(löng saga)

Þannig að ég og frúinn erum bara ein í kotinu næstu vikurnar.. og ekkert planað.. jú erum að spá að fara á Formel8 að borða á ammælinu mínu...ein af flottari veitingarstöðum í bænum enda er hann með Michelin stjörnu og alles..

já mar harkar bara áfram í vinnuni og hefur það gott.. og svo er maður en meira duglegur við að hjóla núna... og hjóla og hjóla.. þannig að mar verður komin í gott form fyrir ólimpíu þríþrautina næsta vor enda fer maður að verða með en meiri æfingar en hafa verið..eina er að leita mér að léttara hjóli en því sem ég er með.. fór einnmitt á lögregglu upp boð síðustu helgi til að reyna að finna eitt og til að reyna að finna hjól handa elskunni minni.. en það var ekkert þar sem mér leist á og svo ef mér leist á það þá var boðið mikið meira en ég var tilbúinn að bjóða.. svakalegta bara en gaman að fara á svona uppboð..

hér er bara sól og öskrandi blíða alltaf hreint og er verið að spá svona veðri út september ekki amarlegt það...

og er núna líka íbúðinn að taka á sig loka mynd þannig að við getum sagt að við séum alveg flutt inn...

later dúdes og dúdets
hann Mummi klukkan 11:22

<< Home