Glöggt er gests augað

28.7.06

.samba

Jæja þá er maður orðin einn heima en þó ekki lengi en hún Tedda er að koma með krakkana og ég bauð þeim að gestaherbergið,

það er búið að vera svaka gaman hjá okkur bræðrum að þvælast um allt hjólandi gangandi og sprellandi, stuð stuð ég ættla nú ekki að fara tíunda mikið hvað við gerðum það mun koma út í ársbókinni sem gefin verður út í 1000 eintökum og verður seld hér á síðuni og gengur hagnaður inn allur í góðan málstað það er að segja til mín

já eins og ég sagði þá fór síðasti bróðirinn (örn) á miðvikudaginn og er ég voða hræddur um að hann hafi tekið með sér góðaveðrið en það er spáð slatta af skúrum í næstu viku ekki alveg planið mitt en það veitir víst ekki af að fá smá vætu en hún á bara að koma á nóttuni.

ég hennti inn nokkrum myndum.


Bræður í tivolí
Ég og Örn á leið í Carlsberg safnið (Mekka) og er þetta hinn færgi Carlsberg fíll
Hluti af þeim 13 þúsund flöskum sem eru til sýnis á safninu en safnið á í heild 16 flöskur og á Guinnes metið
Það eru hest hús þarna og það er en verið að fara með þessa vagna út í bæ á góðum dögum
hann Mummi klukkan 12:20

<< Home