Glöggt er gests augað

20.7.04

Þá er enn einn dagurinn á enda komin hér í danmörku. vel gengur að aðlaga sig og atvinnuleitinn er á fullum gír. en hefur ekki skilað tilættluðum árangri að svo stöddu en við vonum það besta.

ég hef verið að ganga um hverfið og kanna allt þetta næsta umhvefi mitt sem er afar fagurt þarf að taka eitthvað af myndum og sýna ykkur... og ekki vantar múrsteinshúsin.. enda eru nánast öll hús hérna úr múrsteini..

eins og segir í síðasta bloggi þá voru tónleikar hérna í næsta nágrenni og fór ég þangað ásamt tengdapabba og skemmtum við okkur konunglega, margt var um mannin og gaman að fylgjast með dananum, og svo var þetta eins og að vera á þjóðhátíð, risa þjóðhátið og ekki hægt að segja annað en að maður hafi fengið töluverðan þjóðhátiðar fiðring í sig við þetta.

en ekki varður nú af því þetta árið að maður fari á þjóðarann en ég ættla að standa við minn hluta af ey2004 sem tengiliður við Biblíuleshringinn og vera með hátíð hérna eins og hægt er að koma við. er ekki búinn að finna eyjuna en sem verður fyrir valinu en það er verið að leita.

ég er búinn að setja inn myndir af ferðini á tónleikana og er hægta að finna hlekk inn á það hérna við hliðina undir stafrænageymslan..

lifið heil að sinni og verið nú dugleg að senda mér komment... sakkna ykkar allra mikið nema sumra..

bless í bili
Med venlig hilsen...
hann Mummi klukkan 22:21

<< Home