Glöggt er gests augað

30.5.06

.ái

já svona tókst mér að gera við puttan á mér i dag... var svínaður af bíl og húrraði í götuna.....

hann Mummi klukkan 22:52

21.5.06

.langt um síðir

jæja þá er maður komin aftur heim til dk... eftir að hafa verið viku á íslandi og ekki annað hægt að segja en að sú vika hafi verið viðburðar rík í meira lagi.

fór með flugleiðum í þettað skiptið enda voru þeir mikið ódýrari en exið og fór nánast beinnt á selfoss eftir gott stopp hjá bræðrum mínum og lagði svo af stað í morgun sárið til seyðisfjarðar með mömmu á nýja jeppanum hennar viða flottur bíll, og mikið rosalega var nú gaman að sjá landið sitt


og ég verð að segja að ég sakna fjallana minna...



og þegar á seyðisfjörð var komið þá var nú bara snjókoma sem tók á móti manni.. verð að segja að ég varð nú smá svektur þar sem ég fór úr 25 stiga hita og sól í dk en í staðinn fékk ég öll veður meðan ég var á íslandi og ekki hægt að hvarta yfir því svo sem en heima á seyðis hitt maður mikið af fólki já réttara að segja að yfir þessa daga sem maður var þarna þá hitti maður alla og var þetta meira líkt ættarmóti en jarðarför og var mikið gaman að hitta fólkið sitt aftur

og svo þegar suður var komið á ný hófst aftur hittingur og náði ég að hitta all nokkra og knúsa og fá mér öl nema hvað...

og svo ekki til að skemma fyrir þá þegar ég var að fara heim aftur kom ég svona smá seinnt í ték inn var bara 40 mín í bortför eða svo og eitthvað var lítið orðið af sæturm og vesen í gangi nema hvað að ég var bumpaður í SagaClass og mikið var það nú ofboðslega gaman og gott að sitja þar með alla þá þjónustu sem þar er í boði, fékk 3 rétta máltið og fullt af hvítvíni sem var innifalið í þessu öllu saman

já og svo er maður komin heim og hefst þá aftur hversdags dagurinn á ný... og svo var líka voða gott að koma til hennar Árnýjar minnar aftur
hann Mummi klukkan 12:57

8.5.06

.myndir

set in hérna smá sumar myndir... enda komið mikið af því...og svo er hægt að smella á myndina til að fá hana stærri...







já og svo er kall að koma heim á miðvikudag.. til að kveðja afa minn.. maður reynir eftir vill að kíkja í sókn hér og þar... hilsen
hann Mummi klukkan 22:03

5.5.06

.mummi

Hann afi minn Mummi andaðist í nótt aðeins 82 ára unglingur, eftir baráttu við krabbamein...

Afi minn ég elska þig ofurheitt og hafðu það sem allra best...

Þinn Nafni
hann Mummi klukkan 10:30

3.5.06

.veðurspá

já hérna er verður spáinn hjá okkur næstu 6 daga...


mikið verður þetta notalegt...
hann Mummi klukkan 12:00

2.5.06

.ferming

já við hjúinn fórum í okkar fyrstu dönsku fermingu núna á sunnudaginn... og maður heldur bara já ferming... þá eru kökur og spjall og fullt af fjölskyldu.. en nei... ekki var það alveg svo...

við komum á staðin kl 13:00 og þar er boðið upp á velkomst drink voða huggó fólk svona úti að spjalla og hafa það gott... og svo er sest niður við borðið en þar var búið að raða fólki með nafni... var mér tjáð að þetta væri ekki alveg eins og á að vera þar sem foreldrar fermingar barnsins eru skilin þá er ekki blandað fólkinu eins mikið saman.. en við vorum bara sátt við hvar við sátum.. og svo kom þjónn og skenkti okkur hvítvíni sem átti að vera með forrétinum... sem var þessi líka afbragðs rækjukokteill og svo kom þjónnin með meira hvít að drekka þannig að ekki þornaði upp úr glasinu... svo var borðið tæmt og gert klárt fyrir aðalréttin og svo kom rauðvínið... og áður en við fengum aðalréttin var nú búið að bæta á glasið okkar 2 sinnum... og svo bara skilin eftir flaska af rauðu þannig að við gætum sjálf bæt á... kom svo þetta líka dýrindis kálfakjöt og rann það vel niður ásamt meira af rauðvíni... svo kom eftirrétur sem var ís í núggat körfu sem var auðvitað líka borðuð.. og meira af rauðu... þegar hérna er við komið þá er klukkan að verða 19:00 og var allt kvöldið eftir en eftir matin þá var komið með sterka drykki og bjór og þá fór maður bara að huga að því... leið svo á og um kl 21:00 var nætur snarl eða var hún 22 man ekki alveg en þar var boðið upp á danskar grillaðar pulsur með alles og meiri bjór.. já og svo var nú líka dansað og trallað, og skömmu eftir miðnótt þá fórum við að huga okkur að heimferð enda komið nóg og vinna daginn eftir...

verð ég að segja að þetta er sennilega ein sú besta ferming sem ég hef farið í.. og ég veit að fermingar barnið skemmti sér konunglega líka þrátt fyrir að við fugglorðna fólkið væri við skál og það var ekkert vesen í gangi allt gekk rosalega vel fyrir sig og allir nutu þess að vera þarna saman komnir...

veit að fermingar á íslandi eru nú nógu dýrar fyrir þannig að held að þessi siður egi nú erfitt uppdráttar þar... en hver veit hver veit....
hann Mummi klukkan 13:44