Glöggt er gests augað

29.12.06

.sms dauðans

já það eru svo sannarlega rétt orð það, en núna í vikuni þá gerðist það að ungur maður dó af völdum sms, þú spyrð hvernig er það hægt já málið er að hann er að labba yfir gatnamót þar sem eru umferða ljós og þegar hann hóf gönguna yfir þá var grænn kall en þegar hann kom á miðjuna þetta voru stór gatna mót þá heldur hann bara áfram þó svo að rauður kall hafi logað smá tíma en ástæðan var að hann var að pikka inn sms á símann sinn og var afarniðursokkin við það og hvað gerist ekki... jújú.. kemur bíll og plammm.. gaurinn kastast um 100 metra og stein drepst.. já .. sms dauðans..

talandi um dauðan þá er verið að tala um hvað margir hafi dáið í umferðinni þettað árið en þegar þetta er skrifað þá eru það 310 manns sem gera 5,7 íbúa á hverja 100þ og til samanburðar þá eru 30 látnir á íslandi og gerir það 10 íbúa á hverja 100þ sem er frekar sláandi tala.. og er meira um ölvunar dauðsföll í Danmörku en á íslandi, þetta er lægsta tala látina síðan 1933 í dk og var hún mest 1971 einmitt fæðingar árið mitt en þá létust 1213 manns og gera það 25,2 á hverja 100þ íbúa smá munur þarna í gangi og ekki meira um það..

fór í tívolí áðan til að horfa á flugeldasýningu.. það eru kallar víðsvegar að úr heiminum að sýna hvað þeir kunna og ég var að reyna að smella eitthvað af myndum af... og hér er ein..



já og eitt enn.. þetta var sagt um mig í dag í stjörnuspánni í mogganum

Meyja: Flókið ástand verður bara enn flóknara ef meyjan þarf að útskýra það fyrir einhverjum. Á dögum sem þessum er best að láta kyrrt liggja og snúa sér að einhverju öðru. Sérhvert samtal á sér sitt fullkomna augnablik. Það er ekki núna.

afar sammála
hann Mummi klukkan 20:30

27.12.06

Back in the DDK

jæja þá er maður komin aftur heim til Danmerkur eftir frábæra ferð til ísalands.. þrátt fyrir mikið af óveðri þá var þetta bara gaman og bara æðislegt að fá að hitta svona marga meðan ég var á landinu og ég verð að segja við þá sem ég náði ekki að hitta að ég reyni betur næst en það er ekki allt hægt og ekki hægt að komast til allra, en ég byrjaði þessa ferð mína að vera hjá bræðrum mínum og fór svo á hótel með ást mey minni og varð nordica fyrir valinu svaka fínnt að gista þar og svo fór ég á hvolsarann til að hitta tengdó og annað fólk stoppaði nú ekki lengi en ég geri eftir vill betur næst og svo var það næst hótel mamma og alltaf gott að vera hjá mömmu og pabba, og ég fékk loks skötu aftur og hún var sko sterk held að ég muni ekki eftir henni svona sterkri en mig sveið í allan munninn af henni alveg súper skata með hömsum eins og lög gera ráð fyrir, svo var það aðfangadagur og hann var líka hjá mömmu og pabba og öllum mínum systkinum og börnum nínu sys, maturinn klikkaði ekki og svo var verið að taka upp gjafir til miðnættis... við erum ekkert að æsa okkur í þessu og þakka ég en og aftur fyrir allt sem ég fékk.. og svo var mamma með jólaboð á jóla dag og kom nú ekki minna en 51 í boðið þannig að maður fékk að hitta svakalega mikið af sínu fólki þessi jólinn

og svo var bara tíminn notaður sem best þar til ég lagði í hann aftur til Danmerkur en ég lenti í dk kl 12 í dag að staðar tíma og var nú duglegur og tók bara lestina heim þrátt fyrir að vera með 2 töskur þá gerir maður þetta nú bara eins og daninn og var komin inn heima rétt eftir 13 og beint í að taka upp úr töskunum og er bara búinn að koma mér aftur vel fyrir, nú er það bara áramótinn og svo byrja ég að vinna aftur 2 jan á nýju ári en ég átti að fara að vinna í dag samkvæmt því plani sem gert var þegar miðinn var keyptur til Íslands en fékk svo frí eftir allt saman líka á milli jóla og nýrs árs en það var bara of dýrt að vera að breyta honum þannig að ég verð þá bara að vera hérna einn smá og bíða eftir að Árný mín komi aftur en hún kemur þann 5 og þá verður sko aftur kátt í kotinu

ég set svo inn eitthvað af myndum þegar ég er í stuði

Segi bara Gleðileg jól Öllsömul og svo er ég að byrja að vinna í áramóta uppgjörinu mínu

já og eitt en... Árný ég elska þig...
hann Mummi klukkan 23:20

16.12.06

.goner

Elvis has left Denmark...

þá er maður alveg að koma til isl.. aðeins 6 tímar í það þegar þetta er skrifað og verð þar alla vega til 27 og hægt er að nálgast mig í gamla gsm númerið mitt 8 497 497

já stuð stuð stuð stuð stuð..


Hastalavista baby
hann Mummi klukkan 10:04

10.12.06

.smá pælingar og myndir

mikið er talað um það hér í borg að ekki sé allt með feldu hvað varðar veðurfar já eins og ég sagði við einn félag minn í vikuni... þessi vetur er búinn að vera eins og leiðinlegt danskt sumar og hann var sammála, en til að tala um það þá eru sum kaffihúsin búinn að setja aftur út borð á stéttina og farin að servera þar meina þegar það er 12 hiti að kvöldi til þá er nú ekki allt í lagi og desember ekki allt með öllum mjalla, það hefur að vísu ringt smá jæja slatta og svo sem ekki slæmt, frekar vil ég hafa rigningu en snjó.. danir kunna ekki að aka í snjó sama hvað bjátar á.

núna eru bara 5 dagar í að maður lendir á klakanum fyrir jólin verður svaka gaman að koma heim aftur.. þó svo maður sé nú orðin ógurlega danskur í sér þá er gaman að koma heim við og við.

já og svo í gær var inn árlegi julefrokost í póstinum, var hann haldin að þessu sinni á nýjum stað en í skemmu sem liggur bak við íslenskasendiráðið á Christjanshavn eða eins og það er sagt á móðurmálinu kristjánshöfn en það er ein af eyjunum sem eru í köben og var svaka stuð og góður matur og félagsskapur, var komin heim fyrir miðnótt enda stefnan að nota sunnudagin vel sem og var nú gert

við fórum í góðan labbi túr eða eins og 7 tíma og var nýja græjan með auðvitað og smellt helling og má finna það besta á canon mynda albúminu og læt ég eina koma með hér til að monta mig. veit ekki hvort að ég segi meir fyrr en á klakan er komið latter ppl..

hann Mummi klukkan 22:18

5.12.06

.senn koma jólin og hitt

já bara til að segja eitthvað þá á hvað ég að skrifa smá.. og já smá meira... sko hellingur komin núna...

og svo eina mynd úr nýjuvélini.. mar alveg að missa sig.. vantar bara smá betra veður til að leika sér en fann þetta laufblað á sunnudaginn er eins og varir... ferlega sneddy..

já og meðan ég man þá setti ég inn nýtt myndaalbúm og kalla það canon minnir mig.. en þar endin ég inn myndum sem ég er að smella af.. á græjuna nýju..
hann Mummi klukkan 00:55