Glöggt er gests augað

29.1.08

.jawwwwn

já.. þá er nú kall risin úr rekkju.. tók nú 2 vikur að vera nokkuð góður.. en það kom víst síðar í ljóst að ég fékk víst snertu af lúgnabólgu með og er en að jafna mig af henni..angarar mig bara þegar ég anda...

svo sem ekki mikið af mér að frétta annað en að ég er var alger www.facebook.com fíkill meðan ég var veikur...

nú lengir alltaf daginn meira og meira og er maður farinn að plana sumarfríið..og það lítur nú bara vel út.. svo sá ég eftirlýsingu hérna í dk um daginn en það var verið að lýsa eftir vetrinum hvort að einhver hefði séð hann en hann hefur ekki látið sjá sig hérna..en komið vel við í öllum nágrannalödnunum...

svo sá ég um daginn grein sem segir þú hefur búið of lengi í danmörku ef.. já og ættla ég að yfirsetja nokkur dæmi...

Þú getur oppnað bjórflösku með hverju sem er.

Þú finnur mun á Túborg og Carlsberg bjór.

Þú ert sáttur við að fara í röð til að fá miða til að bíða í röð.

Þú yfirgefur pöb ef þú finnur ekki sæti.

Þú átt það til að kveikja á kertum við öll tilefni þó svo það sé há sumar og bjart úti.

Þú býður gestunum þínum rjóma líkjör með kaffinu á MORGNANNA.

Þér fynnst það ekki skrítið lengur að fólk kemur ekki í heimsókn ef þú hefur ekki boðið því og þú gætir aldrei fundið á því að fara í heimsókn til fólks án þess að láta bjóða þér.

Þú ert orðin snillingur í hjólaviðgerðum.

Þér finnst það eðlilegt að það taki meira en 30 mín í strætó/hjóla/eða lest í vinnu eða skóla.

Þú hvartar yfir því að hafa bara 6 vikna sumarfrí frá vinnu á ári (á launum).

Þú ert hættur að taka eftir lyktini af kæsta ostinum inni í ískápnum.

Þú hefur alveg gefið það upp á bátinn að finna útvarpsstöð með góða tónlist.

Þér finnst þetta ekki lengur fynndið heldur sérð sanleikan í þessu sem kom hér á undan.


jæja er þetta ekki bara gott að sinni... lifið heil..
hann Mummi klukkan 21:17

16.1.08

.sick bastard

já kúturinn er búinn að vera með flensu undanfarna daga.. með helvítis hita og tilheyrandi skít, hata flensu hata hata hata hata..



en þessu hlítur að ljúka fyrr eða síða og það er á svona dögum sem maður væri til í að eiga fartölvu til að hafa hana hjá sér í rúmminu en samt er nú neitið orðið svoldið þreitt og svo eru ekki að koma neinir nýjir þættir frá usa eins og ég hef áður nefnt allt í verkfalli. en var nú samt að horfa á tvær ævintýra myndir í dag önnur var Startdust og var hún voða sæt og fékk maður að sjá robert denero í já frekar jolly hlutverki sko mæli með henni enda hluti hennar tekin á íslandi og svo horfði ég á The golden compas já veit voða ævintýramyndir þarna á ferð en þessi var ok ekki neitt voða spes og er ég sáttur að hafa ekki keypt mig inn á hana í bíó og það sem bíður eftir að verða horft á er The invasion sem er endurgerð og príðir Nicole kiddman og er mér sagt að hún sé bístna góð og svo var ég að sækja líka nýju National Tresure sjáum til með hana.

já humbuk...
hann Mummi klukkan 20:38

10.1.08

.fyrsta færsla í nýju ári

já... er ekki komin tími á að tikka smá á tölvuna og koma með einhverja úber svala frasa svona í nýju ári. og á væri við eigandi að segja.. "eigum við að ræða það eitthvað"
ég held að Nætuvaktinn sé ein mesta snilld sem komið hefur út í langan tíma.. alltaf sendur nú heilsubælið og fastirliðir eins og venjulega vel í sessi enda hrein klassík þar á ferð, segir líka eitthvað um aldurinn á undirrituðum að muna eftir svona vitleysu, já.. sjónvarps árið byrjar afar rólega enda allt í verkföllum vestan heiða og á meðan koma ekki nýjir þættir sem er jú gott næ þá að horfa á álla þættina sem ég var búinn að sækja fyrir en ekki gefist tími til að horfa á enda voru mjög stífar æfingar á síðasta ári enda ól á árinu en ég og davíð erum sannfærðir um að verða sendir út í ól sveit íslands í glasalyftingum alla miðað við okkar kunnáttu og æfingu, fórum meirasegja í erlendis í æfingabúðir og alles eigum von á svari frá ísl ól nefndini von bráðar og erum að tryggja okkur fjár styrk og æfingar aðstöðu hjá Carlsberg allt að gerast.

já og til að koma sér í rétta andan þá var nú tekin létt (ekki svo) æfging eftir vinnu í gær og farið í fyraftens öl á Sommerstellet ( Kaffi sommersted á sönderboulivard) og tekið fast á því og spilaður danskur bar pool kom kappin heim að verða 6 í morgun og var þá að byrja á að fara í sturtu til að losa sig við sígarettu ilminn, ha er bannað að reykja í dk humm alveg farið framm hjá sumum. og ekki laust við að timmburmenn hafi nú hamrað á kappanum eilítið framm eftir degi en gaman var um kvöldið.. gaman já...

já og svo er það helsta sem fyrir stafni er bara vinni og mikið af henni.. kall duglegur að taka aukavinnu enda lítið við heima að hanga svona einn...

jæja best að segja þetta fínnt þarf að fara og fylla á hvítvíns glasið mitt... ég meina maður fær sér nú ekki pasta án þess að fá sér hvítvín men.. meina sko.. dööö...
hann Mummi klukkan 23:27