Glöggt er gests augað

30.11.04

.stöðuhækkun #2

Já ekki tók það langan tíma að vinna sér inn aðra stöðuhækkun en núna var verið að bjóða mér að fá stöðu sem heitir Koordinator og felur það í sér að segja örðum hvað þeir eiga að gera og finna til póst og að passa ýmsa hluti.. man ekki alveg starfslýsinguna eins og er en þegar ég fæ hana í hendur þá skal ég koma henni hérna fyrir... alltaf er mar að vinna sig upp... sjáum til hvað ég verð lengi að ná í næstu... veit ekki hvað þetta mun hafa í för með sér í budduna það átti eftir að finna það til en mar vonar það besta nema hvað...

svo er gleði framundan næstu viku en þá verðum við með gesti alla leið frá eyjum... og mikið húlumhæ planlagt.. gaman af því.. gaman af því...
hann Mummi klukkan 01:52

26.11.04

.það er sprengja...

Var að koma heim áðan úr vinnu og stig úr lestini en þá sé ég hvar lögregglan kemur aðvífandi og segir öllum að yfirgefa brautarpallin þá sé ég að þeir standa yfir lítilli kvenmanns tösku sem skilin hefur veirið eftir eða gleymst.. og sprengu sveit lögregglunar var að koma með róbottin sinn til að taka þessa tösku... hún verður væntanlega tekin upp með homum og færð á brautar endann og þar skotin með hagglabyssu til að fara að öllu með gát...og allt er þetta afleiðingar af 11 sept.. ég meina.. þó mar vilji fljúga á hús.. þarf nú ekki að vera með allt þetta vesen...enda orðin gömul hús líka...

en já svona er þetta.. það er líka búið að koma fyrir póstin að póstburðar maður gleymdi tösku og þá var kölluð til sprengjusveitinn til að eiða henni...og ekki bara einu sinni heldur 2 takk fyrir amen...

hann Mummi klukkan 01:05

19.11.04

.hálka

Það kom að því að hún kæmi nú hjá okkur líka eins og frostbúum á íslandi en þegar ég var að koma heim í gær þá mátti sjá saltara keyra um til að minka hálku á götum kaupmannahafnar og svo á stórugatnamótunum okkrar þá var búið að klessa smá svona aðeins. núna er -0°c sem er nú ekki svo slæmt en málið er að þar sem rakastigið er mikið meira hérna en heima þá mun þetta vera svipað og -5°c heima á frónni.

En nálgast jólin og ættlum við að fara og skoða hvursu jólalegt orðið er í kóngsinsköben.

Óver and át
hann Mummi klukkan 13:52

17.11.04

.stöðuhækkun #1

Jæja það hlaut að koma að því að mar fengi sína fyrstu stöðu hækkun en hana fékk ég í gær tók mig innan við mánuð að ná þessu. Og er núna búið að láta mig í þjálfun í annari deild er kallast Frankering og á ég vað vera jafn vígur þar og svo á að fara þjálfa mig í meiru eftir það. Veit ekki en hvort að umslagið mitt mun finna fyrir þessu strax en mér var sagt að þett ætti að hafa einhverja hækkun í för með sér. En núna er ég sem sagt komin líka inn á Fyrirtækjapósthúsið hérna í köben alla vega á KHC. nú fer maður að telja bara í næstu stöðuhækkun.....
hann Mummi klukkan 14:44

13.11.04

.vúdú

já ég hef talað um konu í vinnuni sem við köllum tegdamömmu dauðans... og að ég væri að reyna að koma henni fyrir kattanef... málið er að ég fann þennan fína vúdú prest til að aðstoða mig... og það viriðst ættla að virka.. en hún hefur nú verið frá vinnu í 3 daga... þannig að allt þetta erfiði við að finna slögnu egg, geitarblóð og annað í seiðin er nú heldur farið að borga sig... við sjáum hvort að þessi álög muni virka lengi... vonum það besta... hehe...
hann Mummi klukkan 20:11

12.11.04

.nýr vefskoðari

Jæja það kom að því að Míkró$oft fengi almennilega samkepni eftir að þeir voru nú búnir að gera út af við Netscape sem var mjög góður vef skoðari og ég notaði mikið.. en svo fór hann mikið á mis og allt í kúk hjá þeim og Míkró$oft náði þvi að verða alsráðandi á markaðnum en núna er komin einn sem hefur þegar náð 25% af markaðunum og vex á hverjum degi en hann heitir Firefox Get Firefox!
og með að smella á þessa mynd þá er hægt að ná í hann. einn af stóru kostum við hann er að maður getur náð í viðbætur í hann og ein af þeim er til að bloka allar auglysingar á þeim síðum sem maður er að skoða og er alger snilld er ég búinn að vera að nota hann núna í nokkra daga og er alveg kolfallin fyrir honum og einnig þá kemur nánast ekkert Njóstna dót (spy ware) inn í tölvuna þegar maður notar þennan vefskoðara. og nú er ekket annað að gera en að ná i hann...
Og endilega setið inn á commentið ef þið gerið það.. og segið mér hvernig ykkur fynnst..
hann Mummi klukkan 01:05

9.11.04

.J Dagurinn hvernig fór

Já ég var víst ekki búinn að segja frá því hvernig J.dagurinn fór... en J dagurinn er sá dagur þegar Jólabjórinn frá Tuborg kemur og er mikilhátíð í bæ. En við ákváðum að skella okkur og skoða gleðina og höfðum tengdapabba með í för. Byrjuðum við að fara á Stubben sem er bara steinsnar frá ookur en þar kom svo skömmusíðar jólalestin með bjórinn og var öllum gefið fullt af bjór til að smakka á og var hann svaka góður nema hvað einnig voru þeir að kynna nýjan jólabjór til sögunar eða Dagatals bjór og var hann líka svaka góður. Eftir að hafa stoppað þarna þá skelltum við okkur á næsta hverfisbar til að skoða hann en hann heitir Ellebo (mannst eftir honum er þaggi Dabbi) og var þar skálað meira. Og eftir stutt stopp þar þá var drifið sig niður í bæ og fórum við þar á stað sem heitir Dropinn og var hann vel stappaður en vinarlegur staður og fengum við okkur líka í tánna þar og töluðum við lókalin. En á endanum áhváðum við að fara drífa sig heim ekki var nú auðvelt að finna leigubíl og vorum við komin á Istergade þegar við fengum bíl og ekki bara bíl heldur sennilega eina íslenska leigubílstjóran í köben Jónas að nafni... og þannig endaði það kvöld og langar mig að þakka Tengdó fyrir kvöldið en hann sá fyrir drykjum handa okkur og var duglegur við það...

og svo bara óska ég öllum Glædilig Jul og got Tub'år
hann Mummi klukkan 14:45

.112

Jæja þá hef ég fengið að hringja í 112 í fyrstaskiptið... var að koma heim í gær og rétt fyrir utan lestarstöðina mína þá var búið að banka ein heimilislausan í höfuðið með kylfu og vantaði hann aðstoð. Kallaði ég á sjúkrabíl og lögguna til að aðstoða mannina og hjúkraði ég honum þar til þeir komu... vantar ekki hlutina sem maður er að upplifa hérna....
hann Mummi klukkan 14:37

4.11.04

. J dagurinn

Já á morgun er J dagurinn en þá kemur jóla Tuborgin og er þá mikið húlum hæ í danaveldi og allir pöbbar.. alla vega þeir sem pöbbar sem eru inni á listanum um þá sem fyrstir fá bjórinn og er honum ekið út um kvöldið og segja danir þá að jólin séu formlega á leiðinni sjá má meira um þetta hérna á vef svæði Tuborg mikið stuð á morgun sem sagt...
og eins og þeir segja: "Glædilig Jul og godt Tub'år..."
hann Mummi klukkan 13:48

.furðulegur póstur

Það hafa verið að detta inn hjá mér furðulegur póstur í vinnuni...
Það voru tildæmis bréf að koma frá Zimbabe eitthvað alla vega frá afríku.
og þau voru póstlög í danmörku fyrir meira en ári síðan og voru núna fyrst að skyla sér til bara með ýmsum ástæðum s.s. fannst ekki, ekki til þetta heimilisfang og meira.. en svo mátti sjá að þessi póstur var búinn að velkjast mikið um.

og svo kom tímarit sem var verið að endursenda og á því stóð að viðtakandi væri látin og það fyrir nokkur síðan. En pósturinn er með svona bleika límiða og þar er hægt að haka í viðeigandi á stæður fyrir því að pósturinn er endur sendur og hafði pósburðarmaðurinn sett "fluttur" sem ástæðu... sem er vissulega rétt... okkur fannst þetta alla vega haugfyndið..

já og af konuni sem pirrar alla hefur fengið nafnið tengdamaman frá helvíti og hún vinnur við það hörðum höndum að pirra á fullu.. og ég er í ströngum viðræðum við kött til að taka á þessu máli fyrir mig...

hann Mummi klukkan 13:39

2.11.04

.afhverju

já afhverju þar alltaf að vera eins svona kona þar sem maður er að vinna sem vill ráða öllu og er sífelt að skipta sér af öllu... og heldur að allir í kringum hana kunni ekki neit þó svo þeir hafi veirð að vinna þarna janf lengi og hún.. og svo hefur þessi kona verið að voga sér að skipta sér af fólki sem er ekki að vinna akkúrat þegar hún er eitthvað að horfa á það... þegar hún er sjálf labbandi út um allt að spjalla og bögga fólk allan daginn þegar hún á að vera að vinna sömu vinnu og aðrir.. en svo kann að útskýra þessa hugsun hennar að hún á dóttir sem er að vinna þarna og það vantar all nokkrar samlokur í útileiguna hennar..

og við það verðum við öll hálfvitar..

en að öðru leiti er þetta svaka gaman...þarf bara að koma þessari fyrir kattanef og þá lagast þetta

swell ... later fólks...
hann Mummi klukkan 14:59