Glöggt er gests augað

27.10.04

.óorgínal og svo algerlega Orgínal

Já mig langar að segja frá því að Skjár einn á ekki hugmyndina af Bingóinu sínu.. ég bíst við að þeir hafi fengið hana "lánaða" hugmyndina frá danskri stöð sem kallast TVZulu og er líka með svona bingó.. og hefur verið með um nokkurt skeið. bara að koma þessu að..

og fyrst ég er farinn að tala um TVZULU þá eru þeir með helvíti fyndna auglýsingar um stöðina... og þar er tildæmist farið með lítið ferðasjónvarp á stöng og láta þeir sjónvarpið hanga fyrir framan krókódíl og á skjánum er zulu merkið og svo kemur á eftir... TV ZULU prófuð á dýrum... all nokkrar í þessari seríu.. ferlega skondnar aulýsingar...
hann Mummi klukkan 03:24

25.10.04

.haustið

já það mætti segja að haustið sé komið hérna hjá okkur... laufið fjúkandi út um allt og manni bregður stundum vegna þess að maður heldur að það sé að snjóa en þá er það bara lauf sem fýkur fyrir utan gluggan hjá okkur. En er þó langtí land með að trén verði ber og myndi ég nú gefa þessu alveg 3 vikur en. En núna næsta sunnudag þá er munum við skrúa klukkuna aftur um einn tíma og verðum við þá bara eins tíma munur á danmörku og íslandi en sami tími á íslandi og bretlandi.

Mig langar líka að segja frá einu sem kom fyrir okkur hérna þegar mamma var í heimsókn og við vorum að keyra til baka frá þýskalandi að þá skynndilega á hraðbrautinni snarhægðist á umferðini.. og bíllin sem var fyrir framan mig skellti á harsardljósunum til að vara mig við því enda var ég að koma þarna á 130km og ekki veitti af viðvörun en þetta er víst það sem fólk gerir hérna tekur tillit til annara í umferðinni og auðvitað gerði ég sklíkt hið sama og varaði þá við sem voru fyrir aftan mig en það hafði bíll ekið útaf svolítið framar.

annað er það nú ekki heillin mín..
hann Mummi klukkan 13:09

23.10.04

.dagur þrjú

jæja þá eru þessi námskeið búinn og ég fór loks að vinna við póstin sjálfan..

Svo sem ekki mikið af því að sega annað en að sú deild sem ég mun byrja í er flokkun á stórum bréfum sem vélarnar ráða ekki við. upprunalega átti þessi deild ekki að vera til eftir að vélarnar voru keiptar en svo kom það á daginn að þær voru ekki að ráða við þetta allt saman og í dag er þetta að verða fjölmennasta deildin í húsinu og kallast hún ECC (man ekki hvað skamstöfunin stendur fyrir) og svo verðum við þjálfuð í Videó kóðun og eftir það á ég að fara um flakk í húsinu. þannig að það verður nóg að gera... ennig er gaman af því að segja að hér eru færibönd mikið notuð og ekki verið að burðast með póstin út um allt.. eins og annras staðar sem ég þekki til

ég læt svo meira koma þegar hlutirnir þróast...
hann Mummi klukkan 17:53

20.10.04

.dagur tvö

jæja... eins og sjá má neðar þá skráði ég dag eitt í póstinum í danmörku hérna... og ættla ég að skrá dag 2 líka... en þetta byrjar allt á námskeiðum fyrstu 2 dagana...

jæja þá.. Dagur 2
Dagurinn byrjaði eins við mættum kl 14 í fundarsalin okkar og þá var farið yfir frítökurétt og hlut sem heitir 16-4 en við það að vinna á þessum tíma safnar maður inn 3 klukku tímum á viku í launað auka frí fyrir utan þessa venjulegu 2,5 á mán sem safnast..og það var talað um yfirvinnu og svo meiri papírs dót.

1545 kom gæðaeftirlitið og var með góða tölu um gæðin í póstinum og hann var að tala um hvernig þeir mæla gæðin.. og hann talaði um hvað það er mikið mál að við förum vel að vélbúnaðinum í póstmiðstöðinni.. málið er að það er allt keyrt á max í miðstöðinni.. eitt skipti bilaði ein vél og þá varð sólahrings seinkun á 100.000 bréfum.

1630 þá kom maður að tala um réttar vinnu aðferðir og vinnu öryggi (vinnueftirlitið) og verið að segja okkur hvað er bannað t.d. er alveg stranglega bannað að taka 2 búr í einni ferð alltaf að setja bremsuna á þegar við skiljum við búrið, og taka þau búr sem eru biluð og láta þau í viðgerð þannigað þau séu ekki í umferð. og hann fór yfir allt varðandi okkar vinnu umhverfi og hvernig við eigum að haga okkur í því

1800 fengum við matarhlé

1830 þá kom maður og talaði um póst öryggi.. þá á ég við þjófnað og brunavarnir og hriðjuverka árásir. Og hann sagði okkur að það er alveg rosa bannað að stela bréfum og öðru úr póstinum... ef maður gerir það þá næst maður alltaf og það er engin miskun.. allir sem nást yfir að stela þar fara í jailið.. og fá minnst 3 mánuði í fangelsi og allt að 3 ár takk fyrir... og það hafa yfir 30 manns farið í fangelsi undan farinn 10 ár...

2000 þá kom til okkar framleiðslustjórinn og hann var að fara yfir hluti sem koma beint að framleiðsluni og hvað það er mikil vægt að við vinnum vinnuna okkar vel og pössum að gera ekki mistök
og var hann bara að í klukkutíma og fórum við þá heim...

jæja svona var alla vega fyrstu 2 dagar mínir í póstinum... og fer ég núna á eftir að vinna aftur og fæ þá að koma við póst loksins... ég segi ykkur kannsi eitthvað af honum líka...

bless að sinni.
hann Mummi klukkan 14:41

19.10.04

.dagur eitt

Eins og flestir mínir tryggu lesendur vita þá er ég byrjaður að vinna hjá póstinum í danmörku og er minn vinnu staður kallaður KHC.
Og langar mig að fara stutlega yfir það sem gerðist í gær.. málið er að fyrstu 2 dagar mínir munu bara vera á skólabekk að læra haug af hlutum.

En þannig var fyrsit dagurinn allt tént.....

mætti tímanlega en við áttum að byrja klukkan 14
en þar sem starfsmanna inngangurinn er þar sem öryggis verðir eru með aðstöðu og þar var byrjað að taka mynd af mannskapnum fyrir starfsmanna skirteinið og aðgangskortið.
þaðan var svo farið með okkur í fundarsalin sem verður heimili okkar næstu 2 daga.
Inni í salnum var búið að raða borðum í u og merkja okkur öllum stól með nafni og þar lá einnig stór og mikil mappa með haug af papírum í og bæklingum.

þá var farið stutlega yfir dagskránna næstu 2 daga.
Næst var farið yfir hin ýmsu papírs mál sem við þurfum að ganga frá. s.s
Talað um aðgangskortin, ráðningarsamninga, þagnareiðin, laun, eftirlaun, veikindi, reynslutíma og svo þurftum við að skrifa undir hitt og þetta og láta þau fá meira af gögum um okkur sjálf eins og fæðingar vottorð eða sambærilega hluti, skila sakavortorði ef menn voru ekki búnir að því.
og svo talaði hann líka heilan helling..

kl 17 var matur og bauð pósturinn okkur að borða svona fyrsta daginn okkar og var það smörrebröd.. rosa danskt og þræl gott..

1730 var farið í túr um húsið og farið með okkur þá leiðina sem pósturinn kemur inn þar til hann fer út aftur. ekki náðist að fara yfir allt þar sem tímin var ekki alveg nægur.. einnig var farið með okkur að skoða líkamsræktar aðstöðuna sem er fyrir húsið en hún er svaka stór og full af tækjum og kostar mánaðar gjaldið að vera í heilsuræktinni 65 dkk á mánuði einnig eru þar sólarlampar og margt fleira, einnig er tölvu kaffi hús hjá þeim fyrir starfsmenn ef þeir vilja komast í tölvur og á netið.
Einnig skoðuðum við hvar maður fær einkennis föt en þar er herbergi þar sem maður sjálfur getur farið og mátað það sem er í boði. skrifar það svo á blað og 2 dögum seinna er það komið í grind þar. ekkert vesen og ekki að giska á hvað maður þarf stór föt.

1900 fórum við aftur í fundar salin okkar en þar beið okkar aðstoðarforsjórinn,
talaði hann um þeirra hlið að þessu og sagði okkur afhverju þeir vilja hafa svona námskeið og sagði okkur nokkrar tölur um póstin..
sem dæmi. Tölvudeildin í póstinum hefur 400 starfsmenn, 97% af öllum pósti kemst til skila daginn eftir (sem er með því allara besta í heiminum), danski pósturinn meðhöndlar um 4,6 miljón bréf á dag og þarf af 3 miljón bara í þessu húsi sem ég verð að vinna í, þeir dreifa um 2,7 miljónum eintaka af nafnlausum sendingum (ruslpósti) og um miljón blöðum s.s dagblöðum og tímartium og eru þessar tölur það sem gerist á hverjum degi hjá póstinum.
hann sagði okkur líka frá nýrri þjónustu þar sem þeir sjá um allan póst fyrir fyrirtækin það er að flokka allan póstin fyrir deildirnar í fyrirtækjunum og líka voru þeir að opna póst og skanna hann allan inn og gera rafrænan.
Það eru að vinna 29 þjóðarbrot í þessu húsi sem ég verð að vinna í sem hann segir að er gott þar sem oft koma bréf frá útlöndum sem enginn getur lesið á en það er alltaf hægt að finna ein af þessum þjóðarbrotum sem getur lesið á það.

1930 þá var komið að verkalíðsfélaginu að tala við okkur.. þeir fóru fyrir samninga og öll okkar réttindi einnig vorum við látin sækja um í A-kassa (atvinnutryggingu og atvinnuleysissjóður) og fóru þeir yfir hlutina afar vel. mætti gerast heima líka.
en þegar þeir voru búnir þá var klukkan 2130 og komin tími á að hætta og fara heim.

ég læt svo seinni daginn koma þegar hann er afstaðinn..

kv Mummi Postmedarbjeder
hann Mummi klukkan 11:25

.Sól

Jæja þá erum víð víst ein í koti voru...
Mamma og Baldur fór heim í gær... eftir að hafa fengið skjótan og góðan túr um Danaveldi já og smá af Þýskalandi með.. en það sem var samt að hamla okkur hvað mest var að það ringdi ógurlega mest allan tíma sem þau voru hjá okkur... en viti men... núna er glampandi sól auðvitað.. og hiti um þetta 12 gráður annað en vetrarhörkurnar heima... maður er nú frekar sáttur við að sleppa við það eins og er...

þannig er nú það...
hann Mummi klukkan 11:21

14.10.04

.fóbó

jæja... þá held ég að við ættum að leggja niður fótbolta á íslandi... svo að heimurinn hætti að hlæja að okkur... alger skömm.... ísland 1 svíþjóð 4...
erum við aumingjar eða hvað...

ég var líka verið að sparka... og fór sá leikur 1-1 Danmörk í vil. hehehe..
verið var að spila á móti Tyrklandi...


en að enn örðu og mikið skemmtilegri hlutum.... Mamma og Baldi bró koma á morgun (fimmdag) og þá verður kátt í höllinni... Magga búinn að gera allt hreint áður en hún tekur á móti mömmu og var að baka í kvöld sagði hún mér...

hastala vista krakkar...
hann Mummi klukkan 01:19

9.10.04

.rússíbani

Já það mætti segja að tivoli sé ekki farið í vetrar frí.. nema að þeir sem þar voru að vinna í sumar hafi farið að vinna við að keyra strædó... en við vorum að koma heim í gærkveldi eftir menningar nóttina í köben og guð minn góður... því lík ferð... vorum reyndar viss um að þetta væri síðasta ferðinn hanns þetta kvöldið og hann langaði að komast heim.. en mæn gott... við stukkum yfir 2 hraðahindranir... þar sem hann hægði ekki á sér.. og svo voru tekknar handbermsu beigjur... og ekið eins og fjandin sjálfur væri á hælum hanns... fólk var farið að ríghalda sér í vagninum.. og þega það var að yfirgefa hann þá hljóp það út.. til að ná að komast út áður en hann færi aftur af stað... þetta var svakalega fyndin fer...og kostar ekki eins mikið og í stóra rússíbanan í tivolí...

og allt um þessa vagna má lesa hér á þessum hlekk HUR

swell ekki meira um það...
hann Mummi klukkan 19:08

7.10.04

.what country are you



You're Texas!

You aren't really much of your own person, but everyone around
you wishes you'd go away, so you might as well be independent. You're
sort of loud-mouthed and abrasive, but you do have a fair amount of power. You
like big trucks, big cattle, and big oil rigs. And sometimes you really
smell. But it's not all bad, you're big enough to have some soft spots
somewhere in all that redneck madness.
Take the Country
Quiz
at the Blue Pyramid

hann Mummi klukkan 23:51

.obinberun

já ég er Hommi....eða ekki...eða bara veit ekki hvað ég er... en er samt perri...

að öðru...

Ég er búinn að fá bréf frá póstinum þessum danska já...

og segir þar...

Hej Gudmundur.
Efter at du har været til samtale vedgørende ledige stillinger i Københavns Postcenter er det mig en glæde at ønske dig tillykke med dit nye job......

já minn fékk bara vinnuna...og byrja þar þann 18 okt....

og ekki bara það... þá fékk ég sent með vaktarplanið mitt þannig að ég get strax séð hvernig ég verð að vinna...og svo til að toppa allt þá fékk ég margmiðlunar disk... sem er fullur af upplýsingum um póstin... og meðal annars er myndband með forstjóranum þar sem hann bíður mig velkomin í hópin.. og svo fullt af öðrum myndböndum um póstinn og allt það sem ég er að fara að gera...

þannig að minn ryksugu tími er senn á enda... lét vita í dag... um að ég væri að hætta... og var nú verkstjórnn ekki alveg sáttur... enda harðduglegur strarfskraftur að fara frá honum... (smá egó)

þá er mar bara komin í posten... og mar bara ligeglad...

venlig hilsen alle samen
hann Mummi klukkan 02:05

3.10.04

.loppemarked

Daginn alle samen... við skelltum okkur í dag á einn rosalegan flóamarkað eða eins og við myndum segja flóamakrað dauðans... það voru 500 sölubásar og þar mátti finna dót úr geymslum dana.. vörur af hinum ýmsu lagerum... eftirlíkingar af ilmvötnum... allskonar stríðshnífa sveðjur og þessháttar... gamla júniforma úr 2 heimstyrjöld... og medalíur s.s. frá þýskahernum þessi sí vinsæli hakakros og járnkorssin... allt fyrir föndraran... þá meina ég allt... og gott betur... þar voru sölubásar með mat... svona skyndibita... bjór básar... og margt margt fleyra.... þetta hús sem hýsti þetta er littlu stærra en egillshöll og eru væntanlegir flóamarkaðir núna næstu helgar... já og líka þegar mamma og baldi bró verða hérna... næstu 2 verða í Forum sem er risa tónleika höll og svo þar á eftir í Bella Center sem er gígantískt hús sem heldur utan um söluráðstefnur og þessháttar... og er tugir þúsunda fermetra stórt... verður gaman að skoða það...

well inte mer for nu...
hann Mummi klukkan 20:04

2.10.04

.tré..kurteisi...dónaskapur...

já Tré..það er svolítið gaman að sjá... næg flóran hér... en það sem mig langaði að tala um er að þegar ég er að hjóla í vinnuna þá eru öll tré að bera á vöxt og eitt og annað... maður er að hjóla yfir eppli.. allskonar ber og og hnetur... heill haugur af hnetum... já og svo sítrónur.. og þetta er bara á leiðinni í vinnuna... já og ekki má gleyma plómunum... og all er þetta að vaxandi yfir garðin hjá fólki og í almenningsgörðunum hérna ferlega gaman af þessu...

og svo er það annað... kurteisi dana er svo ómótanlega mikil að maður er ekki vanur þessu... maður kemur í vinnuna... og menn óska manni góðrar vinnugleði... ha go arbæjdslyst... eða maður er að klára að verlsa í búð.. og þá fær maður kveðjuna "haltu áfram að eiga góðan dag" eða "Forset at ha en go dag" veit ekki hvort þetta sé rétt skrifað... og maður er ekki að angra fólk við að koma inni búð hjá þeim... hjálpsemin er svo til fyrirmindar... maður hefur ekki vanist öðru eins...

og núna er líka hin árlega kynlífssýning í gangi í KB höllinni... spurning að koma aðeins við þar...

hummmja.....
hann Mummi klukkan 13:00