Glöggt er gests augað

31.8.08

.langurlaugardagur

já það má með sanni segja að laugardagurinn hafi verið langur.

málið er að ég fór að vinna við tónleikagæslu já eða nærri lagi öryggisgæslu en ég og Kevin félagi fáum alltaf það verkefni að passa búningaherbergi tólistarmanna og passa tónlistar mennina sjálfa og núna var enging munur á, en í þettað skiptið var það sjálft goðið George Michael sem var að spila í parken og var kall prúður við marga og tók í hendína á kalli...
en já dagurinn langur byrjaði að vinna kl 08 og var til 01 og stóð allan tíman.. en tónleikarnir góðir og já maður fékk víst að taka í hendina á fleyra af fyrirfólki en Jóakim prins og frú (Marie) voru að sniglast í kringum goðið líka og dugleg að rétta út hendur líka.. bara góður dagur í alla kanta...

já og en og aftur svakalega góðir tónleikar.. hjá kallinum....
hann Mummi klukkan 17:41

26.8.08

. eftir námskeið

já það væri nú máski í lagi að fara hratt yfir hvað framm fór á námskeiðinu mínu...

en ég skelti mér af stað daginn fyrir námskeið þar sem ferðatími þanngað er nærri 2 tímar þá nennti ég ekki að vera vakna fyrir allar aldir til að ná þanngað.. og þá gafst mér líka tækifæri á að leika smá túrista og skoða mig um.

En staðurinn er Karrebæksminde og er skammt fyrir neðan Næstved á sjálandi ferlega huggulegur ferðamanna bær.. giska ég á svona 1500 manna bær eða svo.. og fór þetta kveld nú bara rólega framm

en svo vakna ég í morgunmat.. sem er veeeeeel úti látin og af nógu að taka og já síðan er morgunsöngur, ég hef nú ekki upplifað morgunsöng síðan ég var í barnaskóla í færeyjum... en þetta er víst siður hér og er en við líðið í skólum um dk, en þessi söngvar voru baráttu söngvar verkalíðsins en það er búið að gefa út stórar söngbækur með lögum.. og já ég verð nú bara að segja að þetta var nú bara gaman og svo endar morgunsöngurinn á að píanistin er með smá tónleika.. fátt betra en að hlusta á lifandi tónlist svona í morgunsárið til að koma manni af stað...

en svo er bara námskeiðast alla daga og framm eftir kvöldum.. já og svo kemur jú sosalesamvær eða þar sem við vorum að spjalla á kveldin og fá okkur bjór og annað sterkara... en þó alltaf í rúmmið snemma eða svona kl 1... og fór vikan bara hratt yfir og lærði maður heilan haug og kynntist fólki víðsvegar af landinu... og var meðal annars talað um ertu að vinna við það sem þú ert menntaður.. og í mínum hóp segir þá einn.. nei... mér er ekki fært að skjóta fólk hérna í dk en er hann þjálfaður í sérsveitum danska hersins og fer þó annað slagið í úthald til að skjóta fólk og er víst að fara til Afganistan núna í sept... stuð hjá honum...



og svo eru nú bara 2 vikur í næsta námskeið og stendur það í 2 vikur en það er trúnaðarmanna námskeið og er það fyrri hluti.. svo aftur 2 vikur í október... stuð stuð...
hann Mummi klukkan 11:15

11.8.08

.nyheder

já komin smá tími á smá fréttir...

þá fer senn fyrsta lota af námskeiðum að hefjast en á sunnudaginn þá fer ég á Fysiske og psykiske arbjedsmiljø sem leggst út á hið andlega og líkamslega vinnuumkverfi og standa mun í viku tíma og fer fram á Kærrebæksminde og finna má á Lollandi og er um að ræða gistingu... þannig að þetta ætti nú að vera spennandi.. og svo er það vinna í 2 vikur og svo aftur námskeið.. og þá í 2 vikur og svo meira eftir það og aftur 2 vikur... og er það trúnaðarmannanámskeið og ætti nú að vera ekki minna spennandi og nú þekki ég nú vel verkalíðs hugsunina hér þannig að ég sé framm á mikkla þynnku á næstuni... þar sem 2 verkalíðs menn koma sama þá er drukkin bjór.. og mikið af honum..

ég læt nú detta inn línur og svo ætti ég nú að taka eitthvað af myndum á þessari námskeiðs törn þannig að mínir kæru lesendur ættu nú að fá yfirlit yfri þessar helfarir mínar...

já.. já já... og svo er nú enski að fara byrja aftur... spennandi...

já og svo var ég að finna fullan kassa með fiðrildum...og ég borðaði þau öll sömul.. gaman af því...

nánari fréttir síðar....

kærlig hislen fra Danmark...
hann Mummi klukkan 22:41

1.8.08

.alveg að verða búið

já.. það er sko með sanni sagt að það sé að verða búið.. fríið þar að segja

örnin flogin á ný til síns heima og ég heinn í kotinu eftir góða heimsókn frá brósa

það var drukkin bjór, hjólað, hjólað og drukkin bjór, hjólað með bjór á böglaberanum, og svo mætti nú lengi telja en við hjóluðum að mér reiknast um 400 km á meðan hann var hérna enda er brósi núna komin í súper form nema hvað....

já og svo endum við síðustu nóttina í skýrslutöku hjá lögguni þar sem við vorum vittni af atviki beint fyrir framan bekkin okkar góða hérna fyrir utan hjá mér

í stórum dráttum þá líktist þetta myndbandi úr Cops þar sem gaur bara á stutbuxum var með hávaða og að ógna kærustu sinni með exi úti á götu og svo öðrum saklausum borgurum sem voru svo óheppnir að koma hjólandi að en allt fór þetta nú vel.

og svo ættla ég mér að fara í smá ferðalag svona þar sem ég er nú í fríi og hendast upp í lest kl 8 í fyrramálið og drepa niður fæti á jótlandi framm að sunnudegi eða svo..

hej så lenge
hann Mummi klukkan 01:38