Glöggt er gests augað

29.9.07

.pöbba rölt

já það var farið á smá pöbba rölt í gær, en áður en það var gert þá skelltum ég og dabbin okkur á Mýrina í palads, og ég verð nú að segja að þetta er með betri íslenskum myndum sem ég hef séð og afar gaman af henni og skemmdi nú ekki að sjá bjart bróðir í myndinni.

eftir það þá hittum við hrefnu vinkonu dabbans og fórum sem leið lá í kfc til að fylla smá á kútinn áður en öl æðið kæmi yfir mann.

efti pit stoppið þá fórum við niður á Drop inn til að hitta þar káta landa hann árna og andra, mætti kalla þetta póst djamm en allir sem sama voru komnir hafa unnið einhvertíman í póstinum eða tengjast honum á einn eða annan hátt og til að toppa þetta þá komst ég að því að árni er besti vinur ingaþórs frænda, lítill heimur lítill heimur segi ég nú bara.

en á Drop inn var að spila band er kallar sig Instant Coma og voru svona kover rokk band, og allir að þeirra meiningu megggggggga kúl gaurar, þó var samt eftir tekktaverðast að gítarleikarinn var allger snilli á gítarinn og gaman að horfa á hann spila, staðurinn fínn svo sem en það er reykt þarna inni og bjórinn á 35 kall fyrir 40cc.

eftir þennan stað þá var nú bara rölt upp eftir borginni til að finna annan stað, man nú ekki nafnið á honum en hann var staðsettur í kellara og voða kósi fundum okkur þetta fína herbergi til að sitja í og þar var 50cc á 45 kall, þarf að nótera nöfnin niður líka..

en staðurinn lokaði því miður full snemma þannig að við héldum ferð okkar áfram og nú lentum við á kolatorginu við hlið jensens böffhús en þar er skemmtistaður sem við ákváðum aðeins að máta líka hann en og aftur þá vantar nafnið en það verður fiskað 50cc á 45 kall. og svo var líka foosball borð, mætti þrífa hann betur

en þá ákvað ég nú að koma mér heim og sofa enda klukkan orðin 5 að morgni.

vakna ég svo ekki þetta líka voða hress og á hvað að fara í könnunarleiðangur um hoodið og skoða sig um og fór sá leiðangur vel ég alla vega datt inn í herrafata búð og keypti mér 2 jakka og skyrtur, afar sáttur við kaupinn.

já þannig var það nú bara.. og hvað á svo að gera í kveld.. kemur í ljós.. sennilega farið og mátaðir fleiri pöbbar
hann Mummi klukkan 15:40

24.9.07

.allt er nú til

sá frábæra sjón núna þegar ég var að hjóla heim úr vinnuni í kveld.

sá þar konu á Cristjaníu hjóli (stór hjól með kassa framan á þar sem með góðu móti má koma fyrir 3 börnum Christjaníu hjól síðan ) en í kassanum var barnið sennilega þetta 10 ára másk yngra og var þar með fartölvu í fanginu að horfa á mynd, þetta held ég toppar bara allt.. talandi um að hafa entertainment on the go...
hann Mummi klukkan 22:10

19.9.07

.Hip Hurra Det' Min Fødselsdag

Já kall á afmæli í dag.
var ég var búinn að skrifa svaka langt blögg já ekki bara blögg heldur ævisögu og er ég komin að þetta 9, 10 ára aldrinum mínum og komin í eins og 5000 orð og langar mig að setja hana inn í heilulagi þannig að hún kemur ekki núna en ég held nú að hún komi innan skams þar sem ég er í mikklum skriftar ham þessa dagana bara ekki blögg ham því ver og miður og er það jú málið með síðustu fræslu er að hún mun standa eitthvað áfram þar til andinn færist yfir mig á ný hvunar sem það mun jú vera,

en aftur að aðalatriðinu ég á afmæli og er búinn að vera að prófa að baka í nýja ofninum mínum og gengið bara vel þannig að það eru til kökur fyrir þá sem vilja láta sjá sig, en eru beðinir að gera boð á undan sér svo hægt sé að hafa klárt kaffi eða bjór þegar fólk kemur í heimsókn og ef fólk kemst ekki á morgun þá er bara að koma síðar ég er nú ekki lengi að henda í eina köku eða svo. já ég varð víst frjátíu og sex ára í þettað skiptið og ég ættla að setja inn hérna frábært lag og mæli ég með því að hlusta á það og er nú besti kaflin fyrir miðju laginu. en takk fyri mig að sinni.
ykkar einlægur Mummi
já og svo eitt gott mússi til Árnýjar minnar


þetta lag er úr forkeppni eurovision í dk 82
og fyrst ég er byrjaður að setja inn lög þá er hér annað sem mér fynnst gaman af
og var það víst hún Guðný sem kynnti mig fyrir því og fór ég ekki að læra að meta það fyrr en ég flutti út.

en þetta voru östkyst höslers bara nokkuð góðir gaurar
go svo er hér annað lag með öðrum röppurum sem ég er að hlusta á þessa dagana og fíla mikið

en þetta voru Nik og jay með Et sidste kys
já ættli þetta sé bara ekki nóg af skonrokki í bili
hann Mummi klukkan 05:45

14.9.07

.la finito

jæja síða þessi er komin í frí um óákveðinn tíma.. hastala vista baby
hann Mummi klukkan 19:00

12.9.07

.tékka inn

já bara að láta vita af mér.. er hér en og komin aftur út til dk.. meira síðar
hann Mummi klukkan 02:00