Glöggt er gests augað

31.12.08

.2008

Jæja góðir lesendur

það er þá máski við hæfi að rita hin árlega annál og hoppa yfir á fisléttum fléttum hvað bar á daga meistarans þetta herrans árið, hefur það verið viðburða ríkt að vanda og mikið kalt og heitt vatn runnið til sjávar og sveita.

kall var á íslandi yfir jólin og eftir brjálað veður og frestað flug komst ég aftur til dk og þá bara til að skella mér í hörku pest og vesen og lá í rúmmi í 2 vikur og var þá nú bara janúar fokin.

Feb var það heillinn... eitthvað lítið gerðist þar annað en að aðalfundur verkalýðs klúbbs minns var haldið og var ég valin í stjórnina.

mars já mars... hann var nú bara rólegur og ef mig minnir þá kom mútter i heimsókn..

apríl já... þar voru sko páskar.. og árný skellti sér í heimsókn og var það nú ferlega gott að gott að fá hana til dk aftur og dúlluðum við okkur nú eitt og annað meðan hún var hér...

Mai... já júróvisión var þar víst.. og skellti ég mér til kolding og var þá helgi með ásu og finnsa já og ingu rós.. var nú bara ferlega góð helgi í alla staði vel drukkið og leikið sér inni og úti enda komin hörku hiti utandyra...

júní... kall í sumar frí til íslands.. og land tekið undir fót og hele familien brunaði sem lá leið í þistilfjörð sem er jú við langanes fyrir þá sem ekki vita en þar var ættar hittingur afkomenda ömmu nínu, og vígja varð bát nýjan er bræður höfðu keypt og fiska og fiska.. og var það sko gert... 200 bleikjur runnu á land já og þar sem byrjað var nú að vígja þá var nýjasta afkomenda elsu frænku og norska mans hennar skírður.. svaf kall þar í tjaldi.. og shit hvað gott var nú að liggja í tjaldi í hinni frábæru náttúru íslands en fékk maður sól (brann) og snjó og frost... bara cool.. fékk að sjá miðnætur sólina setjast og koma upp nánast á sama tíma.

júlí.. já sumarið kom það danska alla vega með slatta af sól og helling af hita yfir 20 °c og í lok mánaðarins þá kom öddin í heimsókn og var inní ágúst

ágúst já.. öddin var hér... og daginn eftir að hann fór þá skellti ég mér í lest og rúllaði til Viborgar að hitta vinkonu mína may, og er nú Viborg fallegur staður...
síðar í ágúst þá skellti kall sér á fyrsta námskeið haustsins og var það haldið í Karrebæksminde og byrjaði kall á þeim ó sið sínum að villast inn á viltaus herbergi er hann átti að fara sofa... ferlegt vandamál... ;-) og var það vandamál við varandi allt haustið...já og í þessum mánuði var ól.. og ísland að spila.. shit hvað var nú gaman að sjá þá spila en ég fer svo að horfa á þá á stað er kallast Blasen og við alger mistök þá verð ég þar dyravörður og er enn í árs lok er þetta er skrifað og hef nú kynnst mörgum góðum Íslending, dönum og öðrum útlendingum... þar... já og svo auðvitað sigga.. sem á Blasen...

September... já en eitt námskeiðið tekið og var kall Þar í 2 vikur... og að þessu sinni í bæ er heitir Rörvig var það afar skemmtilegt námskeið og mikið brallað og lært... fékk mikið af vinum úr því námskeiðið... já og hélt mig við þetta að villast inni í herbergi...
já og kall á afmæli... varð 37 kall og vildi svo til að ég var nú á námskeiðinu og var nú sungið fyrir mig og alles... og var bara allur dagurinn góður..
bjartur flytur til mín í þessum mánuði...

október... já... vitiði hvað.. ég fór á námskeið... hehe... en og aftur 2 vikna námskeið og hitti þar en meira af frábæru fólki sem vill svo til að ég er að fara á námskeið með aftur í viku 8 verður nú gaman að hitta liðið aftur... var nú vel telkið á því.. við bjór neyslu... puff... já mikið drukkið... var núna aftur námskeið í karrebæksminde... jújú.. þetta með að sofna á vitlausum stöðum hélt sinni reglu.. enda ég svo á að fá far með félaga til Skive þar sem kall fór að hitta konu eina.. var afar spennandi helgi... vægast sagt... say no more....

nóv.. já... þar var auðvitað líka eitt lítið námskeið.. og aftur í Rörvig... þarf ég að segja frá því með að sofa í vitlausum herbergjum... nei valla.. en svo gerist nú annað í þessum mánuði sem ég er nú nokkuð viss um að mun verða viðvarandi.. en ég kynnist kærustu minni þá og það á Facebook.. hef að vísu hitt nokkrar danskar þar og hitt en eitthvað annað gerist hér.. og erum við nú bara saman í dag... og ekki að sjá annað en það sé komið til að vera... gaman af því.. en fór og hitti hana í lok nóv..góð helgi þar...

Des.. já fer til kærustunar nokkrum sinnum, hún kemur til mín... brjálað að gera í póstinum... enda jól... fundir og fagnaðir.. vinna á blasen..já og svo varð ég nú afi líka í þessum mánuði...að vísu bara fóstur afi en afi samt... og svo fór maður til islands yfir jól og áramót...þar sem er nú búið að vera ljúft að hitta fjölskylduna og aðra góða vini... kem svo aftur heim til danmerkur 9 jan... og beint í lest að hitta ástina mína.... þá munu 20 langir dagar vera að baki sem við höfum ekki náð að hittast... shit.. langur tími..

en já.. góðir lesendur.. langar mig þá að þakka ykkur öllum fyrir árið sem er að liða, fyrir góð og skemmtileg kynni og vinskap og vonast ég til að hitta ykkur öll á komandi ári.. oft.. megið þið eiga rosalega gott nýtt ár.. og megi það vera ykkur öllum hið ánægjulegasta...

ykkar einlægur Vinur Mummi
hann Mummi klukkan 23:59

9.12.08

.jæja

Já er nú eftir vill við hæfi að segja frá því... en já... lenti í ryskingum við amor.. og hann sundur skaut mig með pílum sínum.. og er kall bara komið með danska blóma rós undir armin... lífið er sæla... meira síðar....

jú og kall er alveg að fara koma til isl... kem 22.... júbbí....
hann Mummi klukkan 11:44