Glöggt er gests augað

31.10.05

.labbi túr

Við hjóna kornin fórum í líka þennan fína labbi túr í dag um borgina..



og fórum við um Fredriksberg í dag og sáum margt og annað.. meðal annas þetta.



en þessi kallast Hegri tít kallaður negri...
(þessi sem stendur svo tignalega á myndinni og ekki þessi í svörtu)

og það má svo finna meira af myndum hérna af þessari göngu ferð okkar.. sem að vísu byrjaði á að fara í möntvaskið... þarf að gerast..

og ekki annað að segja að sumarið sé nú ekki alveg farið frá okkur.. en eins og ég lofaði í síðustu færlsu þá ættluðum við að koma með meira af myndum...

hann Mummi klukkan 00:43

30.10.05

.melting

já hér er en sumar... alla vega þegar maður lítur út um gluggan og sér að það er heiðskírt.. og 15-18 stiga hiti.. hefur verið svona í meira og minna allt haust.. rosalegt bara...

núna á miðvikudaginn var haft samband við mig um hvort að ég vildi ekki skelle mér á árshátíð hjá póstinum... fannst þetta afbragðs hugmynd.. enda að vinna hjá póstinum.. bara ekki þeim sem um er rætt.. reyndar var nú klukkan að verða miðnótt en vissi að yfirmaður minn væri en í vinnu... og hafði samband.. til að reyna að fá frí en það var barasta ekki hægt með svona stuttum fyrirvara líka þar sem búið er að lána mig í aðra deild.. og þeir verða líka að gefa mér frí.. var búinn að finna flug og alles.. en kem þá bara næst... og svo núna í gær þá segir konan að hún sé búinn að finna þetta líka fína tilboð í heitapotinum hjá exspress.. og var bara slegið til.. og kemur kallinn í heimsókn nú síðar í nóvember.. aðeins að rifja upp hvað mér finnst snjór og kuldi leiðinlegur og til að knúsa og kyssa vini og ættinga...

þarf að fara og bregða mér út að taka myndir af haustinu(sumrinu) okkar sem er en í gangi... til að leifa ykkur að vera með...
geri það eftirvill á morgun...

já og í lokin þá núna í nótt breitist tímin úr sumar í vetrar.. þannig að ef þú lest þetta á sunnudegi þá er bara eins tíma munur á okkur þar að segja að þú sért á íslandi..
hann Mummi klukkan 01:00

25.10.05

.The Buffalo Theory

A herd of buffalo can move only as fast as the slowest buffalo. When the herd is hunted, it is the slowest and weakest ones at the back that are killed first. This natural selection is good for the herd as a whole, because the general speed and health of the whole group keeps improving by the regular killing of the weakest members.

In much the same way the human brain can only operate as fast as the slowest brain cells. Excessive intake of alcohol, we all know, kills brain cells, but naturally it attacks the slowest and weakest brain cells first. In this way regular consumption of beer eliminates the weaker brain cells, making the brain a faster and more efficient machine. That's why you always feel smarter after a few beers.


og svo eru hérna nokkur heilræði í viðbót... handa ykkur til að nota...

Old telephone directories make ideal personal address books. Simply cross out the names and addresses of people you don't know.

~ When reading a book, try tearing out the pages as you read them. This saves the expense of buying a bookmark, and the pages can later be used for shopping lists.

~ Fool other drivers into thinking you have an expensive car phone by holding an old TV or video remote control up to your ear and occasionally swerving across the road and mounting the curb

~ Drill a one-inch diameter hole in your refrigerator door. This will allow you to check that the light goes off when the door is closed.

~ Avoid being wheel-clamped by jacking your car up, removing the wheels and locking them safely in the car until you return.

~ Avoid parking tickets by leaving your windshield wipers to "fast wipe" whenever you leave your car parked illegally.

~ Take your trash can to the supermarket with you so that you can see which items you have recently run out of.

~ No time for a bath? Wrap yourself in duct tape and remove the dirt by simply peeling it off.

~ Expensive hair gels are a con. Marmalade is a much cheaper alternative, but beware of bees in the summer.

~ Avoid cutting yourself while clumsily slicing vegetables by getting someone else to hold them while you chop away.
hann Mummi klukkan 14:42

23.10.05

.trainspoting

Var að leika heima þegar ég heyri í þessari... og stökk út til að taka mynd... flotter þessar gömlu..lestir..

hann Mummi klukkan 15:40

21.10.05

.verð

svona til gamans gert þá hefur margur verið að spá í verð á eldsneiti
en verðið hérna í gær var
Bensín 95 okt var 87 iskr
og Dísel var 78 iskr

og við þetta má bæta að verðið er alveg búið að fara í 110 krónur líka en það er fljótt að lækka ef verðið í heiminum lækkar. maður er ekki alveg að sjá þetta heima.. og verðið hérna er alltaf lægts á sunnudags kvöldum.. hérna lækkar verðið stig af stigi frá því að markaðir loka á föstudegi þar til þeir oppna aftur..á mánudeginum.. þannig að það er alltaf gott að fylla á sunnudeginum...

en svo er líka erfitt að fylgjast með verðinu á netinu þar sem margar stöðvar eru með lægra en það

þessi sama stöð sem ég er að vitna í er með verðið á netinu
95 okt á 96 iskr og Dísel á 87 iskr en þessa stöð má finna hérna www.jet.dk ef landan langar að fylgjast með....
en eins og ég segi þá er þetta ekki rétt verð þar sem stöðvarnar eru oftast með lægra en þetta segir til um...

og talandi um verð þá erum við að kaupa mjólkurlítran á 41 iskr... og er það þá þýks mjólk og þessar þýsku mjólkur vörur er oftast mikið ódrýrari en þessar dönsku Arla er frekar dýr verður mar nú að segja...
hann Mummi klukkan 12:59

18.10.05

.mænd

Er þá ekki rétt að fá rétta mynd af prinsinum okkar á síðuna...



Voðalegt krút barasta.. held það nú bara.
hann Mummi klukkan 18:03

15.10.05

.nýtt

Fæddur er nýr prins... og vorum við skötuhjúinn að spóka okkur við amalien borg í dag þegar danir voru að færa krúnuerfíngjaum sínum sængjur gjöf... og var mikil viðurhöfn þar og svaka gaman að vera viðstaddur þetta allt saman... og er búið að vera í sjónvarpinu í alllllan dag verið að sýna frá þessu....

hann Mummi klukkan 21:10

14.10.05

.ammali

Þessi myndar piltur á afmæli í dag...og er hann ekki 25 og ekki 30... heldur eitthvað þar á milli... hann til lukku...
hann Mummi klukkan 15:03

11.10.05

.í fréttum er þetta barasta helst

já.. varð að stela þessari línu frá d þar sem ég er búinn að rekast á nokra hluti sem ég verð að segja frá....

sá fyrsti og merkilegasti er að þýskir vísindamenn eru búnir að finna upp bjórkrús sem hefur örflögu innbygða og sendir skilaboð til barþjónnsins þegar lítið er orðið í krúsini og ef hann er nú ekki nógu snöggur að koma með meira öl þá þegar krúsinn er tóm þá þarftu bara að sveifla henni smá og þá fá fleyri skilaboð um að þú ert að þornaupp og koma hlaupandi með mjöð handa þér...

einnig var Hjalti félagi að segja á blögginu sínu þar sem hann er staddur í Madríd og hann hefur svona verið að skoða barina en þar er hann búinn að finna bar þar sem það er öl krani á hverju borði þannig að maður á ekki að verða þyrstur og svo er bara að muna að borga þegar maður fer út...

já og svo er búið að setja upp söngleik hérna í dk sem heitir "Let's kick ass" The Iraqi war the Musical og er hann settur upp í Nörrebro leikhúsinu og er hann búinn að fá frábæra dóma... fannst þetta bara fynndið og varð að deila þessu með ykkur en það er hægt að nálgast miða hérna

hvað næst Fellibilurinn Katrína.. humm... já hvað næst...

jú og fyrir þá sem vilja meiri menningu þá er menningar nótt hérna á föstudaginn... byrjar kl 18:00...og hérna má lesa allt um Kulturnat 05
hann Mummi klukkan 00:26

7.10.05

.ekki baugur

já.. hér er ekkert vesen með ríka kalla.. hér er meira stuð í gangi.. núna í kvöld er borgin búinn að vera lömuð vegna grunsamelgs bakpoka sem finna má á sprori 10 minnir mig þar sem s lestrinar fara frá aðallestarstöðinni... startaði þetta um 19 í kvöld (fimmtudag) og var fyrst byrjað að loka smá og svo meira og meira og er núna búið að bloka alveg heim til okkar upp að vesterbrogade og út fyrir tívolí og langt inn á Isetergade... þeir eru búnir að röntegen mynda töskuna og þar var að finna eitthvað járna dót og víra þannig að þeir eru ansi smeikir um að þetta sér ekta.. allavega þá er mikklar öryggis ráðstafanir í gangi.. ég þurfti að taka góðan útúrdúr til að komast heim út af þessum lokunum....

og til að sýna hvað mað er íslenskur.. þá er bílastæði hjá mér í vinnuni og þar sést vel yfir hovedbanegard og áhvað ég að kíkja smá áður en ég færi heim.. og leit þarna yfir.. og sá að það var ekki sálu að sjá.. svo langt sem augað eigði.. þannig að ég fór að hugsa kannski er það nú ekki svo góð hugmynd að standa hérna ef þetta er svo ekta eftir allt saman.. þannig að ég hipjaði mig bara heim á leið.. veit ekki en hvernig þetta fer.. en núna er borgin nánast lömuð og haugur af fólki að reina að komast heim tíl sín en gengur hægt.. búið er að koma strædóum á legg til að koma fólki sem lengst á leið til þeirra lestarstöðva sem en keyra.. og núna áðan þegar ég last fréttir þá mun þetta standa alla vega til kl 02 í nótt að dönskum tíma...

já engar fjandans baugs vellur hérna í gangi.. .heldur svona meiri spenni... og hana nú... og fá sér öl....
hann Mummi klukkan 00:08

1.10.05

.ertu viss um hvert þú ert að fara??

já var spurður að þessu í dag.. og það á dönsku líka... du er sikker at du ved vor du skal hen... en málið er að í dag skelltum við okkur ásamt Sören kærustuni minni og ætleidda barninu okkar Þurý til Germaný að skoða okkur um og sjá og sækja.. og var ferið farinn á þessum líka fína Audi A4 station... enda vissara að hafa stórt skott til að koma allri bráðinni fyrir sem veiða átti í þýskalandi... var líka vakknað alltof snemma til að leggja í hann og hringi ég í sören til að rífa hann úr úmminu.. en hann eins og ég er ekki morgun persóna enda erum við búnir að vinna alltof lengi á kvöldinn...

Lögðum við svo af stað til Fredrichia til að sækja barnið en hún hafði verið í heimsókn hjá vinafólki í 2 daga.. fannst hún fyrir utan Burger King.. og hvað var hægt að gera annað en að fá sér morgun mat þar... og leggja svo aftur að stað í suður...

Og svo var ekið yfir landamærinn en þau eru nú ekki sjón að sjá lengur.. búið að rífa alla tolla skúrana.. og enginn vagt lengur.. mar bara ekur þetta eins og mann langar.. eins og þetta væri bara innana bæjar...

og héldum við til Flensborgar (allt opið í dag) og fórum við í verslunarmiðstöð er kallast Citty Park huges dæmi ja svona bara slatti en þar er hægt að segja að maður hafi farið í vöruhús en þegar við fórum inn í eina búðina þar þá var allt svona eins og á lager.. bretti og lager hillur með vörum belijum búsi og gosi... vorum bara slök þar.. 6 kassar pepsí og líkjörar og eilítið nammi.. fór líka í búð er seldi dvd og sá þar svaka góða mynd er ber nafnið Atack of the killer tomatos og það í dubble útgáfu og læti.. en rörðin var svo leiðinlega löng að ég nennti ekki að bíða eftir henni og lét hana fjúka...

var þá farið að aka um Flennsaran.. (ekki hafnafjörður dabbi) og skoða það sem bærin hefur upp á að bjóða.. voða fallegur bær en ekki mikið stærri en Kolding.. og þá lögðum við í hann til Krusaa landamærana og fórum við svona hingað og þannagð og í 8 og u og hægri og vinstri og endaði það með því að við ókum út úr þýskalandi púff.. svakalegt.. en þá fórum við bara til Krusaa þannig og fórum aftur til þýskalands... spáið í því 2 á einum degi til þýskalands.. rosalegt...

en þar fundum við búðina okkar..og var bæt við bjór...6 kassar á mig og 7 kassar á sören..plús smá meira af hvítu og rauðu...ok slatti.. og sören fékk sér líka nokkrar flasker af sprúti...(auðvitað drekkur barnið ekki og þarf ekki áfengi) og var þá komið í bílin 6 kassar plús 3 kassar plús 6 kassar plús 7 og gerir það 22 kassar og er í kassanum 24 dósir sem eru 0,33l og gerir það 7,92 lítrar pr kassa og það sinnum 22 gera 174,24 lítrar.. ekki amarlegt það barasta.. já og svo sprútið líka mar.. shit.. en já

og héldum við þá á til höfðuborgarinnar.. en vildum ekki fara allt eftir hraðbrautinni enda ég líka búinn að fá mitt þar.. náði samt ekki nema 170km mest.. slaft það..... og fórum við upp með Herislev og þaðan til Kolding og í gegnum hann (hei ása og finns.. var viss um að þið nenntuð ekki að tala dönsku í kvöld..der kommer en anden aften..) og farið yfir littlu og stóru brú og já...

talandi um veður..(mér var allavega hugsað um það) var fínnt þegar við fórum frá köben.. en ókum inní rigningu á jótlandi.. og hún endaði passlega þegar við komum til þýskalands og þegar við komum aftur á sjáland þá tók við okkur rigning...

já og svo núna í aften þá er kokteila kvöld enda erum við komin með nóg af líkjörum til að hamast í því... og gat ég loks blandað Apallo kokteilin sem ég er búinn að sakkna svo lengi...humm góður er hann...

og svo bara svona og hinnseginn... later góðir hálsar.. það var mér sönn ánægja að rita þetta handa ykkur... og ekki vera nú að halda aftur að ykkur... látið rödd ykkar berast um internet heimin og commenta svo...

ps mamma er ófrísk...
hann Mummi klukkan 22:40