Glöggt er gests augað

30.9.06

.veður skýrlsa og ávarp

jæja vona að fólk sé búið að jafna sig eftir heljar lesturinn sem var í síðustu færslu og að flestir fái sjónina aftur sem fyrst... en ykkur að segja þá var ég að hemja mig.. þetta hefði getað orðið mikið lengra en svo fékk ég krampa...

jæja mig langar bara að segja frá því að það er geggjað veður hérna og búið að vera allan sept og þeir segja að búið sé að slá hita met fyrir mánuðinn og er ég nú ekki neitt svektur með það, við hjúinn vorum að koma heim úr bíó og bara á bol og ég á sandölum og það berfættur að auki.. æðilsegur hiti.. búið að vera þetta 20-25 gráður allan mánuðinn, að vísu er hann að hugsa um að fara rigna smá en það er svo sem í lagi ég ættla ekki að hvarta..

annað var það nú ekki.. jú ég hata Danske Bank og 27.000 aðrir póst menn þar sem að það klikkaði eitthvað hjá þeim í dag og við fáum ekki útborgað fyrr en á mánudag í fyrstalagi... kúkur og drulla....
hann Mummi klukkan 02:47

23.9.06

.ferðasaga

Varúð hún er smá löng...

Jæja þá er komið að mér að skrifa ferðasöguna til þýskalands sem við skötuhjúinn fórum helgina 15 til 17 september og var svona að hluta til afmælisferð fyrir mig mikið gaman og stuð og ættla ég mér að reyna að skreyta þetta með myndum eins og hægt er en frúinn er búinn að enda inn 75 myndum á síðuna okkar best er að finna hana hjá frúnni,

Við risum á fætur snemma til að fara og ná í bílinn, gekk það bara vel og og fengum við svo gott sem nýjan Renult Senic og var hann bara fínn og var lagt af stað um leið úr borgini og hóf ég aksturinn til að byrja með þar til við værum komin út úr KBH enda rata ég betur um og síðan tók Árný við að keyra og gerði það nánast að landamærum germanýju


En þar fengum við okkur að eta og smá benzín á bílin svo við næðum nú alla leið til Berlínar,
Gekk ferðin vel allveg þanngað til að við komum að Hamborg og það skal ég segja ykkur maður á ekki að aka í kringum Hamborg á föstudags eftirmiðdegi nema þá að þú hafir nóg af tíma til að eiða en við vorum meira en 90 mín að komast framhjá Hammaranum en þar voru bara raðir og raðir og raðir ekki það skemmtilegasta sem maður gerir er að aka á 0-2 km á Autobhaninu þegar maður á að vera akandi á 150+ eins og venjulegt fólk.. ég fékk nú að aka á sæmilegum hraða stundum.. allt að 200 en bíllin var nú ekki það góður að maður gat ekið honum svo hratt..



en við hléldum leið okkar áfram til borgarinnar en það má víst ekki gleyma því að það eru 750+ km þannað þannig að það tekur svíst smá tíma að keyra.. en við komum að lokum á staðinn og kom ég mér fyrir sem best...



Fórum við svo að labba í kringum hótelið okkar og að finna lestarstöðina okkar sem heitir Pankstrasse, við fengum okkur þarna um kvöldið Kebab eins og þýsku arabarnir gera það en það var nú bara nokkuð gott, já ekki má nú gleyma að minnast á að hverfið sem við vorum í heitir Wedding fyrir þá sem eru staðkunnir í Berlín, lagst var þá til rekkju en snemma átti á fætur að fara daginn eftir til að nota sem mest af deginum og sjá sem mest, zzzzzzz

Við vöknuðum þetta líka svaka snemma eða um 7:15 og fórum í morgun mat.. já og engan smá morgun mat, alveg svakalegt morgunmats hlaðborð og borðuðum við á okkur gat eða 2 og lögðum svo í hann, gengum niður á stöðina okkar Pankstrasse og fengum okkur miða í almeningssamgöngukerfið það er að segja í U, S, M, Tram, Bus og eitthvað meira U=underground og svo er það S=úthverfalestir M=metro eða neðanjarðarlest og svo var það Tram=Sporvagnar
Og gáfum við fyrir zona A,B,C sem eru allir sónar í Berlin €6 og var það miði fyrir allan daginn ekki slæmt það en það gera um 500 isl kr og var þessi miði vel notaður.

Við byrjum á að fara niður á AlexanderPladz en þar er að finna þennan turn


hann er víst 365 m hár og er útsýnispallurinn í 203m ekki amarlegt það en þarna var hægt að sjá alla borgina, turn þessi er í austurberlín og var reistur 1969 af rússum og DDR og er næst stærsti sjónvarpsturn í evrópu en hinn má finna í Moskvu sem já er líka í evrópu



og sést nú vel eins og sjá má á myndini hér fyrir ofan eftir þessa há ferð þá ákváðum við að skella okkur í sightseeing ferð í svona 2 hæða þaklausum strædó og var þá ferðinni haldið niður á Kurfürstendam en þar fara víst allir þessir búsar frá en það var nógu að velja og enduðum við í einum er heitir Berliner City Tour, en áður en ferðin hófst þá fengum við okkur að borða á torginu þar við Breitscheidplatz og þar er að finna líka gamla dómkirkkju en hún er víst bara rústir einar



En nafnið á kirkjuni er púff langt.. Kaiser-Wilhelm-Gedächtniskirche eða Keisara Wilhjálms minningar kirkja en eins og myndin sýnir þá er ekki mikið eftir en hún er látin vera svona til minningar um stríðið og búið er að reisa aðra kirkju við hlið hennar.

Hófst þá sightseeing túrinn, en hann fór fram á þýsku og ensku með kynnir ekki þurftum við að vera með headset til að hlusta á einhverja vél og hún var alveg frábær þessi dama sem var að tala



og var ekið um alla borgina og fengum við að sjá andskoti mikið og sagan bak við þetta líka hreint bara frábært að fara í svona ferð en næsta mynd er af kirkkjum sést að vísu í aðra og svo milli húsið sem liggur á milli en svæðið er kallað Gendarmenmarkt og eru þetta tvær dómkirkkjur önnur er þýsk og hin frönsk og voru þær bygðar um 1701-05 en mikið var um frakka í borgini sem flúið hefðu land og vantaði þá guðshús og eru þetta svaka flottar byggingar.. voru þær Austan megin við múrinn.



og víðar var ekið í þessari ferð.. og gæti ég talað um það endalaust en ég hef ákveðið að halda aftur af mér sem er frekar óvenjulegt fyrir mig. En læt eina mynd en fylgja með en hún er tekin af Brandenburgar hliðinu og í anda hvar er valdi þá má leita þar að Árnýju



og eftir að hafa lokið þessari skoðunarferð þá var farið í að finna þá hluti sem við vildum skoða betur eins og minnismerkið um gyðingana sem drepnir voru og Berlínar múrinn en við fundum múrinn það ein af þeim fáu hlutum sem eftir eru við gömlu höfðustöðvar SS og Gestapo en það er búið að grafa upp kellara af húsinu og þar er hægt að sjá þetta og þar er líka sýning bæði frá Nurenberg réttarhöldunum og svo saga hússins og SS er rakin þarna. En best að henda inn eins og einni mynd af múrnum



og þar skammt undan er hið marg fræga hlið er kallast CheckPointCharle en þar var staður til að fara á millir austur og vestur en hérna fóru hels erindrekar og ferðamenn um og má sjá þetta hlið í mörgum myndum og ef ég man ekki betur í einni James Bond mynd en myndin er af frægu skilti sem er við Checkpointin.



og af múrnum að segja þá má finna á götunum merkingar um hvar hann sniglaðist um borgina og gæti maður ef viljin væri fyrir hendi labbað eftir honum endilöngum. Ekki að við nenntum því að elta hann um allt enda búinn að labba helling.

Og eftir þetta labb allt saman þá var nú komin tími til að fá sér hressingu og gengum við upp eftir götuni sem liggur frá CheckpointCharle og kallast FredrichStrasse og fundum okkur kaffihús til að fá okkur hressingu.



og var nú farið að líða að kveldi þegar hingað var komið og ákváðum við að fara fá okkur að borða en á leit okkar að veitingahúsi þá rákumst við á þennan glugga sem hafði innan dyra Búgatí bíla bíllin sem er á myndi er bara miljón Evera virði eða 90 millur isl kr nettur ha....



og eftir að hafa borðað og skoðaða smá meira þá var komin tími á að fara heim enda vorum við orðin fjandi þreitt eftir daginn búinn að sjá mikið og labba og aka og lestast eins og ég veit ekki hvað og átti að taka sunnudaginn líka snemma og komin tími á rúmm, eftir einn bjór en eða svo en svo var það bara zzzzzzzzzzzzzz
vöknuðum við aftur snemma og drifum okkur í morgunmat og gúffuðum í okkur þar, kláruðum að pakka niður og tékkuðum okkur út, nú skildi ekið og skoðað, byrjuðum við á að fara og finna höllina Carlotenburg sem er í Berlín veit svo sem ekki mikið um hana en hún er flott eins og sjá má á myndini



og var síðan haldið norður og farið í bæ er heitir Oranienburg og er 40 km frá Berlín en í þessum bæ er að finna Sachsenhausen útrýmingarbúðirnar en þetta voru einar af fyrstu búðunum sem bygðar voru fyrir stríð og kaldhæðnin við það er að hafist var handa við að byggja 1936 á sama tíma og ólympíuleikarnir fóru fram í Berlín og voru það fangar úr örðum fangabúðum úr grendinni



Þessar búiðir voru ekki dauða búiðr eins og við þekkum þær hels og ekki var mikið af gyðingu þarna voru þetta pintinga búðir og þjálfunar búðir fyrir SS og fór mikið af því fólki sem þjálfað var þarna í aðrar búðir sem voru mest fyrir austan berlín og í pólandi eins og sjá má þá voru þetta risa stórar búðir og dó mikið af fólki hérna, um 200.000 manns á árunum 1936-45 fóru í gegnum hið fræga hlið er bar yfirskriftina Arbeit Macht Frei og leggst út á íslensku Vinnan gerir þig frjálsan og af þessum 200.000 dóu 100.000 af þeim í búðunum.



Einnig það sem gerir þessar búiðir sérstakar er að hérna voru höfuðstöðvarnar fyrir allar hinar útrímingarbúðirnar og héðan komu ákvarðanir og mannskapur til að stjórna hinum.



Undir stríðslok þegar búðirnar voru frelsaðar af rússum þá voru ekki eftir nema 3000 manns en þegar í ljós kom að þýskarinn væri að tapa þá var smalað saman 33.000 manns sem voru nógu heilsuraustir til að massera suður eftir, margir af þeims lifðu ekki af enda var þetta kallað dauðagangan. En það sorglega er líka að af þeim 3000 sem eftir voru dóu 90% eftir að búðunum var bjargað þar sem fólkið var það lasið og veikburða að ekki var hægt að bjarga því.



Einnig var í þessum búðum gas ofn og brenslu ofnar og var hægt að meðhandla 600 manns á dag í brensluni samt voru þetta bara pínulittlar búðir miðað við aðrar ljótt að segja

En ættla ég nú að hætta að tala um þessar búðir en ef fólk vill lesa meira þá er hérna hlekkur á Wikipedia

En við heldum leið okkar áfram til danmerkur og var ekið um sveitavegi og umhverfið var alveg svakalega flott og mæli ég eindregið með því að fólk skelli sér.



Og með þessari mynd þá ættla ég að kalla þetta bara gott enda orðið nógu langt.. og ef þú hefur enst til að lesa þetta þá ertu hetja og látu mig nú vita hver þú ert sem afrekar það.

Og það má finna meira af myndum Hérna

Kveð ég þá að sinni þar til næst bæ bæ og bless
hann Mummi klukkan 13:11

19.9.06

.ammæli já mitt

Já góðir hálsar Hann Guðmundur betur þekktur sem Mummi á afmæli í dag þann 19 september það herrans árið 2006 og á þessu merkis degi þá verður hann 25 nei bíddu smá.. já 19... nei.. ekki alveg er að skoða hagsofuna já hann verður 35 ára gamall og mun hann halda upp á þennan merkis dag í faðmi fjölskyldunar (Árnýjar) og góðum félögum frá Hinum konunglega pósti danmerkur og hver sem koma vill þá er boðið í Fødselsdags øl ned på kajen lige ved enden af Bernsstorffsgade já eða eins og aðrir myndu kalla það þá er boðið í smá afmælisbjór niðri á bryggju er liggur við endan á þessari götu sem fór hér á undan, gjafir og aðrar heimsóknir eru að sjálfsögðu velkomnar en bennt er á að afmælisbarnið er að safna fyrir nýrri myndavél er ber nafnið Canon EOS 400D og öll samskot í þau kaup eru aðsjálfsögðu afarvelkomin

læt ég hér fylgja með myndir sem tekknar voru af afmælisbarninu í Berlín um helgina á góðum stundum..


Neðarjarðarlestarstöðin við hótelið okkar


Þessi var afar góður afar góður



og þessi ekki síðri..


Og vil ég líka þakka Mömmu og Pabba fyrir að hafa búið mig til og öll systkynimín líka.. þið eruð öll æði... og líka allir hinir ættingjar mínir þið erum mér afar kær/ir love you all
hann Mummi klukkan 12:01

8.9.06

.you have won

já maður er bara að vinna og vinna.. í byrjun viku þá fékk ég að vita að ég hafi unnið 2 tíma siglingu um kanalana með dönskum sagnfærðingi og svo í gær þá var ég að vinna 2 miða í sirkus Benneweis geggjað ha... en þessar keppnir voru í póstinum og málið er að við erum með sem kallast Porto pulje, porto er málið að þegar bréf eru ekki með nægjanleg frímerki þá eru þau tekin til hliðar og mynduð og send strax af stað og svo fær sendandi gíróseðil með því sem vantaði uppá plús umsýslugjaldi sem er 17 dkkr og af þeim renna 1 dkkr í þennan samegilega sjóð sem er að gera eitt og annað sniðugt fyrir staffið...

aðrar féttir eru að árný mín er komin og við bara búinn að vera dúlla okkur.. ekki annað hægt og svo fann ég eins og eitt Hexeskud (þursabit) á mánudaginn og hef verið ílla fyrir kallaður í nokkra daga.. annað er það nú ekki svo sem..
hann Mummi klukkan 13:29