Glöggt er gests augað

20.2.05

.ja há..

Núna á föstudaginn þá var nú heldur betur fjör í vinnuni en þá fengum við duft bréf og stoppaði allt hjá okkur meðan verið var að ransaka málið.. mætti nú segja frekar duft poki en það kom svona glær poki með fullt af dufti til okkar og setti allt á annan endan... kom lögreggla og skökkvilið á staðin ásamt hættusveit til að skoða þetta nánar. En þetta reyndist svo bara vera um 100g af heróíni sem við fengum þarna og enginn hætta á ferðum... og virðist þessi poki hafa komið í póstkassa og teljum við að það hafi verið einhver eltingaleikur í gangi og að dópsalin hafi losað sig við efnið í kassan til að vera ekki tekin með það. og mikið held ég að hann sé nú ekki mikið andandi í dag... hvernig á hann svo sem að útskýra það að hann hefur ekki lengur þetta dóp í fórum sínum..

að öðru þá var ég að lesa frétt um það hvað lögregglan tók marka fyrir of hraðan akstur með hraðamyndavélum á síðasta ári í dk. en það var nú bara 360.000 manns og leiddu af þessum 280.000 til sektar sem er nú bara nokkuð gott myndi ég segja...
lengi lifi fartbullur...eða ekki...

hér er nú snjórinn á undanhaldi og er að hverfa (loksins) og segja veðurmenn að þetta ætti að vera eini veturinn sem kemur hjá okkur þetta árið. eins gott fyrir þá að hafa rétt fyrir sér... enda er ég víðsfrægur snjó hatari....
hann Mummi klukkan 11:39

14.2.05

.slys

Langar bara að láta vita að við vorum ekki í þessu lestarslysi sem varð núna 12:45 að dösnkum tíma þar sem góður slatti af fólki er slasaður. En tvær S-lestir skullu saman rétt hjá Holte, önnur lestin var kyrrtæð en hin kom aðvívandi og skall á hana og við það slasaðist meira en 10 manns.

við erum í það minnsta í góðu lagi...
hann Mummi klukkan 13:00

10.2.05

.verðlaun

allir starfsmenn hjá póstinum voru að fá smá viðurkenningu fyrir að hafa lagt sitt að mörkum við að ná gæðum póstsins upp en markmið póstsins var að halda 95% gæðum allt árið 2004 en raunin var 95.4% sem er með því besta sem gerist í póstmálum í heiminum og fengu allir starfsmenn freyðivínsflösku að gjöf með mikklum þökkum frá fyrirtækninu... sem þíðir 28 þúsund flöskur.. takk fyrir basta... skál...
hann Mummi klukkan 14:21

8.2.05

.hóm sweet hóm

Jæja þá er ég komin heim aftur í sæluna í köben...

ekki það að það hafi ekki verið sæla að vera heima..

nokkrir hápúnktar...

Lambalæri hjá mömmu og saltkjötið og baunir, hitti haug af vinum og fjölskyldu og náði að sjá hvað landið hefur breyst mikið.. alla vega þar sem allar þessar nýbyggingar eru ekki annað hægt að segja að selfoss sé að þenjast út og líka norðlingjaholtið.

Ekki var nú hægt að segja að veðrið hafi leikið við mig, enda hef ég stofnað sömtök gegn snjó ( Snjóinn burt) og var stofnfundur þeirra samtaka haldin um helgina og mættu um 5000 manns á hann.. þannig að þetta hvílir mikið á landanum...

já talandi um veðra sviptingar... 8 stiga hiti niður í 10 stiga frost.. og storm og rygginngu, sól.. ekki annað hægt að segja en að ég hafi fengið minn skammt af veðrum meðan á dvölinni stóð.

En núna er ég alla vega komin í faðm konunar og sæluna að vera heima hjá sér og tekur nú við hið hverstakslega líf og að bíða eftir sumrinu.. veit að mamma og aðrir eru að plana ferð til dk í næsta mánuði þannig að það er ekki um langt að bíða eftir að fá heimsókn að heiman..

jæja... þá tel ég þetta gott að sinni...
hann Mummi klukkan 01:33

4.2.05

.æsland

já þá er maður komin á klakan...(hata snjó) og búinn að taka því rólega eins og er og er að fara á Selfoss á eftir (hata snjó) til að hitta meira af familíuni enda nóg að gera við það að hitta fólk (hata snjó). Búinn að skella mér í sund og vá hvað það var gott að komast í góða heita laug og slappa vel af í þessum líka (hata snjó) frábærta hita sem er í pottunum... mér fynnst vatnið ekki nógu heitt þarana úti í danaveldi (hata snjó).. já læt meira koma síðar...

já meðan ég man... love you Dabbi...
já og ekki má nú sleppa Konuni... love you to...
hann Mummi klukkan 15:40

3.2.05

.kastrup

varð bara að blogga smá þar sem ég sit hérna á kastrup að bíða eftir fluginu.. og hugga mér eins og danin segir mikið...

en eins og alltaf þá er æsland express aðeins á eftir.. en hvað getur maður sagt.. kostar ekki skít að fara með þeim...

en já gaman af því.. .eins og er...

þetta var svo sem allt sem ég vildi segja...
hann Mummi klukkan 13:18

2.2.05

.fly a way home

Jamm kallinn er að koma í heimsókn á morgun takk fyrir... var að bíða eftir að snjórinn væri þannig að hægt væri að komast um götur borgarinnar og aðra lands vegi en mig langar líka að koma því á framfæri að ég hata snjó hata hann bara svo mikið og er afar sáttur við hvað lítið hefur verið af honum hérna í dk.. og var verið að gefa út að jan 2005 hafi verið heitasti jan í áratugi þannig að ég er afar sáttur barasta... snjór fussum sveiattan..

en kallinn verður á ferð og flugi um ísland í 4 daga og mun gera mitt besta til að hitta fólk all óver táwn...

Já meðan ég man þá er ég komin með titilinn minn á stöðuhækkuninni.. og er núna Porduction Cordinator..


annað var það nú ekki að sinni heillinn mín...
hann Mummi klukkan 13:06