Glöggt er gests augað

31.3.05

.bus

það er ekki hægt að segja það að manni leiðist í við heim ferðina úr vinnuni.. ég kom út úr vinnuni 4 mín yfir miðnætti.. og lestin heim fer 03.. og svo næst 23 yfir heilatíman.. þannig að ég áhvað að taka bara strædó og labba smá frá honum heim. og skömmu áður þá lenti ég í símtali við Davíð húsabæ og var með hann í símanum á meðan á þessari strædóferð stóð.. en vagnin sem ég tók kallast 5A og ferð niður á Sundby Vesterplads.. gekk nú ferðin vel... þar til að við komum að smyrilvej en þá viðriðst vera að bílstjórinn hafi gleymt að stoppa eða þá að þeir sem ættluðu út aðeins of seinir að þrísta á stopp takkan til að fá hann til að stoppa.. og við þetta byrjuðu hróp og köll á bílstjóran um að stoppa vagnin sem hann gerði á næstu stöð... og fóru þá þessir tveir herrar sem ættluðu út að diskútera við dræverinn um þetta og stóð hann upp og fór að hrópa (tek það fram að herrarnir voru smá rakir og bílstjórinn múslimi) og varð mikið við og varð fox íllur og nánast froðufeldi.. voru fleyri farðegar farnir að blanda sér í þetta og var öskrað og kallað um allan vagn, stóð þetta í einar 10 mínútur og var verið að reyna að róa niður bílstjórann svo að hann myndi nú halda áfram og koma okkur hinum á leiðarenda.. og tókst það loks en hann var en sullbullandi íllur og reiður og öskraði stanslaust og var að rífast við tvær konur sem voru að reyna að róa hann niður en hann tók bara ekki sönsum.. og eftir að ég yfirgaf vagnin þá heyrði ég köllin langt niður eftir Amagerborgade þar sem ég gekk heim á leið..

já manni leiðist sko aldrey hérna... .alltaf eitthvað að gerast.. ef ekki er verið að búta niður bílstjórana þá eru þeir öskrandi út um allt...
hann Mummi klukkan 01:52

27.3.05

.hammari

mikið ósköp er nú gott að borða hamborgarhygg.. og ekki skemmir það hvað hann kostar lítið.. en við erum búinn að elda okkar og erum gersamlega á blístrinu eftir það...mæn gott... og dabbi ég er viss um að hægt sé að fá grænmetis hamborgarhrygg handa þér svo þú getir verið með...

og svo það helsta héðan er að búið er að færa klukkuna fram um 2 tíma... summer tæm is hér.. og ég er farinn að sjá hunangsflugur og gæsir út um allt.. ég held bara að vorið sé komið.. hann er alla vega að spá fullt af hita á næstuni og hitinn á að fara skríða í 15 gráður... bara hlakka til... bara sko....
hann Mummi klukkan 21:39

26.3.05

.keikó=Bobby Fisher

já hvað er annað hægt að segja um það... við vorum óð í að fá keikó til okkar... sem var nú ekkert annað en til vandræða og því líkt fjölmiðlafár í kringum.. og svo hvað geriðs.. hann slapp og dó...

og núna er þjóðin búinn að finna nýjan keikó... sem kallast Bobbý Fiskur og skákar.. og er klikhaus.. ég verð nú að segja að landinn er nú ekki með öllum mjalla...

hvað næst... munum við veita Osama Bin Landinn skálka skjól líka.. hann á líka bágt... allir að stríða honum...

ég segi nú bara það.. frelsum Osama Bin... ég fer framm á að hann fái íslenskan ríkisborgararétt... og eins og Bobbý Fiskur þá eru kanarnir á höttum eftir honum...

og fyrst við erum byrjaðir þá veit ég að Fidel Castro er að leita að stað til að reykja nokkra vindla...
hann Mummi klukkan 02:23

24.3.05

.hjem-is

ja hvað haldiði.. það var að koma ís bíll... geggjað.. en einn vorboðinn... og það var líka skellt sér út að fá sér ís... um að gera...

og svo er það nú spurning að fara út á völl að hitta Bobby fisher.... spurning sko spurning...
hann Mummi klukkan 16:17

22.3.05

.Ali huba

Jæja þá eru mamma, amma, geirdís og jóna farnar aftur til íslands og ekki annað hægt að segja að það sé búið að vera svaka gaman á meðan þær voru hérna. til að stikkla á stóru þá var farið í fields, til malmö, til lundar, í fiskitovet, í siglingu, að sjá krúnudjásnin í rósnebergarkastalanum, að sjá marmara kirkjuna, dortnigarhöllina amalienborg, á söfn, út að borða og séð stóran hluta af köben já og ekki má nú gleyma að það voru prófaðar allar gerðir af samgögnum hérna s.s. lestir, strædó, metro, og hestakerrur... ég segi nú bara velkomnar aftur dömur og takk fyrir komuna.
það er alltaf kaffi á könnuni..

en af vinnuni er það að frétta að núna þurfum við að vinna 5 daga póst á 3 dögum og í gær (mánudag) þá var meiri póstur en fyrir jól, húsið er að springa, enda eru allir að mæta senmma í dag til að vinna þetta niður og í dag og á morgun verður allt brjálað.. en svo kemur frí í 4 daga og þá verður slappað af vel og vandlega og borðuð páska egg.. mamma kom með egg handa okkur og svo sendi líka tengdó egg til okkar.. þannig að við verðum ekki svikin af páskum þettað árið.

en það mætti líka segja vorið sé komið því að núna er búinn að vera blár himin í nokkra daga og sól og hiti og spáir meiri hita.. á að fara í allt að 15°c á fimmtudaginn (jubbý)

vell farinn í vinnuna...
hann Mummi klukkan 12:28

17.3.05

.ó mæ god

Já orða sönnu... í dag komu mamma, amma, jónastína og geirdís frænkur og amma og mamma. til köben.. gaman af því...voru þær drifnar í hús og komu þær sér fyrir á gistiheimilinu og svo var farið í Fields og mátuð ein góð kringla.. og síðan var farið í mat. sko geirdís mín átti afmæli í dag og er 50 ára í dag.. .hún til hamingju með það... en við fórum að borða á The President í fiskitorginu... fengum borð handa okkur öllum og það var pantað að borða og vín með... og þá hófust lætin... málið er að þjónninn okkar sem er karlkynns er hommi... ekkert að því.. en málið er að þegar íslendingar koma saman þá er hlegið mikið og við vorum að gantast í honum og hafa gaman...og alltaf hló hann meira og meira.. og svo var annar þjónn þarna og hann var líka h og hann tók líka svo mikið þátt í þessu og við vorum víst farinn að valda smá óróa á veitingarstaðnum og allir farinn að hafa með okkur gætur, t.d. þá voru færeyjingar við hiðina á okkur og þeir skildu mikið af því sem við vorum að segja og höfðu mikið gaman af...síðan þegar að þjónnin fór frá okkur þá gaf hann jónu knús og svo tísti alltaf í honum... og svo þegar við fórum þá fengu dömurnar allar knús og kossa.. og frá hinum þjónunum líka... alveg miljón dagur.. og ekki annað hægt að segja en að geridís hafi átt eftirminnilegan dag... og á morgun eru dömurnar að fara til svergja og á að taka malmö og lund í einni ferð.. gera þetta með stæl...

meira síðar..
hann Mummi klukkan 00:00

14.3.05

.nú er það svart..

Já það er búið að vera fjandi svart síðustu viku... pósturinn hefur hreinlega verið að velta inn og svo til að toppa það allt þá biluðu stóru flokkunar vélarnar á fimmtudaginn kallaðar FSM (Flat Shorting Maschine) og þá fór okkar áættlun úr 70.000 í 450.000 bréf fyrir daginn.. en sem betur fer þá tókts nú að laga þær en samt fór í gegn um hjá okkur 190.000 þann dag sem þíðir að framleiðslan okkar var í 145% sem er afar gott.. og þannig er þetta búið að vera alla vikuna.. núna tildæmis á föstudaginn þá tókum við 160.000 bréf og framleiðslan var í 140% framleiðsal miðast við að hver persóna eigi að sortera 1000-1100 bréf á tíman og það sinnum þeir sem eru að flokka.. þá á maður að fá út hvað við erum að framleiða á dag.

En þetta magn er bara búið að vera yfirnáthúrulegt og segja mér innanbúða menn að þeir skilja ekki hvaðan allur þessi póstur kemur...

Og svo eru núna bara 2 dagar í að Mamma og fylkingin komi út til dk.. og þá verður nú trallað heldur betur...veður heldur farið að skána hjá okkur og snjór nánast farinn þessi littli sem var enda var ég að bíða eftir því að kólnaði á íslandi til að veður gæti farið að battna hér...

já... þá er bara að bíða þessa 2 daga...
hann Mummi klukkan 11:49

3.3.05

.stuff

Já smá síðan ég blöggaði.. en það hefur verið svakalegamikið að gera í vinnuni að maður gefur sér ekki tíma til að segja umheiminum hvað er í gangi.

Málið er að eftir að það snjóaði í síðustu viku þá fór allt úr skorðum hjá póstinum og höfum við verið að vinna upp allt það núna, sem dæmi þá höfum við verið að velta í gegnum mína deild yfir 200.000 bréfum á dag sem er tvöfallt meira en venjulega og t.d. á þriðjudaginn fórum við yfir 300.000 múrinn enda voru líka allir úrvinda eftir þann dag. Deildin er öll full af vikar fólki (afleysingar fólk sem hægt er að panta frá afleysingar stofum) til að komast yfir þetta fjall, og fyrst núna í gær þá tókst okkur að klára allt þannig að ekkert væri yfirliggjandi hjá okkur, höfum haft um 30-50 þúsund eftir liggjandi sem er ROOOSA slæmt. En þetta er allt að komast á rétt ról en þá hvað geris, snjóar meira svona heldur meira.. komnir skaflar og yfir 40cm snjór víðast hvar þannig að þetta er nú meira en bara föl í þetta skiptið.

Og er núna allt hvít hérna fyrir utan kolegiið okkar og þá er ég ekki að tala um snjó.. hendur eru stéttarnar hvítar af salti.. ég hef bara aldrey séð svona mikla salt notkun og hef ég nú unnið í salfiski.

Svo vorum við hjóna kornin að detta á þetta líka svaka tilboð á símum.. sími sem átti að kosta 5299 danskar var á 99 danskar og hvað gerir maður þegar mar sér svona, mar skellir sér á einn.. og skiptum um síma fyrirtæki líka en með þessum nýju símum er hægt að hafa vídeó samtal þetta eru svo kallaðir 3 kynslóðar símar og til að toppa það þá kostar ekkert að hringja innan síma fyrirtækisins hvorki venjulegt símtal eða Videósamtal... alveg geggjað en símin já hann heitir LG 8138.

jæja þetta er nú sæmilegt að sinni nú eru bara nokkrir dagar þanngað til að mamma og hersinginn koma út til dk... spennan magnast...
hann Mummi klukkan 12:48