Glöggt er gests augað

29.8.07

.já svo ummunar

þá er það æsland á föstudaginn.. mútta og pabbi komin aftur á klakan.. en samt með meira með sér en planlagt var en mamma fann þessi fínu lungabólgu í þýskalandi og hafði með sér til íslands og liggur nú rúmm föst fyrir austan hjá ömmu.

og til að bæta svörtu ofan á það þá urðu þau fyrir því óláni í dk að vera rænd.. já rúmverskir vasaþjófar þar á ferð og það í byrjun ferðarinnar.. en það reddaðist allt síðan þannig að ferðin var samt sem áður ánægjuleg og vonum við að rúmmvérnarninr hafi það gott með peningana hennar mömmu og kaupi eitthvað skynsamlegt.

svo var ég að lesa um það að í dk frá og með fyrsta feb 2008 mun verða lækkað all hressilega niður á tónleikum og á skemmtistöðum í dk en þá tak gildi lög sem segja að starfsmenn þessara staða munu ekki þurfa að vera í meyri hávaða en sem nemur um eitthvað 70db þannig að núna munu allir vera í parken og sussa á þá sem eru að syngja með því að þeir heyra ekki neitt. danir eru óborganlegir.. stundum...

sísta blögg fyrir ferð...
hann Mummi klukkan 21:55

25.8.07

.jammma

já... ég fór ásamt dabbanum út að djamma í gær ásamt vinkunu hanns sem er hérna útaf gaypridinu.. hvað um það við skunnduðum í strædó niðu í bæ og vorum rétt lennt á strikinu þegar við rákumst á hóp óðraíslendinga sem við að vísu þekktum. og eftir ráðabrugg þá var ákveðið að fara á vega næturklúbbinn og fá okkur hressingar. en það er nú svo sem ekki aðal málið.. á meðan á þessari ferð stóð þá saung hópurinn ættjarða söngva alla leiðina og í geggnum alla hóru götuna istergade, voru sungin lög eins og Nína, Danskalagið, fatlafól og ef minni mitt fer ekki með mig þá var tekið smá úr þjóðsöngnum.. annað merkilegt bar nú svo sem ekki á góma til að minnast á annað en að ég kom mér heim og svaf vel.. alveg þanngað til að það komu sennilga 8 löggubílar brunandi undir glugganum mínum um þetta 8 í morgun..

já.. já já.. vika í íslandsför...
hann Mummi klukkan 18:48

21.8.07

.fluttur

já þá er maður fluttur og verið að hamast í að koma sér fyrir...

flutningar gengu vel fyrir sig.. fyrir utan smá drama sem verður skýrt frá síðar.. og svo strengian daginn eftir, það tekur á að labba upp og niður á 4 hæð aftur og aftur og hvað þá með byrðar.. en ég hafði góða að til að hjálpa og ég þakka kærlega.. fyrir aðstoðna.. og auðvitað eru allir boðnir í innfluttings teitið.. eða hous warming eins og danir kalla það.. veit að það er á ensku en hei..

já og barasta...
hann Mummi klukkan 10:58

17.8.07

.einn

já einn dagur í flutining

og ég verð að öllum líkindum netlaus framm á mánudag

thats all fokes
hann Mummi klukkan 10:59

11.8.07

.snilld

komst nú í gott á fimmtudaginn, var í vaktar fríi og bara að dunda mér, þvo þvott, láta laga hjólið og for á istergade til að fá mér Durum rúllu og snarfaði hana í mig og þegar ég er að fara þaðan þá labba ég framhjá fiskbúð og er litið inn um gluggan og hvað sé ég ekki ýsu flök, ég rauk inn og keypti mér gott flak ekki var hún svo sem ó dýr en 1/2 kg var á 65 kall og ný yrði elduð ýsa í kvöld þannig ég fór líka og keypti nýjar kartöflur og svo var þetta allt saman eldað eins og á að gera.. bara á ofnpönnu og smá salt og pipar.. og bræddi smjör með... shit hvað þetta var gott.. þetta er fysta ýsan sem ég finn í dk í þessi 3 ár sem ég hef búið hérna og hef ég nú farið inn í þær margar fiskbúðirnar til að spurja um ýsuna en hún kallast Kullert eða eitthvað í þá áttina hérna en ég ættla að kaupa mér meira af ýsu fljótlega.. humm þetta var shit gott....

já svo er víst nína sys að koma með þá elsu með sér núna eftir eins og hálftíma.. næ í hana í lestina eftir smá...

6 dagar í fluttning
hann Mummi klukkan 12:59

9.8.07

.reykingarbann

já núna er stutt í að reykingar bannið taki gildi í dk en það er 15 ágúst, og núna er alltaf meira af fólki sem er að koma með mótmæli í þessu og núna síðast er hellingur af dagmæðrum í Oðinsvéum búnar að segja upp í mótmælum þar sem þær vilja ekki að ríkið geti sagt þeim hvað þær meiga gera heimahjá sér, en danir vilja bara ekki láta segja sér neitt hvað þeir meiga eða ekki meiga, mikið af bar eigendum eru að mínka barina sína til að geta notað glufu í lögunum en það má reykja á veitingahúsum sem eru minni en 40fm, margir vilja meina að þeir farai á hausinn þar sem kúnnarninr munu ekki láta sjá sig.

Best fannst mér að þingmenn ættluðu líka að halda til streitu með þetta og voru ekki tilbúnir að hætta að reykja á skrifstofum sínum á þinginu og voru tilbúnir að sjá sjálfir um þrif til að fá að reykja áfram, en lögin segja að það sé bannaða að senda annað starfsfólk inn í herbergi þar sem er reykt.

danir eru smá klikk verð ég nú að segja.. ég læt ykkur fylgjast með þessu það verða meiri læti á efa.

9 dagar í flutning
hann Mummi klukkan 10:12

6.8.07

.stónes

já þá er maður búinn að fara og sjá Roling Stones, en þeir voru að spila í parken í gær sunnudag, ekki annað hægtað segja en að þetta hafi verið góður endir á verslunnarmannahelgi, ég og dabbin vorum mættir ásamt 50þ manns eða svo til að hlusta á elli smellina, fyrst var nú einnhver reggeí gaur sem hitaði upp man ekki hvað hann heitir enda var hann nú ekki svo góður.
Stónes spiluðu svo í rúma 2 tíma með mikklum látum byrjaði vel en svo komu lög sem ég þekkti ekki en svo þegar tónleikarnir voru hálfnaðir þá komu góðu gömlu löginn og þá varð allt vitlaust. og var afar gaman.. og er maður þá loks búinn að fara og sjá stórtónleika. Tónlistar gagnríendur eru að gefa tónleikunum 5 og 6 af 6 möguleigum og allir bara sáttir en fólk var eitthvað skeptískt þar sem tveir síðustu tónleikar með þeim floppuðu frekar ílla þar sem keeth var ekki upp á sitt besta en hann var tiltörulega góður í gær og fórum við út reyktir og hálf heyrnalausir heim eftir þetta.

12 dagar í fluttning

hann Mummi klukkan 11:57

2.8.07

.simpson

já ég er að vísu ekki búinn að sjá nýju myndina en það er stefnt að því.. en ég fann síðu þar sem ég get séð út hverning ég væri ef ég væri í simpson þáttunum... prófaði tvær myndir.. maður uppar mynd af sér og svo gerir talvan rest.. og þetta eru alla vega þeirra hugmyndir um hverning ég væri.

fyrst ef ég væri nú skildur Abu

Og svo ef ég væri nú skildur Homer


Viðauki: það er víst búið að biðja um að fá hlekkin á simpsons síðuna.. þannig hérna kemur hún.. Sjáðu hverning simpson þú ert og ekki hafa myndina of stóra mestalagi svona 200k annars tekur græjan hana ekki
hann Mummi klukkan 11:46