Glöggt er gests augað

25.5.07

.London ferðinn


(Varúð varúð ægirlega langt blögg vertu viss um að þú hafir góðan tíma til að lesa)

Dagur eitt

Jæja þá hófst dagurinn vaknað full snemma.. rúmlga 4 að nóttu.. en flugið okkar er klukkan 7:20, Karvel tengdó kemur og sækjir okkur og skilar út flugvöll, við erum sniðug og notum sjálfvirka tékkinnið og spörum okkur langa röð og komum okkur inn á fríhafnar svæðið og fáum okkur morgunmat og bíðum eftir vélinni. Jæja komum okkur í vélina og setjumst.. og það er tekið á loft á tilteknum tíma.. vel á mynst þá erum við í Sterling vél þessi fína boing 737





og gengur bara vel að koma okkur til london Gatvik flugvallar...
við lendum á réttum tíma.. og það er lagt að... og þá hefst smá bið... og beðið smá meira... og þá er okkur tjáð að það er smá vandamál að fá ranan að vélinni og að það þurfi annað hvort að fá landgang eða að bakka vélini svo hægt sé að koma okkur inn í flugstöðina... en bíðum við.. og loks er hægt að komast úr vélinni við göngum og göngum.. lengi og lengi.. og komum að vegabréf skoðuninni og fuck hvað það er löng röð fyrir þá sem eru ekki frá evrópu.. en mikið er nú gott að vera á evrópska svæðinu.. þannig að við getum farið í stutu röðina.. hún var svo sem nógu löng en samt betra en hin og hún var lööööööööööööööööööööööööng og á undan okkur voru sumir sem áttu að vera í hinni röðinni en voru að reyna að komast inn í okkar röð en var vísað frá og þeir urðu að fara aftast i hina röðina.. sem var sennilega 60 mínútu löng í það minnsta.

Við fundum töskurnar og fórum þá að koma okkur að lestinni.. miði komin í vasan og þá var bara að fara smá spotta að teinunum.. og ég skal segja ykkur ekkert vera að kaupa í exspress lestina.. þið sparið 10 pund á haus fyrir miða fram og til baka með að taka bara venjulega lest en hún stoppar nokkrum sinnum á leiðinni og er 15 mín lengur til Viktoriustöðvar jæja við nutum ferðarinnar og þegar við komum til viktoríu þá var að kaupa miða í almenningssamgöngurnar en við borguðum fyrir 7 daga passa 23 pund á haus fyrir zone 1 og 2 en hægt er að fá sér 3 daga passa og það marg borgar sig að kaupa svona passa maður sparar fúlgur þar sem það kostar 2 pund í hverja ferð og dugar sá miði í 1 tíma frá kaupum, ef maður borgar fyrir eitt far þannig að sá peningur sem við notuðum hefði dugað í 23 ferðir fyrir einn. En við fórum mikið oftar í strætó eða lest

Við finnum lestina til Padington söðvar og rúllum með henni,

finnum hótelið okkar en erum helst til snemma til að tékka okkur inn en við losum okkur við töskur og förum bara á smá vergang þanngað til að klukkan leyfir okkur að fá herbergið.. eftir að hafa tékkað okkur inn þá er farið í strætó niður í bæ... sjáum Trafalgar torg



og Stóra Ben



og það er myndað og skoðað og við förum um ranghala Wesminnister underground stöðina og förum sennilega ekki minna en 50 metra undir jörðina upp og niður stiga til að komast á okkar brautar pall til að komast heim og þegar heim var komið var nú bara slappað af og farið senmma að sofa...

(Þú hélst að ég væri að grínast með að þetta væri langt er það ekki)

Dagur tvö

Jæja vaknað 7:30 til að fara í morgunmat sem var voða sætur en kannski ekki sá stærsti sem ég hef upplifað en ég fór saddur þapab engu að síður og við lögðum í hann niður í bæ, ferðinni er heitið að London Bridge sem er við hlið Tower Bridge



við förum yfir brúnna og löbbum með Times ánni og framhjá HMS Belfast sem er orustuskip síðan úr seinniheimstyrjöld og er til sýnis fyrir gangandi. Og þaðan fór ég á minn fyrsta Starbucks tja veit ekki hvað allir eru að tala um.. ég drakk að vísu kakó en það var kallt miðað við það sem árný fékk og svo var líka bláberja muffin með og það var gott.

Við fórum svo að ráðúsi london og inn



en þar er hægt að fara frítt inn og upp á 9 hæð og sá maður yfir mest alla borgina og myndað var þar vel og vandlega.. eftir ráðhúsið þá fórum við að Tower Bridge sem er hund gömul brú og yfir hana var farið og skoðað smá að utan London Tower en þar var mikil höll og fangelsi fyrr á öldum en núna má finna þar krúnudjásnin. Við fórum svo með strætó niður að Trafalgar torgi og sátum þar í góða stund en eftir að hafa fengið nóg af sólini (efitr heim komu mátti sjá að við vorum smá brunninn) þá fórum við inn á Nathional galleríið og þar inni má finna málverk eftir ekki minni menn en Van gogh, Picasso, Rembrant, Davinci, mone og marga marga fleiri mikið af flottum myndum og eftir þetta allt saman var nú haldið heim á leið með smá matar stoppi og svo inn á hótel til að slappa af smá ogförum við bara snemma að sofa.

Dagur þrjú

Jæja núna var sofið út smá, og lagt í það að versla.. en áður en farið var að versla þá fórum við í Westminnister Abby (eða Vesturþings klaustur)



en það er síðan 960ish og hefur stækkað mikið síðan byrjað var að byggja það og lét það ekki mikið á sjá í ww2 en ein sprengja hitti það en það var búið að koma mikið af hlutum í öruggt skjól og búa klaustrið undir þetta allt saman, hérna inni má finna grafir fólks eins og Shakespér, Churshills og helling af kóngum og kellingum og algert must see eina sem ég sé að því er að maður má ekki taka myndir þarna inni því maður á að kaupa bókina og máski getur verið að flassið hafi slæm áhrif á það sem inni er en núna er komin tími til að fara á Oxfordstræti og kaupa inn með smá pit stoppi á kfc, ekki er nú hægt að segja að við séum neinir power shopparar (ofurverlslarar) og við keyptum bara smá hér og þar.. og svo fann ég loks tóbaks búð og gat keypt 99 snuff fjúkit.

(það saxast á þetta já.. og halda svo áfram að lesa þetta er allt að koma)

En núna vorum við orðin smá þreitt og vildum bara fara í smá útsýnis túr og fundum okkur góðan strætó # 24 en hann fer í suður london og á nokkra svaka markaði sem heita meðal annars Camden markaður en hann á að vera geggjaður og ættlum við að skoða hann betur síðar, við fórum ekki úr vagninum þar þar sem klukkan var orðin smá mikið og eftir að hafa tekið 24 í hina átina til að komast í heim átt en við þruftum að skipta í 15 og áður en við fórum á hótelið þá keyptum við okkur fish and chips með ýsu.. bara nokkuð gott.. get ekki sagt að þetta hafi verið það besta sem ég hef smakkað en bara í lagi og maður getur ekki komið til bretlands án þess að smakka þetta því breskara verður það ekki og svo á að slappa bara



af í kvöld og máski bara horfa á dvd en það er líka verið að plana morgun daginn og ein hugmyndin er að fara á söngleik.. já kví ekki..

Dagur fjögur

Dagurinn rann upp snemma að vanda og við fórum í morgunmat og fengum okkur minimallista morgun mat og svo var stefnt í London augað (london eye)



sem er heimsins stærsta parísarhjól einir hundrað og bléeeeeeeeb metrar (fuck man ekki ... gúggla... hum.. london eye hight) já það er nákvæmlega 135 metrar á hæð þegar maður er hæðst uppi ekki nema.
En við fórum í miðaröðina sem tók kraftaverka lítin tíma enda var ekki búið að setja hjólið af stað enda klukkan rétt 9 að morgni (næstum ó kristilega snemma (ekki okkar stíll)) og svo í næstu röð til að komast í hjólið.. já eða gler skápin okkar.. og það tók ekki langan tíma heldur og af stað fórum við up up up up og up,
þarna uppi mátti sjá london frá hinum bestu sjónarhornum...nenni nú ekki að fara of nákvæmlega út í hvað við sáum hægt að skoða það betur á myndunum sem eru á Canon þræðinum. Svo var nú planið að fara og sjá vaktar skiptin hjá vörðunum henar Elísarbetar drollu við Buckingham höll



og eftir að hafa horft og tekið myndir þá var nú að finna eitthvað annað skemmtilegt að gera, þá var stefnan tekin á Viktoríu og Alberts safnið.. og það skemmir ekki að það er frítt inn.. og það er STÓRT við fórum hratt yfir í þettað skiptið enda líka Árný búinn að fara þar inn áður.. og fjandi var það flott safn en það þarf sennilega heilan dag til að fara þar um en sólin kallaði á okkur, við þruftum að brenna smá meira enda bara 25 stig og glampandi sól (fékk að vita síðar um daginn að það hefði snjóað í rvík nóttina áður og að það þrufti að skafa bílrúður)

Núna var málið að skella sér í mat eða bíddu vorum við kannski búinn að borða... já sennilega þá borðuðum við eftir að hafa séð varða skiptinn jæja ekki meira um það við vorum að tala um það daginn áður hvað við ættum að gera og við áhváðum að athuga með miða á sýningu á West End og við vorum búinn að hafa augastað á verki eftir Monty Python er kallast Spamalot og búið að fá geggjaða dóma en við fengum ódýra miða eftir góða ábendingu frá Dabbanum og shit shit shit hvað hún var góð og hér eftir kemur smá umfjöllun um sýninguna




Spamalot eftir Monty Python sýnt í Palace Theater west end
Verk þetta er í grófum dráttum bygt á Leitini að hinum heilagabikar ( The search for the holy Grail) og er það Erik Idle sem fer með pannan við að færa þetta verk á svið,
Verkið er búið að fá einn tony award og er búið að vera í gangi síðan 2005 og einnig á Brodway í Ny og Lasvegas svo hefur verið Us tour líka í gangi.

Þetta er söngleikur og byrjar hann á mistökum já sem eru planlögð að anda pyhton manna ég ættla mér ekki að fara út í karakter sköpun eða segja hver var nú bestur við sitt hlutverk en verð nú samt að minnast á Lancelot sem kemur úr skápnum í þessu verki en hann var bara alveg geggjaður og er leikin af Tom Goodman-Hill en hann fer líka með fleyri hlutverk en hann vara bara alveg stórkostlegur í þessu hlutverki

Leikhúsið er líka svakalega flott og er búið setja upp margar sýningar þarna í gegnum árin, það eru 3 svalir eða 4 hæðir.. ég er ekki alveg viss hvað það rúmar marga en ég gæti auðveldlega skotið á 1200 manns án þess að vera fjarri lagi.. það var ekki uppselt enda þriðjudagur en það var sennilega um 700 manns á sýninguni.

Ég get ekki annað en mælt með þessari sýningu því hún er hreinasta snilld og fyrir alla Monty Python aðdáendur að þá verða þeir bara að sjá hana og fyrir þá sem vilja heyra smá af sýninguni þá er hægt að leita á youtube og finna tónlistina úr þessu á piratebay

Ég gef sýninguni 5 og hálfa af 6 mögulegum það vantar þessa hálfu vegna þess að ég gat ekki séð hana 2 sinnum..
Listhúsa gagnrýnir MummiDidda.

Og svo var núna bara að skella sér heim og fá sér smá í goggin... gott að það er kfc skammt undan okkur... og tekin kjúlli með heim og lagst til kvílu eftir það... morgun dagurinn er svona frekar ó planaður en við gerum aflaust eitthvað mergjað eins og að horfa á Liverpool vinna bikarinn... á góðum enskum pöbb... góða nótt að sinni

Dagur fimm

Jæja í dag er nú bara smá leti enda erum við að fara heim á morgun en við ákváðum að skella okkur út og stefna í áttina að Greenwich þaðan sem klukkan er miðuð við (GMT) og eftir að hafa farið með strætó í góðan tíma þá komum við á staðinn og virðum hann fyrir okkur og skoðum smá Maritime safnið sem er þarna, einnig er þarna gamall Naval Colage og hefur verið mikið tengt sjó söguni þarna.

Svo er að koma sér aftur að miðbænum og við lendum við Viktoríustöð og finnum okkur þar að borða og tökum með okkur á smá grasbala sem er rétt fyrir utan og borðum þar ásamt haug af fólki enda veður gott.

Við ákváðum að fara aðeins meira á Oxfordstræti og kaupa smá meira inn sem og við gerðum, þegar hér var við sögu komið þá er nú klukkan að nálgast 18 og við komum okkur heim á hótel en ég ættla mér að fara á lókal pöbbin sem er rétt við hótelið og horfa á leik Liverpool og AC Milan, á pöbbnum er mikið fjör og margt um mannin en ég klára nú ekki leikin enda stefnir nú í ekki svo góð úrslit þannig að ég kem mér bara aftur á hótelið að knúsa Árný og pakka niður en það er ræs snemma til að koma sér í flugið.

Dagur sex

Jæja þá er síðasta stundin runninn upp í london að sinni en við klárum að pakka og tékkum okkur út og löbbum aftur niður að Padington stöð til að komast aftur á Viktoríu stöð til að fara þaðan á Gatwik flugvöll, á viktoríu stöðinni þá finnum við lestina og setjumst og komum okkur vel fyrir við erum valla lögð af stað fyrr en við verðum að fara og færa okkur en sá endi lestarinnar sem við vorum í mun ekki fara alla leiðina á flugvöllin en lestinni verður skipt í 2 á miðri leið þannig að við verðum að burðast með töskurnar framar í lestina.

Á flugvellinum þá þurftum við ekki að bíða lengi í chekinn og rúllum inn í öryggistékkið og þar gekk nú allt hratt fyrir sig og við bíðum stillt og prúð þar til við komumst í flugvélina og áleiðist til Köben en flugið var nú bara 1 timi og 25 mín sem er nú bara ekki neitt og aftur kom Karvel og sótti okkur og kom heim.. það er nú voða gott að vera komin heim aftur...

Ef ég á nú í lokin að taka saman um london þá eru það nokkrir hlutir sem ég vill minnast sérstaklega á.
London er afar hreinleg borg en það var alltaf verið að taka til og þrífa hana.
Almennings samgöngur eru mjög góðar.
Þú verður mikið var við lögguna.
Allir sem eru eitthvað að vinna úti við eru í þessum típýsku neongulu vestum.
Það er ekki svo dýrt að borða eða drekka í london.
Eitthvað er um vasaþjófa en ef maður hugsar skynsamlega þá verður allt í lagi.
Það fara nú ekki margir eftir umferðaljósum við að fara yfirgöturnar.
Maður verður að vera afar frekur í umferðinni.
Það er erfitt að venjast því að þeir aka vitlausumeginn.
Það er ekki hægt að kaupa bjór eftir klukkan 21 í sjoppum.
Bjór undir 3 pundum á bar er bara nokkuð gott verð.



Jæja ég hef þá ekki meira um þetta að segja að sinni en ég veit að það eru nú sennilega ekki margir sem lögðu í það að lesa þetta allt en þið sem gerðuð það eruð hetjur en ég hef nú bara svoldið gaman að skrifa ferðasögur...

Og svo skulum við bara vona að ég fari nú ekki mikið lengra frí fljótlega.

Sæl að sinni
(jæja þá ertu komin á endan ég vona að þú munir ekki hljóta skaða af og að þú fáir ekki ógéð af netinu eftir þetta en svona er nú lífið og mundu svo að segja mér að þú hafir lesið í commentunum...)
(ps word segir að þetta hafi verið 2644 orð)
hann Mummi klukkan 14:25

17.5.07

.oh yea

jæja kallinn komin í smá sumarfrí.. framm til 29.. og frammundan er London og afslappelsi.. já og að skoða meira af íbúðum..
langar að benda á skemmtilegan vef en hann heitir www.ljosmyndakeppni.is og þar má sjá margt um ljósmyndun og því tengt og taka þátt í keppnum.. er búinn að vera að gera það núna undan farið.. allir að koma ogskoða..
hann Mummi klukkan 14:22

9.5.07

.loks eitthvað

jæja ekki mikið búin að vera að blögga en hérna kemur smá færsla alla vega..


var að fá gesti en Sænska kóngafólkið var að koma í heimsókn til mín í dag og verður í 3 daga þannig nóg að gera þar.


búið að vera mega gott veður og erum við hjúinn búinn að hafa bíl í viku og höfum verið að fara hingað og þangað og ég að taka myndir er búinn að bæta við á myndasíðuna mína þarna til hægti sem segir Canon


og erum við líka að verða brún og sælleg eftir alla þessa sól


og svo ein mynd í lokin


hann Mummi klukkan 12:10