Glöggt er gests augað

29.9.04

.PostDenmark

Jæja... var í dag í viðtali númer 2 hjá Danskapóstinum...
í fyrra viðtalinu þá var smá fyrirlestur og svo 5 próf... sem maður þurfti að taka..
sem ég lagði af velli með sæmd.. þessi próf voru meðal annars um að geta lesið skrifstafi og svo að sjá mismuni.. og svo hvað maður er fljótur að pikka... var þar með nærri 200 stafi á mín... sem er nú mjög gott... og svo endaði þetta á viðtali... og eftir að hafa farið í gegnum þá meðferð alla þá var ég valin að koma aftur í viðtal.. og þá núna við minn hugsamlega yfirmann og svo var verið að sýna mér um póstmiðstöðina...
hér eru smá tölur handa þeim sem vilja vita...
um aðal póstmiðstöð danmerkur sem kallast postcenter Köbenhavn fara 3 miljón bréf á dag.... þar vinna 1500 manns (24.000 í allt hjá póstinum) húsið er á 7 hæðum þar af 2 sem eru bara bílageymslur.. þeir eru með flokkunar vélar á um 30.000 fm þessar risastóru..(pakkar eru flokkaðir annarstaðar ekki í þessu húsi og þar er það allt gert með vélum líka) og við þetta allt saman er fullt af róbótum sem vinna mikið af þessu...
það má reykja allstaðar... t.d. þá var verið að vinna á svona póstviktunar vélar eins og er á fyrirtækjapósthúsinu á íslandi.. nema að við hana var talva og fólk gjaldfærði strax... þar var bara verið í mestu makindum að vinna og reykja...
myndi fækka pásum heima.. ef þetta væri þannig líka... ha...

og eftir þetta viðtal sem varði í nærri 2 tíma..og kynningu á húsinu og starfinu sem ég var að sækjast eftir..þá var mér tjáð að núna mun þessi aðili sem var með mig hún Ditte skrifa umsögn og senda aftur í starfsmannahaldið.. ja eða mætti frekar kalla ráðningar deildina (jobcenter i post denmark) og þaðan mun ég svo fá boðun í eittviðtal en...en ef ég er boðaður í það þá er ég komin með vinnuna...
þá tekur við meiri kynning sem varir í 2 daga... um allt sem póstinum viðkemur og þar munu verða talsmenn verkalíðsfélagsins... öryggisfulltrúar... yfirmenn... launadeild og svo lengi mætti telja... og ef allt gengur vel þá er von á svari í næstu viku... svaka prósess hérna ha...

Svo var lagt af stað heim... já annar kostur.. við þessa vinnu hún er við hlið aðallestarstöðvarinnar í köben..
minn var rétt að koma heim og þá var þessi líka svaka diskó sýning rétt hjá þar sem við eigum heima... 5 bílar frá slökkvuliðinu... og löggan og sjúkrabílar... þar hafði einn verið að kaka allt of hratt... og velt bílnum sínum...og þurfti að klippa hann út... veit ekki hvernig það fór hvort að hann lifði eða ekki...

er þetta ekki bara fínnt að sinni...

læt ykkur vita betur hvernig fer... held áfram að ranskaka ryksugurnar þanngað til...

kv Mummilíus...
hann Mummi klukkan 22:39

21.9.04

.Ryksugur

Já þá hef ég komist inn að kjarna Nilfisk og var í fyrsta skiptið í gær að vinna þar. Er á lagernum að taka saman pantanir fyrir allan heimin, þetta er svaka fínnt.. ekki neitt voða erviði og fínn mórall í gangi. Smá svona vertíðar stemming í gangi að ná að klára allt áður en bílanrir fara útum alla evrópu.

Og svo hef ég verið boðaður í viðtal þann 23 hjá póstinum... gaman að sjá hvað það gefur af sér enda háklassa fyrirtæki.

svo er minn alltaf að verða betri að hjóla... vegalengdir sem ég var 45 mín að hjóla eru komnar niður í 20 mín og eru en að battna eins og með nilfisk þá eru 8 km þannagð enda er þetta í Brøndby sem við gætum út lagt sem hafnarfjörð og að ég búi í reykjavík það er fullt af bæjum samliggjandi við køben rétt eins og með reykjavík enda mikið talað um stórkaupmannahafnarsvæðið.

ekki var það mikið meira að sinni
hann Mummi klukkan 11:49

19.9.04

.ammali

Já góðan daginn... minn á víst amæli í dag og náði því að verða 33 vetra eins og kom fram í eldra bloggi...

í gær var farið og tekið smá á því... var líka með gest að heiman og svo frænka Árnýjar og hennar maður líka... margt var gert og mikið dansað.. enda kom mar ekki heim fyrr en um 8 fh. svo var ég með matarboð í dag. ekki get ég nú sagt að margir hafi komið þrátt fyrir að hafa sent út 40 boðskort. voða magrir báru fyrir sig að þeir gætu ekki komist fyrir hafið bláa. voða klént eitthvað ha.. en hvað um það...

það var rosa gaman og vill ég þakka kærlega fyrir mig.
hann Mummi klukkan 21:44

11.9.04

.idols-Tv.rollur og sjóræningjar...og 11.9.

já idols.. eins og það er kallað hjá baunanum... og í volvo landi... og í nojara landi ... þá er búið að vera að horfa á það með fullu blasti... og hjá svíunum þá var sýnt frá því á hverjum degi meðan áðal prufurnar fórufram... og geggjað stuð... alltaf gaman að sjá fólk gera sig að fíflum... það eru tveir kynnar þar eins og við eigum að venjast á klakaum... en það eru 4 í dómnefndinni... 3 kallar og 1 kona... og eftir að hafa horft á þetta þá er ég sanfærður um að allir sænskir kallar eru hommar... og allir svíar tala eins og hommar... þetta er hilerius... allt saman. .. ekki það að ég hafi neitt á móti hommum.. allt besta fólk... alla vega þeir sem ég þekki...

og svo annað raunveruleika TV sem við erum að leggja augu okkar að er t.d.
Robinsons betur þekkt sem Survivor.. en danir sem eru í því
Strandveis Villan 14 pör að byggja hús... og síðasta eftir standandi parið fær húsið.
Svo eru það 3 svona Extreme Makeover þættir (plast og sílíkon aðgerðir)
Og svo eru það 2 Extreme House Makeover þættir þeir eru fínir...
og svo eru held ég ef ég man rétt allavega 15 í viðbót sem ekki er vert að minnast á hérna...

já og að öðru þá er hin aðþjóðlegi dagur talaðu eins og Sjóræningi þann 19 sept...og get ég nú ekki annað en hvat fólk til að taka þátt enda er þetta nú stór dagur líka fyrir mig... minns nær að verða 33 vetra gamall...og það er ömurlegt að segja það á dönsku... verður betra þegar kallinn veður 34...

Svo vorum við að sjá þetta líka svaka fína tilboð í dag á Íslensku fjallalambi og kostaði 1/2 kg ekki nema 500 kall.. sem er nú ekki mikið...og ættlum við að fá okkur lamba steik hið fyrsta...

senn líður að því að tívolí loki enda sumarið senn á enda.. en sá dagur veður víst líka 19 sept þar sem þeir loka framm að jólum...

í dag var víst eins og flestir vita 11 sept..og þá eru voða margir að minnast þess sem gerðist í Nýju jórvík þegar tvö hús komu niður til jarðar með smá hjálp araba...margur er að væla út af þessu... ekki get ég sag að ég sé einn af þeim...
ekki á meðan enginn vill tala um þau 800.000 börn sem hafa dáið í írak frá fyrrastríðinu 91 vegna þess að kanar vildu ekki hleypa inn í landið nauðsynja vörum og lyfjum... já 800.000 börn dáin... mér fynnst 2962 eða hvað það var í new york bara penuts við hliðina á því... við ættum að tala aðeins meira um það.. og allt það fólk sem kanin hefur komið í gröfina með stórveldis stælum sínum við erum að tala um miljónir... og það margar... hafið það bakvið eyrað þegar þið fellið tár útaf 11 september...
hann Mummi klukkan 23:51

5.9.04

.sendingar

Jæja það má segja að maður sé komin aftur í póstin... ef unnið nokkra daga hjá fyrirtæki sem heitir Wilson og það sérhæfir sig í sendingum um allan heim og þá svona frekar stórum pökkum.. þetta frá 500g upp í 4 ton... það sem maður er að gera er að pakka og og raða sendingum á flugbretti.. .sem fara svo í cargo flug... og til að nefna einhverja staði þá eru það HongKong, Taipey, Sydney, Bankok, Reykjavík, Aukland og svo mætti lengi telja...
og svo er þetta nú sæmilega langt í burtu.. eina 8 km.. en það kemur ekki að sök.. ég hjóla þetta bara... og er snöggur að því... og er að verða sneggri... þolið allt að koma...

hjér er búið að vera svaka blíða undafarna daga.. fullt af sól, í gær fór hann í 27 gráður og það spáir svipað í dag með veður... nú eru líka danir á fullu við uppskeruna og við fengum okkur um dagin splúnku nýja mæisstömngla danska að sjálfsögðu.. og vá hvað þeir voru góðir...og svo allt hitt sem er núna til.. ferkst og flott..og ekki skemmir verðið á þessu... við fengum 8 mæisstöngla á 15dkk... ekki amarlegt það... og þeir með híðinu og öllu...gaman af því....

hann Mummi klukkan 13:49