Glöggt er gests augað

31.12.04

.uppgjörið

Jæja er þá ekki málið að fara að gera upp þetta ár eins og allir aðrir fjölmiðlar gera.

Humm hvað er svo búið að gerast markvert á þessu ári..
í vetur sem leið þá var ég að vinna hjá Öryggismiðstöðini og þá var áhveðið í árs byrjun að stefna á erlenda grundu og allt sett á fullt með að leita að húsnæði.

Við fengum húsnæði á frekar stuttum tíma og var gengið frá öllu. Þá var hafist handa við að verða sér út um öll skjög og allt það sem þufti að taka með sér út nú fór að koma vor og allt að verða klárt búið að segja upp leiguni á klapparásnum og við að drekka í okkur síðustu dropana af íslenskri nátthúru.

Og svo var það Júní og þá átti nú Andrea Björk afmæli og varð 9 ára ungfrúinn hún til lukku með það. Og enn dróg nær því að koma sér út.
Loka smellurinn við að pakka niður og hveðja alla (náði nú ekki alveg eins mörgum og ættlað var) áður en farið væri út. Og lagt af stað til keflavíkur þar sem gista átti nóttina.

Dagurinn rann upp þar sem farið var út og leifstöð tekinn eins og átti. Flogið út og þá hófst nú hið stóra ævintýri.

Við komum út og tók Karvel tengdó á móti okkur og fylgdi okkur í íbúðina þar sem við ættlum að búa. Og stóðst hún nú allar væntingar og gott betur og komum við okkur vel fyrir.

Þá var nú farið að skoða Danmörku líka aðeins og farið vítt og breitt um Sjáland og það skoðað hægri vinstri og svo var líka farið niður á Knuthenborg og farið þar í Dýragarð mikinn og þar aka menn um á bílnum sínum til að skoða það sem fyrir er.


Og svo kom nú ágúst og þá átti hún Nathalie afmæli og varð 5 ára hún til lukku með það.

Einnig hafa komið margir gestir til okkar og til að nefna eitthvað þá eru það Dabbinn, Öddinn, Bjarur, Nína sys og dætur, Hildur og Arnþór, Jón bró, Geiri Max, Ingileif, Mamma og Baldinn, Beta og Gylfi og svo var það Tengdó þá held ég bara að ég hafi nú nefnt alla sem hafa komið til okkar á þessu ári frá íslandi þar að segja það hefur nú líka verið tíður gestagangur frá fólki sem býr í DK.

Ég byrjaði að vinna sem Vikar hérna í dk og fékk nokkur störf til að vinna við þar til ég fór og fiskaði mér fasta vinnu hjá póstinum og þar er ég núna og hef það gott.

Næsta ár mun hafa með sér í skaut flutninga og hitnandi veður og græna haga meira er nú ekki vitað en það.

Það er verið að reyna að planleggja heimsókn á klakan um páskana, það ætti nú alveg að ganga enda fengum við rausnalega ferðaávísun frá Tengda pabba (karvel) til að nota í ferðalag.

Og á þessum tímamótum langar mig að óska ykkur öllum til hamingju með nýjaárið og þakka fyrir það gamla og allar þær minningar sem það átti og vona ég að við eigum eftir að eiga margar góðar minningar frá næsta ári.

Lifið heil.

kv frá danmörku
Mummi
hann Mummi klukkan 17:01

29.12.04

.dót

Já núna ættla ég að skrifa um allskona dót.

Núna eru jólin búinn í hér í dk.. danir segja að jóin séu búinn þann 2 jóla dag og þá taka flestir allt niður og henda út trénu og fara að huga að örðum hlutum. það er að vísu svipaður dagur þan 6 jan eins og við höldum þrettándan en þeir eru að fagna örðum hlutum.

Pósturinn gékk fínnt fyrir jólin og síðustu 14 dagana fyrir jól þá fóru í gegnum póstin 60 miljón bréf og mest af því fór nú í geggnum vélar en við vorum að taka þetta 150 000 bréf á dag í minni deild sem er það sem vélarnar ráða ekki við og má segja að það hafi veirð nóg að gera... við erum að jafnaði að taka inn 70-90þ bréf á dag sem er nú líka hellingur.

Og meira um póstinn þá eru þessar vélar sem eru fyrir stóru bréfin þá á ég við A4 og þessháttar þá eru all nokkur færibönd til að taka póstinn til og frá þeim og er bara á einni hæð 2.7 km af færiböndum sem er svona frekar mikið verð ég að segja... enda kosta þessar vélar einhverja geðveiki... man ekki hvað þær kosta... set það hér þegar ég finn það aftur...

Og svo ættla ég að senda besta vini mínum hugheillar óskir og von um bata og vona að hann verði nú komin á rólið sem fyrst og farinn að hrella ungar stúlkur sem fyrst og neita áfengis. eftir þessa barsmíðar sem hann varð fyrir um helgina og óska ég það hans gerendum að þeir brenni í helvíti til eilífðarnóns... og hana nú...
Hei kall láttu þér batna.. minn kæri vin...

Já og svo er það kalkúnin sem á að berja saman á gamlársdag... sjáum hvernig það fer allt saman.. það gekk allavega fínnt að elda hammarannn og Frönskuöndina á aðfangadag og allt hitt...

Er þetta nú ekki að verða bara alveg nóg... jú ég held það bara... vell later fólk...
hann Mummi klukkan 01:38

24.12.04

.julehilsen

Gleðileg jól alle sammen



og svo má alveg skilja eftir kveðju í skjóðuni minni
hann Mummi klukkan 14:55

21.12.04

.Jólakort

Daginn alle samen..
mig langaði að segja frá smá skondnu sem kom fyrir mig í vinnuni í gær.
Málið er að ég var að flokka nema hvað og þá tók ég upp þetta fína jólakort og það var til Margrétar drottningar.. sem var nú ekki öll sagan en kortið var frá Elísabetu Englands drottingu.. og má nú segja að þetta hafi nú veriði afar konunglegt bréf í meira lagi..

Einnig ættla ég að fara að nefna orð sem danir nota og við líka það er að segja að það er ekki bara "ske" sem er að fylla íslenskuna okkar af dönskum áhryfum.

En orð dagsins er: "Hamstra" eins og við öll vitum þá er verið að tala um að sanka að sér fullt af vörum eða öðrum hlutum og þetta orð er eins á dönsku og hefur sömu þýðingu.

Og eitt einn og það er: "Sultutau" en það er eins hér, það er ekki mikið notað á íslandi en eins og flestir vita þá er verið að tala um sultu.
hann Mummi klukkan 13:15

11.12.04

.Byko, Bikla, Ikea...

já þetta eru voða venjuleg nöfn ekki annað hægt að segja en það.. Við höfum verið að leita að byko hérna... vantar svo gerfitré... danir bara eru svo ekta í jóla trjám.. sem er svo sem í lagi.. trén eru ekki dýr... fínnt tré á 100 kall...

En aðal málið er að við rendum svona aðeins í Ikea.. í Tåstrub og vá... það var á 3 hæðum og hver stærri en ikea heima á frónni.. svo er önnur búð í Gentofte sem við eigum eftir að skoða bara til að sjá hvað þetta er....

Alltaf nálgast jólin... enda allt að verða vitlaust í póstinum.... það var verið að stilla upp 50 flokkunar rekkum í viðbót það sem jóla nissunum (það kalla þeir auka fólkið sem kemur um jólin) og svo allir hinir rekkarnir sem voru fyrir það eru sennilega 120 flokkunar skápar fyrir standard bréf og svo 70 flokkunar skápar fyrir stórbréf þar sem ég er að vinna eins og er.. þannig að við erum að tala um góðan slatta... og þetta er bara það sem er í köben... á póstmiðstöðinni minni... það eru 6 póstmiðstöðvar í dk... og svo erum við líka farnir að flokka póst fyrir suður svíðþjóð... alltaf nóg að gerast hjá okkur... ...
hann Mummi klukkan 20:35

5.12.04

.meira búm

Við vorum að slæpast í gær og ættluðum að fara og sýna gestum okkar littli hafmeyjuna en það var alveg bannað þar sem löggan var búinn að loka öllu þar sem að sést hafði grunsamlegur pakki við stytuna og var sprengju sveitin að skoða þetta nánar... ekki hef ég fengið að vita hvort um raunverulega bombu hafi veirð að ræða en þetta er víst farinn að verða full algengt að þeir séu að fjarlægja pakka frá himum og þessum stöðum sem grunaðir eru fyrir að vera sprengjur...

veit vel að áramótin séu að nálgast en er þetta nú ekki full mikið...
hann Mummi klukkan 15:07