Glöggt er gests augað

28.7.06

.samba

Jæja þá er maður orðin einn heima en þó ekki lengi en hún Tedda er að koma með krakkana og ég bauð þeim að gestaherbergið,

það er búið að vera svaka gaman hjá okkur bræðrum að þvælast um allt hjólandi gangandi og sprellandi, stuð stuð ég ættla nú ekki að fara tíunda mikið hvað við gerðum það mun koma út í ársbókinni sem gefin verður út í 1000 eintökum og verður seld hér á síðuni og gengur hagnaður inn allur í góðan málstað það er að segja til mín

já eins og ég sagði þá fór síðasti bróðirinn (örn) á miðvikudaginn og er ég voða hræddur um að hann hafi tekið með sér góðaveðrið en það er spáð slatta af skúrum í næstu viku ekki alveg planið mitt en það veitir víst ekki af að fá smá vætu en hún á bara að koma á nóttuni.

ég hennti inn nokkrum myndum.


Bræður í tivolí
Ég og Örn á leið í Carlsberg safnið (Mekka) og er þetta hinn færgi Carlsberg fíll
Hluti af þeim 13 þúsund flöskum sem eru til sýnis á safninu en safnið á í heild 16 flöskur og á Guinnes metið
Það eru hest hús þarna og það er en verið að fara með þessa vagna út í bæ á góðum dögum
hann Mummi klukkan 12:20

23.7.06

.sommer mænds

já það er sumar og það eru gesti.. og já.. um að gera að henda smá myndum inn...


Bræður á ráðhústorginu


Verið að fá sér öllara eftir vinnu

The great hjólreiða túrinn allir bara sprækir...

Bjartur.. eða eins og hann nefnist núna Jarðarberið pínu smá rauður..

hann Mummi klukkan 00:50

16.7.06

.1 2 3 margir

já.. þessi dagur var nú tekin vel í notkun.. vaknaði seinnt.. fínnt mál það.. enda sunnudagur og svo um 12 leitið þá dreif ég mig út í sólina og hitan, var ferðinni heitið í Valby park og tók ég með mér teppi og nesti og auðvitar sólaráburð til að brenna nú ekki.. og lá ég þar og sólaði mig til fjögur en hóf þá heim ferð mína, rétt eftir að vera komin heim þá dinglar tengdapabbi á bjölluna og spyr mig hvort að ég nenni ekki að hjóla smá jú auðvitað og fórum við niður í bæ og fengum okkur kaffi (ég bjór, drekk ekki kaffi) og fengum okkur gott spjall kom heim og þá var nú bara að koma tími til að fara og ná í baldinn en hann var að koma til dk eftir að hafa verið mánuð á kýpur að mála en gaurinn var þar í listaskóla og svo á morgun þá kemur öddinn og á miðvikudag bjartinn.. og verða þá bræður 4 tallsins.. verður nú eitt og annað brallað... segi eftir vill frá því hér...
hann Mummi klukkan 23:32

15.7.06

.Keflavik

Var að horfa á mynd svona sjónvarps mynd sem var svo sem ekki neitt voða góð en fjallar um flugslys, og maður fílar svona hörmunga myndir þannig að ég ílengdist við að horfa á hana.. myndin var á dr 1 í gærkveldi, já en hér fjallar myndinn um flugvél í háska sem þarf að breita útaf leið og lenda í Keflavík iceland og var mikið tuggið á því.. líður svo myndinn og lendir vélin nánast klakklaust í kef eftir fullt af drama.. og viti menn þeir voru nú búnir að skoða eitthvað málið.. og allir bílar voru merktir með keflavík á og slökkvibílarnir voru með íslenskafánan á... alveg brill þessi mynd alveg brill, frekar vond mynd en með fullt af íslandi í.. þó svo að ekkert hafi verið tekið upp á íslandi... hehe jæja mar ætti kannski að fara út í sólina og fá sér smá bjór eða marga.. later
hann Mummi klukkan 12:34

10.7.06

.söff

mín síðustu orð munu verða....

Your Famous Last Words Will Be:

"So, you're a cannibal."
What Will Your Famous Last Words Be?
hann Mummi klukkan 12:40

8.7.06

.øl og ligeglad

já smá bjór og snakk er góður endir á góðum vinnu dagi og skemmir ekki að helgin er að koma.. við skelltum okkur nokkur úr vinnuni niður á bryggju sem liggur jú víst bara beinnt niður af Bernstrorfsgade þar sem vinnan okker er.. og hinum megin við bryggjuna er íslandsbryggja skemmti legt það.. en við áhváðum þar sem veðrið væri bara súber að senda nokkra í sjoppuna eftir bjór og svo hittumst við þar og fengum okkur öl og skemmtum okkur bara þetta líka svaka vel.. skemmdi ekki að hinum megin var jazz tónleikar en núna er jazz hátíð í bænum og er mér sagt að það séu á innan við 2 vikum 900 tónleikar um alla borg, stórir og smáir.. mar ætti kannski að skoða eitthvað af þeim.. en já við bara skemmtum okkur við að tala um póst nema hvað.. og hit og þetta... voða huggó... já og það var 26 stiga hiti og næs heit ef þið vilduð vita.. klukkan 22 om aftenen
hann Mummi klukkan 00:21

4.7.06

.hitt og þetta

Mig langar að byrja á að segja frá því að hann Mummi Afi minn hefði orðið 82 ára í dag en hann kvaddi fyrir 2 mán.

en annað sem er að frétta er að hér er sól og sól og sól og hiti.. já mikill hiti búinn að fara í 30 gráður... getur verið sveitt að vinna í því.. en gaman að vera í þessum hita samt sem áður.. myndi ekki vilja skipta á því og veðrinu heima á klakanum, ég fór einmitt um síðustu helgi í smá hjóla túr eða 50 km ferð um dragör og annað svæði hérna fyrir austan, ferlega gaman að hjóla svona og planið er að gera það aftur næstu helgi.. um að gera að nýta þetta veður til þess að hjóla smá.. og sjá landið betur...

já en er kallin einn í kotinu.. en baldi fer að koma ekki langt í það... og svo er nú bara tímin alltaf svo fjótur að líða

já og svo hefur kallin aðeins verið að horfa á hm já eða vm eins og við köllum það hérna megin við atlantshafið..

annað var það nú ekki að sinni...
hann Mummi klukkan 22:52