Glöggt er gests augað

26.6.06

.undirskrift

mig langar að fá ykkur sem lesið þetta blögg mitt að fara á þessa síðu og rita nafn ykkar, á síðuni er verið að krefjast þess að það komi betri og öruggari samgöngur til vestmannaeyja. læt hérna fylgja með smá klysju frá þeim sem eru með síðuna og látið mig svo vita með að kommenta hjá mér að þið hafið stutt málefnið.. danke schön

Undirskriftalistinn

Vegna neyðarástands í samgöngumálum!
Opin ályktun ferðaþjónustuaðila og áhugamanna

um samgöngur í Vestmannaeyjum til forsætisráðherra og ríkisstjórnar Íslands.
Undirritaðir aðilar koma því hér með á framfæri að ástand í samgöngumálum milli lands og Vestmannaeyja er óásættanlegt með öllu. Ef heldur áfram sem horfir sjá ferðaþjónustuaðilar fram á hrun í starfsemi ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.
1. Herjólfur sem er aðal samgönguæð okkar og þjóðvegur, er svo til fullnýttur allar helgar og flesta daga sumars. Flestar ferðir eru fullbókaðar með bíla og ekki fyrirséð nein aukning á plássi með skipinu í náinni framtíð.

2. Flugsamgöngur við Reykjavík sem á árum áður fluttu hingað 80-90.000,- manns á ári eru í ólestri. Notast er við litlar flugvélar, sem eru með háa bilanatíðni og því óöruggar til flutninga á fólki yfir haf sem tekur um og yfir 20 mínútur.

3. Útilokað er fyrir hópa að fá flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja nema þeir leigi sér sjálfir flugvélar.

4. Þrátt fyrir loforð ráðamanna og þingmanna um úrbætur í samgöngumálum við Vestmannaeyjar hefur ekkert gerst nema eitthvað miðjumoð og svikin loforð.

5. Vinnuhópur sem stofnað var til fyrir nokkrum árum er nú loksins að senda frá sér ályktun um ,,að athuga með ferjulægi” í Bakkafjöru.

Við svo búið segjum við hingað og ekki lengra og óskum eftir skjótum viðbrögðum ríkisstjórnar Íslands og ráðamanna svo ekki hljótist af enn meiri skaði en nú þegar er orðinn.

Vestmannaeyingar eru ekki annars eða þriðja flokks borgarar í þessu landi. Héðan kemur einn mesti auður á íbúa þessa lands og hefur gert síðustu áratugi. Við óskum eftir að litið verði á okkur sem meðborgara með sömu réttindi og aðrir landsmenn í samgöngumálum.

Við óskum eftir nýju gangmiklu skipi svo fjótt sem auðið er og ekki seinna en árs 2007.

Við óskum eftir að flug með 30-50 sæta flugvélum verði komið á þegar í stað frá Reykjavík.

Undirskriftalaistinn
hann Mummi klukkan 13:21

22.6.06

.tónleikar

ég var víst ekkert búinn að segja frá því að ég fór á tónleika núna 17 jún í parken með Baldinum en það var Zulu rok tónleikar og komu all nokkrar danskar hljómsveitir framm ásamt Petshop boys og Black eyed pees og verð ég að segja að pees voru svaka góðir og mikið að gerast hjá þeim allan tíman á sviði synd að þeir náðu bara að spila í 90 mín en við vorum þarna frá kl 18 til 23 þá nenntum við ekki meir en tónleikarnir voru búinir að standa frá kl 13 um daginn, já og þá er maður loks búinn að fara á sína fyrstu tónleika í parken...

hann Mummi klukkan 14:44

18.6.06

.back in the ussr

já þá er maður komin aftur heim í köben... komin í almennilegt veður.. var að verða óður út af þessu haustveðri sem er á föðurlandinu góða en samt er ekki gott að vera komin út... frúinn kom ekki með en hún verður að vinna þar þar til sumri líkur og kemur til mín 1 sept.. ég fék smá félags skap með mér en baldi bró kom með út.. ja eða hann hóf ferð sína til kýpur með mér en ég var einn mitt að koma honum í flug núna áðan to early til að tala um það hvað klukkan var (4:30 farið á völlinn) og er hann núna á leið til frankfurt og svo þaðan til lanaca og svo smá rúta til limasol og þar verður kallin eins og einn mánuð í lista skóla áður en hann kemur aftur til min og stoppar í viku tíma eða svo... og svo til ykkar þarna úti.. endilega að láta sjá sig svo árný mín þurfi ekki að hafa áhyggjur af þvi að ég verði einmanna hérna og svo er aldrei að vita nema mar hendis eina helgina í sumar heim.. þá bara ef það viðrar nú vel...

en spurning að leggja sig smá eða bara horfa áfram á Lemans 24 tíma kapaksturinn bara 11 tímar eftir...
hann Mummi klukkan 07:30

14.6.06

.ammæli

hún Árný min á afmæli í dag.. og verður túgtúgu og femm ára... til hamingju með daginn Árný mín... og svo er veislan í kveld...
hann Mummi klukkan 14:44

11.6.06

.tv star

já verð að segja mar er búinn að vera finna sér eitthvað við ai dunda mér meðan ég er í sumarfríi og skráði mig sem stadista á netinu... og þá var hringt og ég beðin að koma að vinna.. á afar skömmu síðar eftir að ég skráði mig og fór að vinna í nýrri þátta seríu hjá þeim sem gerðu Drengene fra angora og má sjá þá á vefnum hjá dr.dk en serían heitir Teatren ved ringvejen og það sem ég tók þátt í aðþjóða hlátur ráðstefnu og var búið að safna saman allra handa þjóða pakki og við vorum þarna þar sem við elskum að hlæja.. bara stuð.. og svo var ég kallaður aftur í meira nokkrum dögum síðar mikið stuð þar og í það skiptið þá var það danskur hlátur klúbbur og við áttum að vera á fundi og bara hlæja og hlæja og fjandin það var hlegið mikið og ekki skemmdi mikið fyrir að það var einn úr uppháhalds þáttunum mínum Julekalender sem De nategale gerðu en gaurinn sem var þarna var sá sem lék Nassasarin eða jólasveina morðingjan... og einn af sveinunum sem var med de grimeste tøj og de grimeste tænder hann var alveg søuber fyndin barasta... og þetta verður svo sýnnt á dr 2 í haust...

já en núna er ég á klakanum... kom bara með frúnni þar sem hún fékk vinnu á sögusetrinu á hvolsvelli en við ættluðum að aka um evrópu og skoða okkur um þar.. .en ekki neitt verra að koma heim og hitta liðið... og halda smá afmælis veislu handa konuni þar sem hún verður túgtúgu og femm ára á miðvikudaginn gaman af því gaman af því en ég fer aftur heim á föstudaginn... að vísu já... en það er að vísu betra veður þar... yfir 20 gráðum og sól... já meira síðar kútar og kútur...
hann Mummi klukkan 00:59