Glöggt er gests augað

29.7.04

Þvílík eindóma blíða þetta er hérna í köben.. var að koma heim eftir góðan göngutúr um borgina... og það er allt að stikna... þegar best lét þá fór hann í 26°c og spáin er þannig um helgina... þannig að mín verslunnarmanna helgi verður frábær hvað varðar veður í það mynnsta... núna er maður líka orðin brúnn og sælegur og svona smá brunnin en það lagast bara..nú er bara að finna sér eitthvað að gera um helgina.. ættla að finna mér eyju til að vera með minn hluta af EY2004 og vera með stórborgar hátíðina... já þannig er nú það... ég ættla ekki að hafa það lengra að sinni ættla að njóta blíðunar meira.. og kannski fá mér einn öl svona til að svala mér....
hann Mummi klukkan 19:09

20.7.04

Þá er enn einn dagurinn á enda komin hér í danmörku. vel gengur að aðlaga sig og atvinnuleitinn er á fullum gír. en hefur ekki skilað tilættluðum árangri að svo stöddu en við vonum það besta.

ég hef verið að ganga um hverfið og kanna allt þetta næsta umhvefi mitt sem er afar fagurt þarf að taka eitthvað af myndum og sýna ykkur... og ekki vantar múrsteinshúsin.. enda eru nánast öll hús hérna úr múrsteini..

eins og segir í síðasta bloggi þá voru tónleikar hérna í næsta nágrenni og fór ég þangað ásamt tengdapabba og skemmtum við okkur konunglega, margt var um mannin og gaman að fylgjast með dananum, og svo var þetta eins og að vera á þjóðhátíð, risa þjóðhátið og ekki hægt að segja annað en að maður hafi fengið töluverðan þjóðhátiðar fiðring í sig við þetta.

en ekki varður nú af því þetta árið að maður fari á þjóðarann en ég ættla að standa við minn hluta af ey2004 sem tengiliður við Biblíuleshringinn og vera með hátíð hérna eins og hægt er að koma við. er ekki búinn að finna eyjuna en sem verður fyrir valinu en það er verið að leita.

ég er búinn að setja inn myndir af ferðini á tónleikana og er hægta að finna hlekk inn á það hérna við hliðina undir stafrænageymslan..

lifið heil að sinni og verið nú dugleg að senda mér komment... sakkna ykkar allra mikið nema sumra..

bless í bili
Med venlig hilsen...
hann Mummi klukkan 22:21

18.7.04

Hérna er maður í mestu makindum að njóta veðurblíðunar og þá byrjar þessi voða bassadrunur... þannig að ég fór út á svalir og mundi þá eftir að það er Grøn Koncert í Valby parken sem er í um 10 min göngutúr frá mér og eru þeir í boði Tuborg ættli það sé ekki ódýrt öl í boði fyrir mann þar... maður ætti nú kannski að kíkja á málið og sjá þetta... smellið bara á hlekki fyrir ofan til að fræðast meira um málið...

hann Mummi klukkan 14:17

17.7.04

Þá er komin laugardagur... ég er bara inn það er alltof heitt úti... núna er 25+ og öskrandi sól... maður er alveg að kafna í þessu... mar bara kann ekki á þetta.. þá er ég orðin einn í kotinu en árný fór heim á miðvikudag til að klára sínna vinnu og taka eitt sumarpróf í háskólanum og svo kemur hún til mín aftur 16 ágúst... ég er með meira af myndum sem eru komnar á netið en það eru 2 seríur >hér< og >hér< er sú næsta, er að vinna við að útbúa sérstaka síðu til að halda utan um allar myndasíðurnar.

En að öðrum málum.. mar ætti nú kannsi að tjékka á hvort það sé ekki að verða nógu kallt úti svo að íslendingurinn geti farið út að spóka sig... margt í boði... kannski bara kíkja í tívolí.. ætti að vera fullt af fólki þar eða bara labba niður ástrik og skoða fólkið...

later fólks....

kv Mummi Danski
hann Mummi klukkan 16:44

10.7.04

Ekki minnkar stuðið í borgini... Elska frænka og dóttir hennar Sigga komu til köben í gær á leið á frónna... hittum við þær ásamt vinkonu hennar á hovedbanen og fórum við saman í tivolí... svona til að leyfa siggu að njóta sín smá.. var það skammt gaman þar sem þær þurftu að skella sér í flugið... þá fórum við árný bara á ráðhústorgið og borðuðum og fórum við svo í vaxmynda safnið... var það svaka gaman.. er að útbúa myndir af deginum læt ykkur vita þegar það er allt komið.... eni bíddu ég redda því bara snuggvast...jæja þá eru þær tilbúnar... og má skoða þær >hér<
hann Mummi klukkan 21:17

8.7.04

Jæja en einn frábær dagur komin að kvöldi ja eða nótt... vorum að koma úr tívoli... þar voru svaka fínir djazz tónleikar og fullt af fólki og svaka lega flott allt saman... ekkert smá gaman og hérna er mynd af kína hofinu.
Kína Hofið í Kaupmannahafnar tívolí
og svo eitt og annað sem maður tók mynd af í dag eins og af þessum indjánum frá perú sem voru að spila á panflautur.
Kína Hofið í Kaupmannahafnar tívolí
og svo má lengi telja..

einnig eyddi ég deginum með góðum félaga sem var að fara heim í dag eftir að hafa verið hérna í hart nær 3 vikur. hann fór og var að sýna mér istergade þar sem má finni glöðu konunar og allar leikfangabúðirnar handa okkur sem eldri erum... gaman af því... var því verr og miður ekki með myndavélina með mér þá....

já og svo var farið í Field's í dag og hún mátuð... ekki nema stæðsta kringla í skandinavíu ef ekki víðar... fórum til dæmis inní Bilka (Hagkaup) þar og hún var ekki minni en 4 hagkaup í smáralind... alveg huges....

well þá er ég farinn að sofa að sinni... sjáumst síðar...


hann Mummi klukkan 00:33

5.7.04

Jæja þá er maður komin út og farinn að koma sér vel fyrir í danaveldi... þetta er búið að vera svaka fínnt og fórum við niður strikið í gær svona til að túristast smá.. ekki má nú gleyma því allveg og má finna myndir af því hér og er stefnan að hafa sem mest af myndum svo að allir getir nú fylgst með okkur.. og svo í dag þá verður farið á folkeregistred og skráð sig inní danskaríkið.. og þar fáum við kennitölu og alles... jæja þá er best að fara koma sér áfram og gera eitthvað.. enda er svaka fínnt veður.... fuglasöngur hérna fyrir utan gluggan, einnig má sjá danska fánan blakta í garðinum... voða fínnt allt saman...

kveð að sinni

Mummi Danadjöfull
hann Mummi klukkan 09:53

1.7.04

Jæja þá er ég hættur að vinna hjá Öryggismiðstöðinni... og er maður búinn að kveðja flesta þar.. en hver veit þegar ég kem aftur að ég fari ekki að vinna þar... með þessa menntun þá ætti það að vera leikur einn.. og núna eru víst bara 2 dagar eftir á landi voru... og farið að verða mjög tómlengt hjá okkur í kofanum.. og er maður að rífa niður það allra síðasta sem fer í kassa... og svo verður farið austur í kvöld með kassa og fólkið þar kvatt...

Já góðir hálsar... það kann að vera að ég nái ekki að blogga meira fyrr en ég er komin til danmerkur þannig að ef ég geri það ekki þá vill ég kveðja ykkur með kurt og bí.. vona að þið hafið það öll svaka gott á meðan ég verð fjarverandi og látið nú í ykkur heyra... og svo verð ég nú duglegur að rita hér... (stórt er lofað) og meila á ykkur myndir og svoleiðis..

jæja þá ættla ég að segja þetta gott að sinni...

við sjáumst kát og hress síðar... Vertu bless Gamla ísland... þú lengi lifir..

Med venlig hilsen
Mummi Didda Danadjöfull...xoxooxx
hann Mummi klukkan 12:41