Glöggt er gests augað

29.5.05

.skólin og allt hitt

Jæja þá er orið allt of langt síðan ég blöggaði og komin timi á að ég drullist til þess..

(varúð alveg svakalegalangt blögg frammundan og ég er ekki að grínast...)

Jæja þá er ég byrjaður í skólanum, hann byrjaði á þvi að við fórum til Fredriksværk sem er norðanlega á sjálandi og vorum þar í 2 daga í því sem kallast TeamBuilding og samskiftatækni, við vorum ættir þarna klukkan 10 fimmtudagsmorgun til að taka þátt í þessu ég fékk far með Martin sem kom akandi frá Svíþjóð og einnig kom hann Søren líka með okkur, við áttum að gista á farfuglaheimilunu í Fredriksværk og var það afar huggulegtur staður.

Dagurinn var tekin nú tekin með ýmsum verkefnum til að berja okkur saman sem teimi og til að við myndum nú sýna að við værum starfinu vaxnir og gætum tekið öllu því stressi sem að þetta mun hafa í för með sér, við gerðum ýmist hópaverkefni eða einstaklingsverkefni einnig fórum við út og löbbuðum í verkefni sem kallast walk-and-talk og á maður þá að vinna að sameginleguverkefni og að kynnast þeim sem maður er með og var svo deginum slúttað með enn einu samvinnu verkefni fenguð við 1500 dkr og fyrir þær áttum við að kaupa í matin, vín með matnum og svo eitthvað til að drekka um kvöldið, 15 voru í mat þannig að hverjum reiknaðist 100kr... en fyrir þetta fengum við kálfasteik, bakaðar kartöflur, salat, 12 flöskur af víni með matnum, ís kaka, slatti af gosi og 3 kassar af bjór handa okkur já og svo snakk líka til að muncha á enda var líka Everóvision forkeppnin í sjóbbanum þetta sama kvöld.

Rann maturinn niður án vandræða og góður hluti af víninu og svo var smá meiri vinna en Yfirmaður póstmiðstöðvarinnar var mættur á svæðið til að predíka smá yfir okkur...og gerði hann það í 1 tíma eða svo og síðan var haldið áfram við að hygge, og hvarf restin af víninu ásamt bjórnum.. enda fóru þeir síðustu ekki að sofa fyrr en um 4 um nóttina sem var nú ekki það versta við það en það var ræs aftur klukkan 7:30 enda átti námskeiðið að halda áfram klukkan 8:30... sjálfur fór ég inn klukkan 2 og vakknaði sæmilega sprækur um morgunin

(jæja þá skaltu taka smá pásu við lesturinn nóg eftir enn)

Skellti mér í sturtu og rölti síðan í morgunmatinn... voru menn mis brattir eftir nætur bröltið, og var núna tekið aftur við námið, lauk svo þessum degi í Fredriksværk klukkan rúmlega 15 og var þá stefnt aftur til köben, ég var víst búinn að lofa mér í smá yfirvinnu við að hjálpa mínum fyrri yfirmanni við papírsvinnu, kom svo loks heim til snúllunar minnar um 20 og var nú ekki mikið gert það kvöldið en að slaka á.

Kom svo laugardagur.. og þá var Evróvision og var stefnan tekin til vinafólks okkar þeirra Jóhönnu og Harðar og borðuðum við sama þettað kveld líka og horft á keppina og drukkin smá bjór nema hvað, vildi svo skemmtilega til að tengdapabbi var búinn að koma við á grensuni og kaupa handa okkur bjór og svona vodka gos, já talandi um tengdapabba.. þá vöknuðum við líka víst senmma um morgunin til að fara út í fjellesparken til að dæma í Ólympiu þríþraut sem fara framm átti þann dag en hún felur í sér að synda 1500m hjóla svo 40 km og síðast að hlaupa 10 km og voru það 6 aðilar sem voru að taka þátt í þessu en það voru ættingar og vinir Karlvels sem voru þar þáttakendur, voum við fengin til að passa tíma og ferðir í sundinu og að fylgjast með hjólreiðunum... en var svo langt liðið á dainn að við vorum ekki þarna til að sjá hlaupið, besti tímin í sundinu var 27:03:81 og besti timin í hjólreiðunum var 1t og 33 mínútur veit ekki hvernig tímin fór í hlaupunum.. en þetta var svaka gaman... því miður vildi svo til að einn keppandinn sprengdi hjá sér eftir að hafa hjólað í 10 mín og vorum við að fylgja hóppnum þarna og tókum dekkið hanns og rukum með það í viðgerð og komum honum aftur af stað á 25 mín og hann var ekki síðastur.. það er nú það skondna við þetta allt saman líka.

(jæja önnur lestrar pása þú ert vonandi ekki komin með rasssæri og les blindu á þessum lestri öllum er það nokkuð)

Rann þá upp sunnudagur og var það eina sem stefnan var að gera var að fara í yfirvinnu í sinni gömlu deild og verður þetta síðasta skiptið sem ég mun vinna þar að öllum líkindum.

Kom þá mánudagur og var frammundan heil vika af námskeiðum, ættla ég nú svo sem ekki að tíjunda það sem geriðst þar annað en magnið af göggnum sem ég er búinn að fá er hreint ótrúlegt. Það var verið að undirbúa okkur undir þetta allt saman.. s.s. þá er það hérna þannig að ef þú ert búinn að vera veik/ur 5 sinnum eða í meira en 10 daga á einu ári þá ertu boðuð/ur í viðtal til að ræða málið, það er verið að pressa veikindi eins mikið niður og hægt er, ef sú deild sem þú ert í er ekki að hennta þér þá er fundið handa þér annað jobb en ef þessi veikindi hætta ekki þá er er framtíð þín hjá póstinum frekar stut. já farið var með okkur yfir þau helstu tölvuforrit og gagna banka sem við munum nota en annars er rosalega mikið af náminu líka Learn by doing.

(jæja þá er nú farið að stitast í hinn endann)

og svo núna á föstudaginn þegar þessu var öllu lokið á segir Søren við mig hvort að við ættum ekki að fara og fá okkur einn eða 2 bjóra... klukkan ekki nema 15 og öskrandi hiti og sól, var maður ekki alveg í gír til að fara heim strax og skelltum við okkur bara í næstu búð og keyptum bór og fórum á Ráðhústorgið og drukkun hann og löbbuðum líka með kanölunum hérna og var hann að segja mér frá helling meira af því sem mar vissi ekki um, við fórum líka og kiktum á værtshus og fengum okkur skrítna bjóra,

segir hann þá hvort að ég sé ekki geim að koma í Tivoli þar sem þar eru tónleikar með Peter Summer sem er danskur hvað á ég að segja... humm... held að næsta íslendingurinn sem mér dettur í hug er Megas með tónlist alla vega.. og skelltum við okkur þannað og fengum okkur meiri bjór og svo var horft á tónkeikana og áhváðum við að slæpast smá meira um tivoli og fundum þar ölstofu sem bruggar sjálf og urðum við að fá okkur smak nema hvað... og var hann nú nokkuð góður ekki sá besti sem ég hef fengið.

(alveg að verða búið fáðu þér smá kaffi/kók til að meika þetta)

Á laugardeginum var búið að áhveða að skella sér á ströndina enda spáin að tala um 30 stig og áhváðu Jóhanna og Hörður ásamt Loka að koma með, var áhveðið að fara á Bröndbystrand sem er nú ekki svo langt í burtu, því miður er ekki búið að klára nýju ströndina okkar á Amager en hún verður geggjuð þegar hún er búinn.

Vorum við það mesta af deginum á ströndini og urðum mega brún.. já og rauð og meira rauð.. og borðuðum svo saman um kvöldið og já nema hvað drukkum bjór.. sem ég og hörður gerðum nú allan daginn líka nema hvað

Þá er komin sunnudagur og fullt af sól utandyra.. komin tími til að fara og hjóla eitthvað og sóla sig ekki annað hægt í dæminu en hérna er spáin nokkuð góð fyrir sumarið þannig að ég er vongóður um að þetta sumar verði afar brúnt... svo ekki annað sé nú sagt..

þá held ég að komin sé tími á að ljúka þessu

(þú hefur lifað af skelfilega langt blögg til lukku)
hann Mummi klukkan 10:08

15.5.05

.legoland

já núna er búið að vera búið að taka forskot á sumarið, við erum búinn að vera með bíl ásamt vinafólki okkar og höfum verið að fara vítt og breitt um landið fórum meðal annars á sjálandsodda sem er alveg nyrst á sjálandi og það er nú ekki annað hægt að segja en að það sé flott þar og svo fórum við í Fredriksborg kastala í Hillerröd og fórum við vitt og breitt um norður hluta sjálands. og >hérna< má sjá myndir af þvi ferðalagi.
Síðan var farið í LegóLand sem eins og flestir vita þá liggur það í Billund, ekki fórum við nú mikið um billund en skelltum okkur beinnt í Legoland og var nú tekið mikið af myndum af þvi og má sjá okkar albúm >hérna< og svo var nú vinafólkið okkar líka að taka myndir og má sjá þær >hérna< og var nú svakalega gaman að komast loks þarna og sjá þetta með egin augum og var nú mikið að sjá eins og þessar myndir bera með sér.

Og svo í dag var farið á smá meiri rúnnt og enduðum við í Fjellesparken en hann er við hliðina á Parken og er þessi garður gerður handa Verkalíðnum en í dag var mikið karneval þar í gangi og fullt af fólki að skemmta sér sem og við gerðum líka og sólin lék við okkur, því miður þá vorum við ekki með myndavél með okkur í dag og eru engar myndir af þessu..

en núna er verið að elda hamborgarhrygg og stefnan á að hafa bara rólegt sunnudags kvöld já eins og flestir vita þá er hvítasunnudagur (pinsesöndag) og á ég líkaf frí í vinnuni á morgun og svo er það bara einn dagur í við bót í deildinni minni þar til ég fer að byrja á nýja starfinu...
hann Mummi klukkan 18:55

6.5.05

.það sem á gengur

Tja núna á miðvikudaginn vaknaði maður við að almannavarna flautur voru þeittar í tilefni þess að 60 ár eru frá frelsun danmerkur undan Nazistunum og var mikið sprellað í því tilefni og einnig var mikið um hátíðarhöld á fimmtudeginum sem hér kallast Kristi Himelfartsdag sem fólk ætti að vita hvað heitir (uppstigningardagur),

núna er maður á fullu að æfa inn nýjan aðila til að taka við starfninu sínu og hefur maður bara 14 daga til þess og sá sem varð fyrir valinu ekki kannski skársti kosturinn en hann verður að duga hann Franz, en hann þjáist smá af því að geta ekki raðað í réttan forgang með það sem við erum að gera... en það ætti nú ekki að vera mikið mál að slípa það af honum.

núna þarf ég að fara í mátun fyrir júníformið mitt en sem yfirmaður þá þarf maður að vera alltaf í þessu með slips og alles, en er þetta gert svo það sé auðveldara fyrir aðra að sjá hver er bossin..

og eins og ég sagði frá síðast þá byrjar þetta allt 19 maí með því að farið verður til Fredriksværk og verður gist þar eina nótt og er þetta allt hlutur í því sem þeir kalla Team Bulding (efla hópandan) og eru þessir 10 fyrstu dagarnir mikið með það í huga. Og hef ég spurnir af því að veigar séu í boði póstsins á staðnum og hvergi til sparað. síðan eru all nokkur námskeið s.s. SPT Målstyring, Produktionsplanlægning, Sikkerhed, Arbejdsmiljø, 5S og svo mætti lengi telja það er alla vega nóg að læra. og mun þetta nám taka í það heila 12 mánuði og eftir það mun ég fá mína egin deild til að stjórna.

ég skeyti inn hérna einnhverju meira þegar á þetta líður.

en hér er komið lauf á allt og var það nú fyrir nokkur síðan og búinn að vera sól undanfarið, komið smá skúrir hér og þar en það er bara gott fyrir gróðurinn.
hann Mummi klukkan 12:56

2.5.05

.linkur

Var að bæta við link á enn eitt gullið.. Barn vinkonu minnar og vinar en gullið heitir Elva Rós og hérna er nú mynd af henni í tilefni þess..
Elva Rós

og varð þessi rós nýlega 3 ára.. hún til lukku...
hann Mummi klukkan 03:39