Glöggt er gests augað

31.12.07

.áramótaávarp

Já þá er komið að áramótaávarpinu góða, mikið hefur nú dregið á daga mína í ár eins og flest ár og komin tími til að fara yfir það.

en fyrst langar mig að óska öllum tilhamingju með nýtt ár og vona að allir muni nú hafa það sem allra best í ár þetta fína 2008 sem vill svo skemmtilega til að er hlaupa ár og ólypmíu ár en hvað árið heitir hef ég ekki grun um veit að 2009 verður ár stjörnufræðinar.

já hvað kom fyrir kall á árinu, árið startaði bara rólega en fyrsti gestur sem kom til okkar var hún Jóna tengdó um febrúarsbil í smá vetrar frí en þar næst kom mútter og pápi og amma í byrjun mars.

í apríl kom Helgi og Heiða frá hvolsaranum en hann er frændi árnýjar Helgi sko. komu þau með páska egg handa okkur og var mikið trallað meðan þau voru í heimsókn.

okkar fyrsta ferðalag þetta árið var til Kolding til stórfjölskyldu finnsa og ásu að ógleymdri Ingu rós sem er alger rós og var gaman hjá okkur í kolding og fengum við þetta svaka góða læri sem ása framreiddi auðvitað íslenskt lamb.

síðan skutluðumst við til london í 6 daga í maí lok og má auðvitað sjá myndir af því á myndasíðuni, gaman í london, ferð þanngað aftur án efa.

ekki má nú gleyma að tala um österbro þríþrautina sem var haldin núna í 5 skipti en svo skemmtilega vill að ég er skipaður yfirdómari og en og aftur var það dani sem vann, íslendingarnir verða að fara að herða sig núna til að fara endurheimta titilinn

síðan kom þurý til okkar í júní og stoppaði í nokkra daga. og síðan fór árný til ísl að vina.

og það skondna er að sólin kom ekki mikið aftur eftir það en síðan ringdi eftir það og sú brúnka sem ég fékk var meira rið.

í júlí kom öddi bró og stoppaði í nærri 2 vikur blessaður kallinn. við hjóluðum til dragör að vanda og vorum duglegir að hjóla þetta sumarið eins og síðast.

í ágúst þá flutti dabbi til mín en hann planaði að fara í margmiðlunar skóla en eftir að hafa verið hjá mér í smá tima þá skrapp hann til frakklands að hitta vinkonu sína, ekki þurfti ég að vera lengi einn en nína systir og dóttir sigrún komu til mín, sem var nú alger snilld þar sem ég flutti í kringum þá heimsókn og fékk fullt af aðstoð við að bera allt draslið frá 4 hæð og í bílinn já og upp á svo 3 hæð í nýju íbúðinni minn en ég var að hoppa í andelsbolig og sjá hvort að það sé nú ekki betra og á meðan fluttningunum stóð þá komu mamma og pabbi við en það voru á ferðalagi um dk og svo um þýskaland líka, komu einmitt á flutnings daginn.

ekki tók það nú svo langan tíma að koma sér fyrir og allt orðið voða fínnt á skömmum tíma.

í byrjun sept þá skellti ég mér í smá ferð til íslands og í þeirri ferð fórum ég og öddi bró í road trip til seyðisfjarðar að hitta ömmu og að skoða fæðingarstaðin minn betur og var sú ferð í alla staði bara frábær.

og gerði nú dabbin slíkt hið sama skömmu eftir að ég kom til dk aftur. að sko skreppa til íslands.

í lok sept þá áhvað dabbi að nám það sem hann hafði valið var ekki nógu skemmtilegt þannig að hann hætti því og fór að einbeita sér að öðrum málum.

um miðjan okt þá skelltum við davíð okkur til spánar í smá sólarferð (og er kall en að vinna að ferðasöguni en ég bíst nú við að hún sé alveg að skella á. en ferðin til spánar var geggjuð og til að toppa það þá fórum við líka til morocco afríku til að bæta eins og einni heimsálfu við.

restin af haustinu einkenndist af tónleikum eins og sigurrós og hinir ýmsu trúbadorar og taumlausri drykkju nema hvað.

í nóv kom nú árný í smá heimsókn til mín og leigðum við bíl og ókum um allt eins og okkur er vanin eins og sverge og germanía.

kom svo að því að landsleikur íslands og danmerkur var spilaður í parken og mættum við fílelfdir á leikin sem fór að vísu ekki alveg nógu vel en það er nú önnur saga.

ég fór á námskeið og varð full gyldur öryggistrúnaðarmaður gaman af því og svo eru planlögð nokkur námskeið núna í vetur líka.

des kom og nokkur partí líka já og svo ein magnaðasta ökuferð til þýskalands nánar til hamborgar til að horfa á fóbó og er nú hægt að lesa um hana annars staðar á síðu minni. en var þessi ferð líka svona einskonar kveðju ferð þar sem davíð var að flytja til ísl aftur eftir góða og blauta dvöl í dk hjá mér. já og svo flutti árni jr líka heim á klakan já og svo er andri að flytja til horsens allir að fara frá mér já nema hrefna og ólöf sem verða áfram í köben við eigum eftir að grilla eitthvað saman í vetur.. án efa...

já svo komu blessuð jólin og allt sem þeim fylgir og var svakalega mikill jóla póstur hjá okkur stuð stuð stuð

ég skellti mér svo til isl yfir hátíðarnar og er þar en þegar þetta er skrifað en þegar kall átti að fljúga heim þá kom smá rok eða eins og 40m/s sem er nú helllllllingur og meðan beðið var um nóttina eftir að fara í flug þá var ákveðið að framlengja dvölini á isl smá og fer kall heim 3 jan í staðinn enda var ég búinn að taka mér vetrar frí fyrstu vikuna í árinu en þessir frábæru bræður borguðu þá framlengingu sem og þeir buðu kuta til isl um jólin, þeir eru algerar perlur drengirnir.

já svo er bara áramóta húll og hæ á selfossi hjá systu þar sem meistara kokkurinn (baldur) er að útbúa nautafille ein 2,7 kg eða svo ummmmm gotttt...

en og aftur vill ég óska öllum gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla og alla hittingana og vona að þeir verði margir í viðbót á komandi ári og að kall fari í margar ferðir.

það sem er planlagt núna er máski ferð til spánar um páskana, ættar mót í þistilfyrði sumar, námskeið og svo er bara allt óráðið að öðruleiti

já og svo er smá hugsun hérna í lokinn, hver hefur ekki heyrt um slæmt banaslys en hvað er þá gott banaslys, bara hugsun sko...

forsetinn stoppar þá hér og kveður að sinni...
hann Mummi klukkan 20:09

21.12.07

.æsland og hule hilsner

jæja þá eru komin jól.. þau fyrr hefði verið... búinn að vera fokkíng hörð törn þetta árið.. kærst get nú ekki sagt að maður hafi lent í öðru eins. en búið pasta..

ég verð á íslandi frá 22 til og með snemma morguns 30 og má finna míg í síma 8 497 497 þann tíma.

já og þeir sem eru að bíða eftir jóla korti frá mér verða að því miður að bíða lengi... þar sem mér gafst bara ekki ráðrúm að skrifa þau, náði að kaupa kortin og frímerki, bara tími til að skrifa var bara ekki til staðar

þannig að ég óska öllum

Gleðilegra jóla


áramóta heilsan kemur síðar...

takk fyrir öll kortin sem ég hef fengið sennt alltaf gaman að vita að fólk man eftir manni

jæja.. best að klára að pakka.. strætó eftir ein og hlálfan tíma á völlinn og svo bíða og bíða.. fæ svo loks að leggja mig um 9 í fyrramálið að íslenskum tíma...

og til að enda þetta þá koma nokkur myndbönd frá The Julekalender sem eru bara snilld...







og að enda þá kemur lag með þeim sömu og sömdu the julekalender en þeir kalla sig De nattegale og er þetta lagið u da da




og ég stenst ekki að helda inn einu myndbandi frá Drengne fra Angora og er þetta hommalagið öresundvisan

hann Mummi klukkan 22:47

19.12.07

.hólí kúkur

já það eru sko orða sönnu, ég hef bara aldrei séð svona mikin póst, en málið er að ég byrja dagin í vinnuni á að fara til viðskiptavina og sækja póst, loka pósthúsinu á christjánsborg og svo sækja meiri póst og enda svo daginn á að tæma fáeina póst kassa. í dag þá náði ég að fylla bílin min 4 sinnum sem svarar til þetta 150 þúsund bréfa eða svo... og bíst við að ég náði í ekki minna en 500 pakka og svo til að toppa daginn þá var ég með 35 tæmingar töskur stút fullar og vigtaði það inn yfir tonn og svona er þetta búið að vera alla vikuna, þannig að heldur er farið að halla á mann enda er maður farinn að sofa fyrir miðnótt gersamlega búinn og vaknar samt ekki fyrr en 11.

en til að segja meira frá brjálæðinu, þá erum við með 2 pakka center í dk annað hér í köben og svo eitt á jótlandi og hef ég tölurnar um centerið á jótlandi. þeir renna 15.000 pökkum á tíma í gegn, einn treiler er með þetta þúsund pakka og tekur það um 4 mín að vinna það, og núna yfir jólin þá dugar centerið ekki þar sem þeir fá meira af pökkum heldur en þeir ná að vinna og í dag veit ég að það fóru í geng á báðum centerunum 260.000 pakkar já.. smá bara... já og svo vorum við að fá nýja flokkunarvél fyrir póst en hún er á tveimur hæðum og rúllar í gegn að jafnaði 36.000 bréfum á tíman og eru að koma 8 þannig vélar, já nóg að gera nóg að gera..

og ég er alveg að komast í jólafrí.. æsland á laugardaginn... næs
já fínnt, já sæll............
hann Mummi klukkan 22:30

14.12.07

.og þá var eftir einn

Já þá er kall einn í koti sínu að sinni en Da-Víð hefur áhveðið að láta berja sig aftur þar að segja veður berja sig en hann er komin á klakan í rooooooook og rigningu, verði honum af því, en ég kem nú heim um jólin að vísu þannig að það er eins gott að þessu sé lokið fyrir þann tíma með þetta blessaða rok me not læk.

já hér í koti er að verða ljólalegt búinn að henda upp trénu og skreita og punta íbúðina og allt voða flott svo er það bakstur á morgun, það bara verður að baka smá af smákökum annars eru bara ekki jól.

og svo var ég að dunda mér á jútúbe og fann þar myndband úr uppáhalds myndini minnig og ættla að leyfa því að koma með hérna en það er úr myndini Rocky Horror picture show þar sem má sjá Tim curry fara á kostum...

hann Mummi klukkan 21:58

10.12.07

.myndband

já hér er myndband úr ferðini okkar til Hamborgar

hann Mummi klukkan 11:48

9.12.07

.road trip

já.. það var farið í smá ferðalag í dag.. ég var fengin sem sérlegur dræver fyrir nokkra kumpána og átti að aka þeim til Hamborgar til að sjá fóbó en þar var að spila Hamurg SV á móti Energi clutt minnir það rétt skrifað en það ku vera botn lið úr Bundersliga, já en það var lagt snemma í hann og cph skilin eftir um 8 am smá sjoppu stopp til að filla á maga og svo haldið áfram en búið var að byrgja bílin af bjór áður en ferð hófst frá cph þannig að men gátu byrjað að fá sér rúgbrauð í dós þetta um 9 am já og viti menn það var búinn heill kassi áður en við náðum Hamborg sem er í 4,5 tíma akstri, við fundum leikvangin án teljandi vesens.. skilti út um allt en þá hófus vandræðin okkar.

ekki var neitt mál að fá miða og tekið við kortum þar en við vorum ekki með eina einustu Everu á okkur og þrátt fyrir að hafa tekið Mumma labb á þetta eins og það er víst kallað í dag sirka 2 ish km þá fannst hann ekki en einhver labbandi stöðumælir segir við okkur að það sé að finna hraðbanka inni á leikvanginum og við já skelltum okkur þá inn en nei... það var enginn hraðbanki ( Bankautomat) að finna og þrátt fyrir að statiumið er kallað Nordbank statium en úr varð að tveir fórnuðu sér til að fara út og finna pen en til að komast aftur inn varð að kaupa aftur miða inn jamms en eftir að taka leigara niður í bæ þá koma þeir með everur til baka svo hægt var að kaupa Brandwurst pulsur og bjór fyrir þá smá máttu drekka og horfa svo á leikinn. en það voru bara 56.132 á leiknum nei bíddu.. það passar ekki.. voru bara 56.130 þar sem tveir borguðu tvisvar.. je minn..

en áður en á leikvangin var komið var nú eitt og annað búið að gerast sem ég vill síður fara orðum um hér ekki það að ég vilji ekki segja frá því.. bara get ekki komið því á prent verður að segjast.

og á leið okkar heim þá kom nú upp smá eeee nei ekki smá skondið frekar mikið skondið atvik upp á.

málið er þannig að við vorum að verða uppi skroppa með dísel og well áttum samkvæmt bílnum 10 km eftir þegar við fundum stöð og þar sem nú var stoppað þá skelltu sér sumir að pissa, en fara þá árni og davíð inn í sjoppu og segir davíð do you have a klósett (já hann sagði þetta) en við það þá réttir afgreiðslu daman þeim smurolíubrúsa sem á fastur er keðja og lykill til að komast inn á klósettið en daman sagði ekkert er hún rétti framm lykilinn, fara drengir þá út með undrunar svip og komum þá ég og andri inn til að borga díselin þó fór enginn á pulsuna (eyja húmor) og daman spyr okkur are you from denmark no no segjum við enda stoltir íslendingar we are from æsland og við það göngum við út að bíl kemur þá árni til okkar og segir strákar inn í bíl við verðum að koma okkur burt núna og á hann erfitt með að halda í sér hlátri segi ég þá hei strákar ekki skituð þið á setuna (sáum sko í hamborg þar sem búið var að skíta á setuna) og við það kemur davið inn í bíl eftir að hafa skilað smurolíubrúsanum og segir hann þá er hann kemur í bílin burt burt eins og vindurinn og er hann líka skelli hlæjandi.

og eftir að þeir höfðu náð sér niður þá fengum við það upp úr þeim að eftir að hafa verið réttur þessi smurolíu brúsi (tómur auðvitað) og þegar spurt var um klósett þá var nú ekki hægt að halda annað en að brúsinn væri klósettið og auðvitað stóðust þeir ekki mátið og fylltu brúsan (af vatni) og réttu afgreiðsludömuni og sagði davíð þegar hann skilaði thank you very much very nice klósett og gékk út úr sjoppuni og já aumingja daman og við ný búnir að segja henni að við værum nú stoltir íslendingar og hvað var gert pissað í brúsan að því hún hélt þannig að við fáum nú ekki hennar atkvæði í júróvision næsta ár.

en að vísu voru það fleyri atvik sem komu upp á og ættla ég ekki að fara tíunda þau hér

en 3 nýja hluti prófaði ég í þessari ferð.
1. Nauðhemla á hraðbraut á 190 og læsa hjólum á ABS bremsum sem á ekki að vera hægt
2. Drekka undir stýri á hraðbraut (súpti bara ein súp af bjór)
3. Að keyra bíl það hratt að hann vildi ekki fara hraðar (195) sama hvað ég reyndi metið mitt er að vísu 245 á hellisheiðini fyrir mörgum árum á þessum eðal saab

já og meðan ég man þá var ég búinn að setja inn myndir af Spánar og Afríku ferðini og er ferðasagan alveg næstum að verða tilbúinn

já leikurinn fór 0-0

já og ekki má gleyma að við duttum inn í kolding í afmæli hjá Finnsa og ásu... þökkum fyrir okkur góðar kökkur í boði og heitir réttir..
hann Mummi klukkan 02:00