Glöggt er gests augað

29.10.07

.hejm i gen

jæja þá er maður komin aftur heim frá spáninum... bara geggjað gaman.. er að skrifa ferðasöguna og að vinna í myndum... var nú ekki neitt rosalega duglegur að taka myndir.. enda mikið til afslöppun í gangi.. já og Cerveza og mikið af því...

já annað var það nú ekki...
hann Mummi klukkan 00:12

20.10.07

.pöbbinn

já Dabbi var að bjóða mér a pöbban.. pöbbin er á Malaga spáni.. sjáumst eftir viku... Una servesa porva vor
hann Mummi klukkan 03:15

11.10.07

.splat dagur

já þetta var nú heldur betur splat dagur hjá mér.. en það er ekki búið að rigna í smá tíma hjá okkur en í dag ringdi svoldið. Og svo núna í kveld þegar ég var að tæma niðri í Dragör þá ákváðu nú allir froskarnir að skella sér á hoppi túr.. og það á götuni.. mátti sjá lík víða og því miður þá bætti ég í þann hóp.. maður átti erfitt með að sjá þá enda mikið af laufi á götuni líka.. en ég bjargaði alla vega þessum hérna.. og heitir hann núna Rokky


þetta er Skrubtudsen (Bufo bufo) fyrir þá sem það vilja vita..

já og hérna er nú allt orðið rólegt að sinni eftir gasið og óróan.. jamm gaman já...
hann Mummi klukkan 22:34

6.10.07

.nýtt myndband

jæja er komin með nýtt myndband sem saman sett er úr þeim myndum sem ég tók í dag...
njótið heil..

hann Mummi klukkan 23:34

.en meira gas

já nóg er af gasinu takk fyrir.. nóg..en við erum að jafna okkur og búnir að vera að vinna efnið sem við tókum upp og koma því á netið.. núna er ég búinn að koma myndum í mikklum stíl á netið.. en þær má finna í Canon mynda möppuni til hliðar og svo er eins og eitt gott vídeo sem við erum búnir að henda á netið.. það mun sjá hérna að neðan og svo er komum við eins og einni mynd frá mér á DV.is gaman já... og munið að lesa dabba blogg líka.. meira þar...

hann Mummi klukkan 21:41

.táragas og pizza

já héðan eru nýjustu fréttir þær að núna logar allt í látum.. táragasi ósparlega notað búið að handa 300 manns ég og dabbi búnir að vera inn í hringiðuni og taka myndir af þessu.. og fengið okkar skammt af gasi og það er ekki gott skal ég segja ykkur og er þetta að gerast fyrir utan gluggan okkar og við búnir að hlaupa með nautunum.. líður eins og í beirút eða pamplona.. stuð já stuð... myndir.. já og pizzan.. ekkert betra en að bara horfa út um gluggan og borða sína pizzu..












hann Mummi klukkan 17:52

.69 + druk

já farið var á meira pöbba rölt í gær.. skoðaðir góðir gamlir og svo nýjir með
væri til í að segja ykkur meira frá því.. en þessir smiðir sem komu snemma í morgun eru eitthvað að halda mér frá því, ekkert sem eins og ein iprenn getur ekki lagað,

já en að þessu 69 dæmi.. svo skemmtilega vill nú til að hið marg umtalaða Ungdómshús er búið að finna sér nýtt fórnarlamb fyrir hús og já, ef þið eruð ekki búinn að geta ykkur til þá eru svona 200 metrar í það héðan.. og í dag kl 13:30 er búið að lofa því að þau ættla að hersetja húsið og eigna sér það.. mikið lögregglu fylking er komin á staðinn blá bikkandi ljós út um allt búið að loka götum og til að gera allt til fyrir þetta á nú ekki von á mikklum látum núna strax en um leið og fer að dimma þá mun þetta æsast upp.. gaman já.

en frétta stofa mimmsa og Dimmsa verður með fréttir af þessu þannig að það er bara að hoppa inn á síðurnar okkar og fylgjast með.

yfir til þín....
hann Mummi klukkan 12:56

1.10.07

.framboð

:: lunedì, ottobre 01, 2007 ::
.forsetaframboð.

Það tilkynnist hjer með að undirritaður hefur hafið undirbúning að framboði sínu til embættis forseta Íslands. Fyrsti liður í verkefni þessu er að athuga undirtektir þjóðarinnar á vefsíðunni www.frambjóðandi.is en þar er nú mögulegt að gefa framboði mínu byr undir báða vængi.

Það eina sem þarf að gera er að fara á vefsíðuna og setja inn "B Davíð Husby, fjöllistamaður og fyrrverandi verðandi útvarpstjóri." (án gæsalappanna).
(og muna að hafa punktin með.)

Með vinsemd og virðingu,
B. Davíð Husby,
fjöllistamaður og fyrrverandi verðandi útvarpsstjóri.

þetta er tekið frá Dabba félaga.. og svo er fyrir alla að kjósa.. oft..
hann Mummi klukkan 17:43