Glöggt er gests augað
29.4.06
.já já

eitthvað er kallinn latur við að blogga þessa dagana.. ekki mikið til að segja.. alla vega ekki hlutir sem ég vill setja hérna að svo stöddu en já.. verður maður ekki að segja eitthvað til að láta fólk vita að maður sé en til ekki annað hægt...
jú kannski eitt merkilegt er að við hjúinn erum að fara í fermingu á morgun þar að segja danska fermingu hjá dóttur konu tengdapabba og mér er tjáð að það sé opin bar þar.. er nokkuð viss um að þetta sé rosa góð ferming... segi af því síðar... já og myndin hérna fyrir ofan er tekin á Nörreport svæðinu og er tekin af 5 hæð á húsi við Nannsgade 19 ef ég man nafnið rétt.. og sést yfir á lítin garð sem er við hlið ísraelspads well egi meira að sinni...
22.4.06
.bra bra

9.4.06
.uppsrkift
Hamborgarhryggs tartaletur í ostasósu
1,2 kg af hamborgarhrygg hrár
200 g sveppir í dós/krukku
200 g aspas í dós/krukku
200 g rjómaostur hreinn
500 g rómasveppa ostur
250 ml rjómi (ekki matarrómi)oft kallaður peli af rjóma
Tartalettur
Matreiðslan
brytja niður hryggin í littla teninga og steikja þá svo í potti
hella vatninu af sem kemur við suðuna, það verður annars of mikið saltbragð. og svo er gott að bæta hluta af sveppa soðinu í pottin í staðinn.
allur osturinn settur út í og látin bráðna og svo sveppir og aspas og síðast fer svo rjóminn.
Gott að bera framm með rugula salati og/eða barna-spinati og fetaosti
vel kælt hvítvín frá moseldalnum skemmir ekki.
nóg handa 8 manns eða í mínu tilfelli nóg handa 2.. er rosalega gott.. og skemmir ekki að ég fæ 2,4 kg af hammara á undir 1000 islkr
4.4.06
.heyja
en mamma kom á fimmtudaginn og fór í gær mánudag og var nú eitt og annað gert sér til dundurs á meðan frúinn var í Hamborg(köben).
Til dæmis var leigður bíll og ekið eins og 1000km um sveitir dk og Skåne í svíþjóð og mikið gaman haft af, skoðuðum mikið og margt.. fórum svo líka út að borða á þessum líka fína kínverska stað.. rosa gott hlaðborð þar í gangi og nóg af bjór.. en við mamma drukkum saman 2 2l könnur af bjór.. og vorum nú nokkuð hress eftir..
er nú full langt að tíunda allt það sem fór fram meðan mamma var hjá okkur en við eigum eflaust eftir að henda inn nokkrum myndum af þessu öllu saman.. og segi ég bara enn og aftur takk fyrir heimsóknina og mundu að hafa kallin með næst ekki að það verði nú vandamál að ná honum út.. enda sá hann fljót eftir því að koma ekki með núna... well later fólkur...